Hönnunardagar

Ég var í búð um daginn að kaupa lopa í peysu. Þórdís var með mér og rak augun í skærbleikan neon litaðan lopa. Hún vildi ólm kaupa hann og bað mig um að prjóna veski handa sér úr honum. Hún sagðist skyldu teikna upp veskið og svo ætti ég að prjóna það W00t Ég gat ekki annað en keypt lopann og þegar heim var komið var strax hafist handa við að hanna veskið.

IMG 3938

Þetta er reyndar ekki upprunalega hönnunin. Þessi hönnun er eftir Eydísi, ein af mörgum sem hún gerði Grin 

IMG 3852

Hér er veskið hennar Þórdísar. Búið að þæfa lopann.

IMG 3854

Hér er svo Þórdís yfirhönnuður, svaka ánægð með veskið sitt Smile 

IMG 4020

Hér er Eydísar veski. Hún var alveg ákveðin hvernig hún vildi hafa sitt veski. Skrautið er sérvalið af henni og saumað í nákvæmlega eftir hennar óskum Wink 

IMG 3899

Það er ekkert smá flott að eiga svona fínt veski. (það er miklu meira neon litað heldur en sést á myndunum) Svo pæjast þær með þetta með sér á leikskólann og hvert sem við förum Grin 

IMG 3756

Ætli Dorrit Engill hafi valið sér þetta fyrir veski?

IMG 3778

Hún elskar að dröslast með stelpunum í öllu LoL 

IMG 3995

Kvöldkúr Grin 

IMG 3968

Það er greinilega komið vor. Það var svo hlýtt í gær þegar við vorum í pottinum.

IMG 3919

Þórdís pottormur í fullu fjöri

IMG 4014

Hér eru þau svo farin að tálga trjágreinar, Hafþór og Þórdís. Spennó!

En það er líka fleira sem er komið á hönnunarstig. Herbergið hennar Eydísar er pínulítið. Við höfum stundum spáð í að gera breytingar hér heima. Forstofan hér er risastór með stórum gangi inn af, sem er fyrir framan lítið herbergi. Þar langar okkur að stækka herbergið og breyta innganginum inn í íbúðina. Það þarf reyndar að fórna gestasnyrtingunni fyrir þetta, í bili allavega. Steini trúir mér ekki að hann muni vilja hafa tvö baðherbergi þegar stelpurnar eldast Whistling ég ætla að minna hann á þetta eftir nokkur ár, híhí.

En sem sagt við vorum að ræða þetta eitthvað í fyrradag, og án þess að stelpurnar heyrðu til. Ég skrepp í búðina og þegar ég kem heim fæ ég þær fréttir hjá Þórdísi að pabbi hennar sé að fara að gera nýtt herbergi handa þeim. Svo þá er ég hrædd um að við verðum að haska okkur í þetta verk fyrr en seinna, því Þórdís mun sjá til þess að pabbi hennar fái engan frið. Hún er jú búin að bjóða öllum vinum sínum í innflutningspartý WizardToungeLoL

Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska. Hafið það gott elskurnar. Heart

 


Stelpudagar

Það var starfsdagur á leikskólanum á föstudaginn svo stelpurnar voru í fríi. Við vorum bara að leika okkur saman stelpurnar og skemmtum okkur vel. Við byrjuðum daginn snemma á göngutúr um bæinn okkar.

IMG 3719

Það þarf að gæta sín vel þegar farið er yfir götu. Við förum alltaf í leik. Ein er stjórinn (umferðarstjórinn), ein er Siggi lögga og ein er bílstjórinn. Þær segja mér svo hvenær er óhætt að ganga yfir götuna.

IMG 3724

Eydís spáir í brunahana og leiddi mömmu sína í allan sannleika um það til hvers þeir eru ætlaðir.

IMG 3731

Svo hittu þær vini sína úr leikskólanum. Þeir voru að sjálfsögðu líka í fríi.

IMG 3728

Við litum á verðið á olíunni. Það er dýr dropinn og finnst mér fáránlegt að díselolían skuli vera dýrari en bensínið.

Ég þurfti svo að mæta á æfingu í ræktina. Gat ekki sleppt því svo stelpurnar komu bara með mér. Flott að hafa svona klapplið bara með sér Wink Þeim leiddist ekkert heldur að fylgjast með þjálfaranum píska mömmu út. Þær sýndu honum líka hvað þær eru duglegar, gerðu handahlaup, kollhnísa og rústuðu mér svo með því að gera armbeygjur með annarri hendinni LoL

IMG 3689

Síðasta vika var menningarvika í Grindavík. Elstu krakkarnir af leikskólunum voru með ljósmyndasýningu með myndum sem þau höfðu tekið. Þemað hjá okkar leikskóla var "Bærinn okkar". Hér er Þórdís við myndina sína sem heitir "Fimleikahús". Þau voru líka spurð um ástæðu myndanna, og Þórdís sagði "af því að pabbi minn vinnur þar" Smile

IMG 3693

Svo er alltaf gaman að leika sér í húsinu í verslunarmiðstöðinni Smile 

IMG 3627

Svo þarf að hvíla sig líka og knúsa smá Joyful 

IMG 3713

Þessi skvísa er ekkert í vandræðum með að finna sér kúrustaði.

IMG 3622

Þessi dúkkubílstóll er fínn kúrustaður Joyful 

IMG 3631

Svo eru oft vinir í heimsókn. Hér er Hilmir að knúsast með Simba sem þau eru búin að klæða í dúkkukjól og húfu LoL 

IMG 3646

Og þessum elskum leyfist ótrúlega mikið InLove Simbi var hinn rólegasti yfir öllu þessu og var ekkert að flýta sér í burtu. Lá bara í makindum í þessum líka fína kjól af mér Grin

IMG 3723

Þessi elska fer svo í aðgerð á morgun. Hún hefur sofið svo illa síðustu mánuði. Hún er með svo mikinn kæfisvefn að hún er alltaf að vakna upp. Svo er hún þreytt mest allan daginn en fær svo kraft á kvöldin. Hún fer í kirtlatöku í fyrramálið. Það verða því stelpudagar áfram hjá okkur Eydísi, því hún verður heima í nokkra daga á eftir. Ég vona bara að litla skottan mín lagist við þessa aðgerð svo hún geti farið að sofa eðlilega InLove

Bestu kveðjur og knús yfir til ykkar SmileKissingHeart

 


Litli siðapostulinn

Ég tel mig aldrei hafa verið neitt sérlega orðljóta manneskju. Finnst ekkert sérlega fallegt að blóta til dæmis. Og eftir að stelpurnar fæddust hef ég passað mig sérlega vel að vera ekkert að því. Svo er náttla stóra stelpan mín orðin 5 ára og það jafnast alveg á við daglega kennslustund í mannasiðum að umgangast hana W00t Mér verður stundum á að segja "shit" og er samstundis tekin í bakaríið af Þórdísi. "Mamma, það er ekki fallegt að segja shit, það er skítur" svo það er eins gott að vanda orðavalið Blush

Um daginn fórum við með stelpurnar í leikhús að sjá Kardemommubæinn. Eydís var ekkert á því að borða matinn sinn áður en við fórum og Steini lét það út úr sér að hún gæti þá bara verið heima með kisunum meðan við færum í leikhús. "Pabbi, það er bannað að skilja börn eftir ein heima" sagði þá Þórdís. Steini ætlaði að klóra sig út úr þessum vandræðum og sagðist bara hafa verið að plata. "Pabbi, þú varst að drepa engil. Það er bannað að plata" sagði mín þá um hæl LoL Það borgar sig ekki að, hvorki lofa né hóta, einhverju sem maður getur ekki staðið við. Litlir rökfræðingar eru fljótir að átta sig á því.

IMG 3514

Það er ekki hægt að banna neinum að gefa kisu ost því "maður verður sterkur af osti" LoL Dorrit er reyndar algjört átvagl og verður að fá að smakka allt. Hún er sérlega sólgin í hafragraut!

IMG 3499

Dorrit Engill hefur alveg slegið í gegn hér á heimilinu. Þessar tvær eru góðar vinkonur.

IMG 3566

Um leið og stelpurnar vakna um helgar, sækja þær Englakisu til að kúra með yfir barnatímanum.

IMG 3589

Ekki slæmt fyrir kisu að hafa marga "klappara"

IMG 3583

Og kisu leiðist það ekki. Hún er voða hænd að stelpunum og þeim leyfist alveg að hnoðast með hana.

IMG 3367

Það er aftur á móti erfiðara að hnoðast með Simba en ekkert ómögulegt samt LoL 

IMG 3542

Þegar við förum út, fer Þórdís með Dorrit inn í herbergi og setur hana í rúmið sitt. Hún gætir þess vel að það fari nógu vel um kisurnar Smile 

IMG 3552

Eydís er búin að vera lasin en er öll að koma til Smile 

IMG 3614

Og nú er Þórdís orðin lasin. Svo það eru bara stelpudagar hjá okkur þessa dagana. Ég hélt í gærkvöldi að ég væri að verða lasin líka en held ég sé að sleppa við það. Enda alveg í lagi að ég sleppi kannski eins og einni pest W00t og sleppi svo vonandi öllum hinum líka. Er alveg í fullu starfi þessa dagana við að ná bættri heilsu og það gengur vel WinkSmile 

Fullt af knúsum yfir á ykkur og megi vikan verða ykkur góð KissingHeart


Þvottadagar

Það var kaldavatnslaust í dag. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema ég gat ekki sett í þvottavél í dag. Mér verður stundum hugsað til ömmu minnar heitinnar þegar ég er að þvo. Hún eignaðist fyrstu sjálfvirku þvottavélina þegar hún eignaðist barn númer átta Shocking Lengi vel hafði hún ekki einu sinni rennandi kalt vatn. Þessar konur í þá daga voru algjörar hetjur. Báru þvottinn langar leiðir til að geta þvegið hann. Svo vælir maður næstum því þegar vatnið dettur út í einn dag Blush 

Ég þvæ að meðaltali tvær vélar á dag alla daga. Ef ég sleppi einum degi eru það fjórar vélar næsta dag. Þegar ég hef verið slöpp í vetur hefur mamma tekið þvott með sér heim sem ég hef fengið hreinan og samanbrotinn til baka Smile Ég fékk þvottaæðið með genunum frá mömmu. Mér leiðist aldrei að þvo. Ætli það sé ekki skemmtilegasta heimilisverkið mitt. En ég er mjög pjöttuð á þvottinn minn og er þess vegna löngu búin að banna Steina að koma nálægt þvottavélinni. Hann laumaðist samt um daginn til að setja í eina vél. Ætlaði bara að vera voða næs við mig. Svo þegar ég tók úr vélinni fann ég dularfulla lykt. Grunaði strax hvað það væri og spurði hann hvort hann hefði sett mýkingarefni í þvottavélina. Hann játaði það og sagðist hafa notað mýkingarefnið í brúsanum við hliðina á þvottavélinni..ég leit á stóra gula brúsann..og á honum voru risastórir stafir: AJAX LoL 

IMG 8779

Hér er Þórdís tveggja ára. Hún byrjaði fljótt að fá áhuga á að hjálpa mömmu sinni að brjóta saman þvott Smile 

IMG 4701

Og Eydís líka. Hér er hún tveggja ára og byrjuð að brjóta saman þvott Smile Notaði reyndar gólfið, en maður tekur nú viljann fyrir verkið Wink 

IMG 3037

Þessi aðstoðardama hér er frekar ofvirk í þvottinum. Henni finnst skemmtilegast að hoppa inn í vélina á eftir hverri flík sem fer þangað. Ég þarf að passa mig í hvert sinn sem ég set vélina af stað, að hún sé ekki búin að lauma sér þangað inn.

IMG 3289

Svo má ekki heldur skilja þvottakörfuna eftir smástund. Þá er komið lítið kúrudýr þar ofan í W00t 

Ég er farin að horfa hýru auga á snúrurnar mínar úti. Með hækkandi sól styttist óðum í það að ég fari að hengja þvottinn minn út og það finnst mér æði.

Góða nótt elskurnar mínar og vonandi verður morgundagurinn frábær hjá ykkur Joyful


Letirófa eða dugnaðarforkur

Ég var sökuð um að vera letirófa - sem nennir ekki að blogga.. Til skemmtunar (já já, og mér til málsbóta) ætla ég að rifja upp hérna smá lýsingu á Voginni, eftir Lindu Goodman:

Stjörnumerkið Vog er þekkt undir nafninu "lata Vogin", og það er eitt ósamræmið. Dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman, getur Vogin verið svo önnum kafin og iðjusöm, að hún má ekki vera að því að bregða á leik. Hún getur þá unnið alla nóttina, og hlaupið út um morguninn, kát og glaðhlakkaleg, við fyrsta hanagal. Þú verður hreint og beint uppgefinn við að fylgjast með henni, þegar þannig blæs í bólið hennar. En áður en varir hlassar hún sér niður í stól, og segir: "Ég er alveg uppgefin," og þá getur hún gert sér upp það dæmalausasta letikast, sem þú hefur nokkurn tíma séð mann í (að minnsta kosti eftir önnur eins gleðilæti og þú varst rétt áðan áhorfandi að). Og þegar Vogin hefur einu sinni hlassað sér niður, mun hún ekki hreyfa legg né lið, hvað sem þú reynir til að hrista hana til. Henni mun reynast hreinasta raun, að eiga að lyfta hnífi eða gaffli (þó henni takist það sennilega að lokum). En sé einhver nærstaddur, ætlast hún til, að henni séu réttir hlutirnir upp í hendurnar, og henni þjónað á allan hátt. Þegar vogarskálin fer að hallast á letihliðina, gætir þú ekki reist hana við, þótt þú hefðir gufuvélkrana tiltækan. Hún mun tala, lesa, geispa, móka, horfa á sjónvarpið, stara út um gluggann og verður að taka á öllu sínu til að skreiðast upp í rúmið. Það er alveg sama hvað á gengur í veröldinni, það snertir hana ekki. Það er engu líkara en hún sé í öðrum heimi. Loks, þegar hún hefur safnað kröftum aftur, rís hún upp, og þrammar niður götuna. Þá horfir hún beint niður á fæturnar á sér, og strunsar eftir götunni með miklum handaslætti, og horfir hvorki til hægri né vinstri. Og nú er tekið til óspilltra málanna, fullt jafnvægi komið á, og friður í sál hennar, því nú hefur hún sett sér mark, og hún vinnur að því, leikandi og létt, að ná því, á sem skemmstum tíma.

Annars góð bara, fyrir utan smá letikast Grin Er dugleg að æfa, elska að vera komin aftur í ræktina og er ekkert á leiðinni að hætta þar.

Litla skottið mitt, hún Dorrit Engill, nagaði roudersnúruna mína í tætlur í gær. Ótrúlegt hvað maður er háður þessu interneti. Ef það hverfur er ekkert sjónvarp, engin tölva Shocking Ekki veit ég hvort hún skammaðist sín eitthvað, ég reyndar stórlega efast um það LoL en hún hvarf allavega..

IMG 3323

Svo sá ég eitthvað kunnuglegt munstur í skápnum þegar ég fór að ganga frá þvotti.

IMG 3324

Prakkaraskott, henni hefur tekist að lauma sér þarna inn þegar Þórdís náði sér í föt í morgun Joyful 

IMG 3160

Ég kláraði þessa peysu um daginn, handa Steina. Það færir mér ró og frið í sálina að prjóna. Svo er líka gaman að gleðja aðra með góðum flíkum Smile 

Vona að vikan sé frábær hjá ykkur Smile Knúsí knús Heart


Heilsuefling

Undanfarið hef ég verið á námskeiði, hlýðninámskeiði, hjá sjálfri mér. Ég er að reyna að aga sjálfa mig til að hlýða því sem líkaminn segir. Ónæmiskerfið mitt hefur verið í lélegu ástandi í vetur. Ég fæ hverja pestina á fætur annarri. Þegar ég loksins jafna mig veð ég af stað og held ég geti gert alla heimsins hluti og helst í gær.. sem ekki í eitt skipti, ekki tvö skipti, heldur ótal sinnum, hefur valdið því að ég ofgeri mér Blush 

Ég þykist hafa lært eitthvað af þessu og er farin að passa betur uppá mig. Ég þarf bókstaflega að vera vafin í bómull í viku eftir að ég er orðin sæmilega hress af pest. Þá geri ég lítið annað en standa undir sjálfri mér og hugsa um stelpurnar. Er meira að segja farin að venjast því að horfa á drasl og klístur án þess að kippa mér upp við það eða verða að taka til hendinni. Það er samt ekki svo slæmt að "Allt í drasli" þurfi að heimsækja mig. Svo á ég nú kall líka sem getur ýmislegt W00t Ekki þar með sagt að ég sé ánægð með að geta ekki gert það sem mér sýnist, ég þarf bara að venjast því á meðan ég byggi mig upp.

Ég fékk mér einkaþjálfara og byrjaði hjá honum í síðustu viku. Síðasta vika hefur einmitt verið svona bómullarvika og ég gerði lítið annað en æfa og hvíla mig á milli. Mér finnst algjört æði að vera byrjuð aftur að æfa og kann vel við þjálfarann minn. Þetta verður vonandi til þess að heilsan og ónæmiskerfið eflist til muna. Ég fór svo í nudd í dag hjá meistaranum mínum og hann bókstaflega töfraði í mig nýja heilsu og ég varð alveg stálslegin eftir nuddið Smile 

Ég hlakka til að mæta á morgun og hamast með lóðin Grin

IMG 3186

Það má ýmislegt læra af kisum. Nú ætla ég að fara og gera það sem kettir eru bestir í; kúra Sleeping

 


Uppskrift handa Vestfjarðaprinsessum

Mín ástkæra Ásthildur bað mig um uppskrift að bangsakökunni fyrir prinsessusnúllurnar hennar. Hér kemur uppskriftin Smile Hún er að sjálfsögðu líka fyrir alla aðra sem langar í köku Wizard

3,5 dl sykur

0,5 dl púðursykur

3 egg

225 g smjör (smjörlíki) brætt og kælt

Hræra þessu vel saman. Bæta svo út í:

6 dl hveiti

1,5 tsk lyftiduft

1,5 tsk natron

1 tsk salt

1,5 dl kakó

1 tsk vanilludropar

3 dl mjólk

3/4 dl volgt vatn

Þessi uppskrift passar í 3 botna (24 cm) Bakist í 20-25 mín. við 180°C

Ég nota tvo botna í kökuna með kremi á milli, nota svo þriðja botninn til að búa til eyrun úr.

Krem

2,5 bolli flórsykur

1/2 bolli kakó

örlítið salt

3 msk smjör (ég set meira)

1 msk sterkt kaffi

1 msk rjómi

Ég set líka 1 egg og stundum meiri rjóma. Smakka mig frekar áfram með kremið heldur en nota uppskriftina.

Ég tek smá af kreminu áður en ég set kakóið útí. Set pínkulítið af rauðum matarlit til að gera bleika litinn í eyrun. Set svo fyrst smá af kakóinu og tek af því til að hafa í trýnið. Set svo restina af kakóinu sem fer í andlitið.

Ég set krem á milli botnanna og svo þunnt lag ofan á. Þá festast eyrun við kökuna og þá er auðvelt að teikna útlínur í kremið, með t.d. tannstöngli eða skeið. Þá er ég búin að móta útlínurnar áður en ég byrja á dútlinu Grin Ég nota Wilton stúta á rjómasprautu. Nr. 2 í eyrun, nef og munn, nr. 16 í trýnið og nr. 18 á andlitið. Það er líka hægt að nota bara venjulega rjómasprautu. Svo er þetta bara smá dútlerí að skreyta. Passa bara að geyma kremið í kæli svo það verði ekki lint. Helst gera allt í einu því annars vill koma annar litur þegar maður heldur áfram. Svo bræði ég suðusúkkulaði fyrir nef og munn. Notaði Orange súkkulaði fyrir augun á þessa.

IMG 3043

Bangsakakan er ekta kaka fyrir súkkulaðigrísi Tounge Eydís vill ekki litað smjörkrem svo þá er upplagt að gera einhverja fígúru sem hægt er að hafa brúna W00t 

IMG 5778

Þessa ljónaköku gerði ég í afmælinu hennar Eydísar í fyrra. Hún er stærri, 18". Þarna gat ég gert fígúru en haft samt fullt af súkkulaði Tounge 

IMG 0863

Þessi Barbíkaka var í Þórdísar afmæli. Ég setti súkkulaðikrem á milli og ofan á. Teiknaði svo útlínurnar í kremið. Sprautaði svo útlínurnar með lituðu smjörkremi og fyllti svo uppí með skrautstút af lituðu smjörkremi.

IMG 4983

Þessa gerði svilkona mín fyrir Þórdísar afmæli í hittifyrra. Einfaldur botn af skúffuköku og kremið skreytt ofan á með skrautstút.

Bara endalaust hægt að finna upp fígúrur sem börnin halda uppá Smile Stelpurnar mínar elska að fá svona öðruvísi kökur og þeim finnst spennandi að vera með þegar ég geri kökurnar. Ég mæli með því að kakan sé geymd á frekar köldum stað svo kremið haldist stíft.

Góða skemmtun. Ég fæ vonandi að sjá mynd af kökunni sem verður í afmælinu Grin


Afmælisveisla

Ég er búin að vera voðalega hugfangin af handavinnunni minni undanfarið. Lopi er fíkn W00t Er svo líka að hanna smávegis og breyta og bæta.. ætla ekkert að finna upp hjólið samt, en mér finnst þetta óskaplega gaman Smile 

Það var haldið upp á afmælið hennar Eydísar á laugardaginn. Ég er hress núna en ég var ennþá slöpp fyrir helgina. Vildi samt ekki fresta veislunni um aðra viku. Hún var búin að spyrja mig hvort afmælið hennar yrði ekki á laugardaginn. Ég á svo æðislega mömmu og systur sem sáu um að baka fyrir mig. Ég gerði næstum ekki neitt.

IMG 3049

Eydís "Mjallhvít" afmælisstelpa Smile 

IMG 3064

Óvenju fáar stelpur í þessu afmæli. Besta vinkonan var í burtu þessa helgi.

IMG 3070

Afmælissöngurinn sunginn Wizard 

IMG 3066

Og Eydís varð hálf feimin við alla athyglina.

IMG 3043

Þetta er eina sem ég gerði. Súkkulaðibangsakaka að ósk Eydísar.

IMG 3063

Mamma og Berglind systir, "verktakarnir" í eldhúsinu. Það er gott að eiga góða að segi ég bara InLove 

IMG 3082

Svo vildi mín fara úr kjólnum, nennir ekki að vera pæja of lengi í einu sko! Hér er hún glöð með bangsa sem hún fékk í afmælisgjöf Smile 

IMG 3099

Rúna mætti með Ninju litlu. Dorrit varð skíthrædd við hana og faldi sig undir sófa.

IMG 3121

Við gerðum nokkrar tilraunir, en þau vilja ekki talast við. En, hehe, hér er Ninja komin í peysuna sína áður en hún fór heim. Og nú er það nýjasta hjá Þórdísi að ég verði að prjóna peysu á Dorrit LoL 

IMG 3124

Hér er afmælið búið og Hilmir var áfram hjá okkur. Hér horfa þau á Mamma mia með afa.

IMG 3153

Berglind var hjá okkur frameftir. Hér fær hún flotta hárgreiðslu Grin 

IMG 3157

Afmæliskrúttustelpan mín sofnuð með nýju tuskudýrunum sínum InLove 

Vona að þið eigið öll dásamlega viku Heart


Íslenskt - já takk!

Eitt af því sem mér finnst ekki skemmtilegt að gera, er að versla í matinn. Helst mundi ég vilja fylla frystinn minn af mat og síðan mundi mjólkurpósturinn sjá um að skilja eins og tíu lítra dúnk eftir á tröppunum annan hvern dag. Reyndar mætti hann hafa með sér ávaxtakörfu í leiðinni.. Fengi jafnvel kaffisopa suma morgna W00t Já, ég veit mig er að dreyma þetta, og það hljómar sjálfsagt stórundarlega að mig skuli ekki dreyma gylltar sólarstrendur og ævintýri. Mitt ævintýri er mitt hversdagslega líf með mínu húsbandi og börnum.

En þar sem þetta er bara draumur, þá fer ég að sjálfsögðu í búðir og versla í matinn og þykir í raun ekkert sjálfsagðara Grin Ég hef alltaf haft það í huga að velja íslenska vöru í innkaupakörfuna og aldrei meira en nú. Ég passa sérstaklega uppá það þessa dagana og mun gera það áfram. Ég fór til dæmis í búð í dag og verslaði slatta. Allt var það íslensk vara, nema ávextirnir. Hefði keypt þá íslenska ef þeir hefðu verið í boði. Við getum öll gert okkar til að stuðla að íslenskum iðnaði sem skapar okkur störf. Með því að velja íslenskt stuðlum við að atvinnusköpun fyrir okkur sjálf.

Og nota bene, svona prjónakelling eins og ég prjónar að sjálfsögðu eingöngu úr íslenskum lopa þessa dagana Wink 

IMG 9126

Íslenskt - já takk!


Kósýhelgi og kattafjör

Helgin hjá okkur er búin að vera kósý. Ekkert barnaafmæli eins og planið var. Það verður um næstu helgi, verð vonandi nógu hress í það þá. En við vorum með smá afmæliskaffi á föstudaginn. Ömmur og afar geta ekkert beðið heila viku með að koma með afmælisgjöf handa barnabarninu Tounge Afi og amma sóttu stelpurnar á leikskólann, en það er sérstakur heiður að vera sóttur af þeim Smile Afi bakaði svo pönnukökur. Eddi frændi kom líka óvænt svo það var bara orðið afmælisfært Wizard 

IMG 2889

Hér sýnir Eydís afmælisstelpa afa sínum hvað hún er orðin gömul Grin 

IMG 2914

Eydís afmælisstelpa með ömmu sinni. Og Dorrit líka búin að koma sér vel fyrir.

IMG 2902

Afakrús Smile Og afi fékk líka þann heiður að svæfa dúkkuna hennar.

Við bjuggum okkur til risa flatsæng á stofugólfinu og hreiðruðum um okkur þar og horfðum á grínmynd saman. Hentar vel fyrir mömmur sem eru ekki í sínu besta standi W00t 

IMG 2954

Svo bara sofnaði hver og einn eftir hentugleika Grin Sleeping 

Ég get skemmt mér vel við að fylgjast með kattalífinu. Litli og stóri að reyna að verða vinir...

IMG 2981

Simbi hefðarprins í pabbadekri. Dorrit skoppar fyrir aftan hann. Hún gefst ekkert upp á því að fá hann í leik Halo 

IMG 2989

Simbi lokar augunum og býr sig undir höggið...

IMG 2993

... og litla dýrið lætur vaða W00t 

IMG 2999

Simbi gefur Dorrit smakk. Hann er samt ekkert kampakátur yfir "ófriðnum" af þessu litla dýri GetLost 

IMG 3001

Enda aldrei flóafriður fyrir henni LoLHalo En þau kúra saman, ekki kannski alveg klesst saman, en saman samt.

IMG 3030

Við dunduðum okkur við andlitsmálun í dag. Búið að gera hinar ýmsu prufur, kanínur, fiðrildi og tígrisdýr.

IMG 3020

Maður fær nú bara krúttkast þegar maður mætir þessu tígrisdýri LoL

Það verður frí í leikskólanum á morgun svo það verður framhald á helginni hjá okkur. Knús á ykkur inn í nýja viku Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband