Afmæli

Eydís, litla prinsessan mín, er 4 ára í dag. Hún var ekkert alveg á því að vakna í morgun þegar við vorum að vekja hana. Pabbi hennar spurði hvort hún ætti ekki afmæli í dag og hún svaraði honum uppúr svefni; jú, þegar ég vakna LoL

IMG 2809

Hér er hún vöknuð, Eydís músíkrúsin mín, og fær fullt af kossum

IMG 2799

Svo var afmælispakkinn opnaður. Alltaf gaman að fá pakka Grin 

IMG 2838

Svo var farið beint að leika sér með prinsessuhöllina sem var í pakkanum. Stóra systir fær að sjálfsögðu að vera með.

IMG 2842

Hér eru þær tilbúnar að fara í leikskólann þar sem Eydís ætlar að halda uppá afmælið sitt og bjóða uppá ís. Amma og afi ætla svo að koma í heimsókn í dag og það verður smá pönnukökuveisla Wizard Afmælisveislan sem vera átti á morgun verður að frestast þar til um næstu helgi þar sem ég er ennþá lasin. Verð vonandi búin að hrista þessa pest af mér þá. Hafið góða helgi framundan Heart


Krúttfærsla

Ég hef verið frekar löt á blogginu undanfarið. Hef verið upptekin af einhverju allt öðru. Er mikið í handavinnu þessa dagana, prjóna, prjóna, prjóna og sauma gardínur. Bara gaman. Nýti mér síðustu metrana af vetrinum í þetta. Svo kasta ég öllu frá mér og fer út að skoða tilhugalíf plantnanna þegar vorlyktin kemur í loftið.

Stelpurnar voru lasnar til skiptis alla síðustu viku. Fengu hálsbólgu, kvef og hita. Ég hélt að ég hefði sagt upp þessum pestum, en varð að næla mér í smá afleggjara af þessu líka. Held samt að allir séu orðnir sprækir aftur núna. 

IMG 2512

Við Eydís áttum notalega daga saman. Hún var ekki það lasin að við gátum spilað. Henni finnst mest gaman að spila Olsen.

IMG 2520

Spilaáhugann hefur hún fengið með genunum. Hún minnir mig oft á Nennu ömmu mína heitna. Hún hefur sömu hreyfingar og takta og hún. Ekki leiðum að líkjast þar skal ég segja ykkur InLove

IMG 2564

Svo var mikið litað, teiknað og málað. Og þar sem Eydís er, þar er Dorrit Engill líka Smile 

IMG 2732

"Mamma, ég ætla að verða dýralæknir" sagði Eydís við mig í kvöld. Það kæmi ekkert á óvart miðað við hvað hún hefur mikinn áhuga á að spá í dýrin Wink Og litla skottið leyfir henni að dröslast með sig um allt Grin

IMG 2582

Svo er hárgreiðsla líka í uppáhaldi hjá ungum konum Smile

IMG 2444

Ég er komin í orlof og við hefur tekið alvöru "pappírstígrisdýr" Tounge 

IMG 2461

Hmmm...kunnuglegt andlit...skildi hún nokkuð vera með heimþrá?

IMG 2700

Þetta er sparnaðarráð í kreppunni. Nýi pappírstætarinn minn LoL ´

IMG 2482

Dorrit litla Englakisa er liðtæk á öllum sviðum. Hér aðstoðar hún mig við prjónaskapinn.

IMG 2605

Hér er ein afurðin. Fanný vinkona er svo flott fyrirsæta að hún var að sjálfsögðu fengin í myndatöku. Fallegt veðrið og gott að búa í sveitinni. Maður þarf bara að fara út í garð og er kominn í paradís Wink 

IMG 2684

Dorrit gefst ekkert upp á að reyna að nálgast Simba. Hann er ekkert allt of hrifinn af þessum litla fjörkálfi en stundum tekst henni að lauma sér að honum.

IMG 2592

Atli frændi stelpnanna er búinn að vera hjá okkur síðan á föstudaginn. Hér eru hann og Þórdís í fyrirsætuleik með sjal sem ég prjónaði. Stelpunum finnst voða gaman að hafa hann og hann hefur gott lag á þeim. Ég er ekki viss um að ég ætli neitt að skila honum...voða gott að hafa svona aðstoðarmann á heimilinu Tounge 

IMG 2532

Ég bíð spennt eftir að sjá hvað ný ríkisstjórn getur gert fyrir okkur. Vonandi eru betri tímar framundan, ég hef trú á því. Eigið góða viku elskurnar Heart


Heimsborgarar

Í tilefni bóndadagsins ákvað ég að viðra húsbandið mitt í gærkvöldi. Þórdís hefur lengi verið að biðja um að fá að gista hjá ömmu og afa og það varð úr að stelpurnar fóru þangað í gær. Ég fékk gjafabréf á Lækjarbrekku í afmælisgjöf og því var tilvalið að fara þangað og njóta alls þess góða sem þar er boðið uppá. Mér hefur alltaf þótt villibráð góð, en er víst ein um það á mínu heimili, svo ég hef ekkert verið að elda svoleiðis síðustu árin. Á matseðlinum var hreindýrasteik, eitthvað sem mig hefur dreymt lengi um að fá mér. Meira að segja Steini ákvað líka að prófa hreindýr. Þjónninn var alveg frábær, eins og alltaf þegar maður heimsækir Lækjarbrekku, og hann gat blikkað kokkinn til að setja líka tvo humarhala á diskinn hans Steina.

Við fengum steikurnar okkar og byrjuðum að borða. Þetta var alveg ljúffengt og kjötið bráðnaði uppí manni. Þjónninn kom og spurði hvernig smakkaðist og ég sagði náttla bara að þetta væri voða gott, eins og þetta var. En mér fannst samt eitthvað vera skrýtið... ég smakkaði næsta bita, og næsta bita, og alltaf fannst mér eins og þetta væri eitthvað öðruvísi en síðast þegar ég smakkaði hreindýr. Mér fannst kjötið óvenju dökkrautt á litinn, minnti frekar á hrefnukjöt en hreindýr. En ég bjóst við því að í rökkrinu þarna inni þá liti þetta bara þannig út. Ég sagði Steina að síðast þegar ég smakkaði hreindýr, þá hefði það verið miklu betra, ég hefði bókstaflega getað slefað yfir því þá. Svo fór ég að spá, það gæti bara verið að ef maður hætti að borða villibráð, þá mundi manni hætta að þykja hún eins góð. Steini lét mig smakk af sínum mat, því honum fannst skrýtið að finna lýsisbragð. Hélt kannski að það kæmi bragð af humrinum, en þetta var sama bragðið og af mínum mat, þ.e. maður fann lýsisbragð af einum og einum bita. Við kláruðum svo bara að borða og fengum okkur góðan kaffibolla á eftir. Réttum þjóninum svo gjafabréfið og fengum það til baka með því sem er eftir af inneigninni, ásamt kvittuninni. Svo röltum við út og ég fór að ganga frá kvittuninni í veskið mitt, þegar ég leit á hvað þar stóð: 2 x hrefnusteik LoL Við biluðumst úr hlátri yfir þessu. Við vorum þá ekki eins vitlaus og við héldum, hahaha, en ég passa mig á því næst að spyrja þjóninn ef mér finnst eitthvað ekki vera eins og ég held það eigi að vera Tounge Svona er það þegar sveitalúðarnir fara á kreik og halda að þeir séu einhverjir heimsborgarar, haha. En við ætlum að fara fljótlega og klára inneignina. Ætlum þá að taka stelpurnar með okkur. Ég hugsa að þegar ég hringi og panti borð, þá láti ég það verða á nafni Hrefnu Grin 

Við fórum svo í bíó á eftir og sáum myndina Slumdog millioner. Alveg frábær mynd sem ég get vel mælt með. Kvöldið var einstaklega skemmtilegt, og gaman að smakka óvart hrefnukjöt W00t 

IMG 2474

Það lítur út fyrir að styttist í að kettir heimilisins semji frið Smile Set þessa mynd inn fyrir hana Röggu Wink 

Ég kíkti aðeins á Austurvöll í dag en var frekar seint á ferðinni. Heilmikil samstaða og stemming þar. Mig langar á mótmælafundinn á morgun en við verðum í afmæli í næsta húsi á sama tíma. Kemst vonandi á þann næsta. Eigið góðan sunnudaginn elskurnar mínar Heart

 

 


Merkisdagur

Lýðræðið sigraði í Bandaríkjunum og vil ég óska Bandaríkjamönnum til hamingju með nýjan forseta, Barack Obama. Þar er á ferðinni maður sem getur sætt sjónarmið og blásið vonarneista í brjóst, eitthvað annað en stjórnvöld hér geta státað af. Íslendingar grátbiðja um lýðræði en er hafnað... ég veit ekki hvar þetta endar allt saman. Ég er þó viss um að dagurinn í dag gerði þáttaskil.

En hér var afmæli í dag

IMG 2370

Pabbi fær afmæliskoss í morgunsárið, og afmælisgjöf frá okkur stelpunum.

IMG 2393

Við bökuðum í gær og stelpurnar skreyttu tertuna í dag

IMG 2399

Dorrit Engill varð að forvitnast aðeins hvað væri í gangi

IMG 2407

Tertan tilbúin, aldeilis flott hjá þeim Smile

IMG 2348

Alltaf nóg af uppátækjum hjá þessu krútti. Hér er hún mætt ofan í skúffu að skoða prjónadót Halo 

IMG 2375

Simbi er ekki alveg fluttur inn aftur. Hann kemur svona smástund inn af og til. Annars er það bara bílskúrinn. En Dorrit Engill gefst ekkert upp á því að reyna að fá hann í leik Tounge Þau eru aðeins byrjuð að "tala" saman.

IMG 2283

Simbi stelst í matinn hennar en það er fylgst grannt með... og svo stelst hún í hans!

IMG 2304

Dorrit Engill í "stökkvayfirhindrunleik"

IMG 2310

"Náði þér"

IMG 2434

Mamma og pabbi komu í afmæliskaffi í kvöld og fengu alvöru trakteringar Wink 

IMG 2433

Og afmælisbarnið líka Grin 

Heart Góða nótt elskurnar mínar og eigið góðan dag á morgun Heart

 


Góður dagur

Stelpurnar fengu fríi í leikskólanum í gær og við fórum saman í stelpuferð í bæinn. Ég átti að mæta á Landspítalann í mitt hefðbundna eftirlit. Stelpurnar fóru í afa vinnu á meðan. Þar mætti amma líka svo þær höfðu í nógu að snúast (allavega amma og afi W00t) Svo skruppum við í heimsókn til Hildar og þar gátu þær leikið sér við Bigga frænda. Hann er á milli stelpnanna í aldri og þau ná alltaf svaka vel saman Smile 

Niðurstöðurnar úr rannsóknunum eru bara fínar og lækninum líst vel á mig. Hann hafði samt enga skýringu á svimanum sem hefur verið að hrjá mig, og svo titringurinn í handleggnum á mér er líklega vegna taugaskemmda eftir lyfin. Ég verð bara að þola það og vona að það lagist með tímanum. Á svo að halda áfram að taka því rólega og hugsa vel um sjálfa mig. Sem sagt allt hið besta mál Smile

En hér heima hefur verið líf og fjör, nema þá kannski hjá Simba greyinu. Hann býr ennþá í bílskúrnum Crying Er samt farinn að kíkja aðeins oftar í gættina... Litla dýrið reynir að gera sig eitthvað breiða þegar hún sér hann, en þegar hann labbar einu skrefi lengra og sest og horfir á hana, þá flýr hún LoL

IMG 2147

Allt er svo skemmtilegt sem ég finn á gólfinu Grin 

IMG 2155

Dorrit Engill heitir kisa. Ég reyndi að fá því breytt í Dorrit Englakisa en Þórdís er ákveðin dama og auðvitað leyfi ég bara þeim að ráða. Engill eins og Englakonan og sem Þórdís kallar líka stundum "góðu konuna" Ragnhildur mín, þú ert á þvílíkum stalli hér á bæ Wink

IMG 2164

Eydís að leika við Dorrit Engil. Hún er ofsalega góð við hana enda hefur hún alltaf verið algjör dýrastelpa.

IMG 2221

Þar sem Eydís er, þar er yfirleitt Dorrit líka

IMG 2241

Það er mikið að gera. Hér eru kótilettur borðaðar á hlaupum!

IMG 2258

Hér er Logi vinur mættur í heimsókn að skoða

IMG 2211

Er einhver að fara að kúra? Ég kem með Joyful Hér kúrir Dorrit hjá Þórdísi

IMG 2214

Það má enginn verða útundan svo Dorrit er bara á kúruvöktum. Hér sefur hún með Eydísi Joyful 

Ég notaði tækifærið í bænum í gær og keypti klórutré fyrir kettina. Það er svo sem ekkert merkilegt við það, nema ég byrjaði á Dýraríkinu. Þar kostaði klórutré 8.871 kr. Mér fannst þetta fáránlegt verð og ég var ekki tilbúin að borga það. Átti svo leið hjá Trítlu gæludýrabúð og leit þar inn. Þar fann ég nákvæmlega eins klórutré og það kostaði 4.300 kr. og keypti það. Þetta er það sem ég sé oft þessa dagana; kaupmenn eru í miklum mæli að misnota sér gengishækkun á vörum. Það má líka vel vera að þessi vara hafi verið nýkomin í Dýraríkið, en Trítla hefur a.m.k. ekki hækkað gamla lagerinn sinn upp úr öllu eins og gerist víða. Munið að hafa augun opin og spá í verðlagningu.

Kisukrúttknúskveðjur á ykkur öll Heart


Kisublogg

Fjölskyldan er búin að vera í krúttkasti í dag. Við sóttum kisu litlu í gærkvöldi og hér hefur allt snúist í kringum þessa litlu elsku.

IMG 9561

Kveðjukossinn frá mömmu InLove Lady Alexandra knúsar krílin sín áður en þau flytja að heiman. Guðni var líka að sækja sinn kisa. Hér er fjölskyduknús rétt áður en við fórum.

IMG 9530

Og líka knús frá "mömmu" Ragnhildi InLove 

IMG 1974

Þórdís og Eydís eru orðnar heimavanar hjá Ragnhildi og fjölskyldu. Þær fara bara beint að leika sér Smile 

IMG 1982

Tilbúnar fyrir heimferðina. Við Guðni eigum kattabúr saman, og Guðni var að nota það undir sinn kisa. Eydís leysti málið með sínu dóta-dýrabúri og kisa litla komst alveg inní það. Hún var alveg sallaróleg á heimleiðinni, enda vel gætt af þeim systrum Wink 

IMG 1986

"Mýsla" er gælunafnið hennar kisu, sem hún fékk frá Ragnhildi. Hér hittast hún og Simbi í fyrsta sinn...

IMG 1990

Hann skoðaði aðeins þetta litla undur og fór svo bara út á kattaþing W00t 

IMG 2013

Steini og Mýsla litla komin í samræður og hún var sko fljót að bræða hann Grin 

IMG 2028

Hver mundi ekki bráðna fyrir svona krútti?

IMG 2059

Þórdís og Eydís eru voða góðar við kisu

IMG 2086

Svo verða smá árekstrar LoL Þau hafa bæði hvæst á hitt.

IMG 2099

Og stundum er betra að halda sig handan við hornið...en fylgjast samt vel með.

Ég er ekki frá því að Simbi sé pínu abbó. Hann hefur bara haldið sig í bílskúrnum. En það gæti líka átt sér aðrar skýringar. Það komst mús þangað inn og hann hefur staðið vaktina í tvo daga í bílskúrnum. Veiddi reyndar músina í gær, en er eitthvað að fylgjast með ennþá...

IMG 2118

Þótt maður sé pínulítil þá vantar ekkert uppá kjarkinn Grin 

IMG 2134

Alltaf einhverjar litlar hendur að strjúka manni Joyful 

IMG 2128

Það voru ekki vandræði að finna rúm handa kisu. Þórdís var fljót að búa um hana í dúkkurúmi.

IMG 2141

Svo skríður kisa öðru hvoru í "kattabúrið" til að kúra. Fer greinilega vel um hana þar InLove Grin

Það er ennþá verið að máta nöfn á krúttu litlu sem allir sætta sig við, verður vonandi búið að ákveða það á morgun... Heart

 


Spenningur í loftinu - haldið í hefðir

Það ríkir mikil spenna og eftirvænting á heimilinu. Við erum að eignast lítinn ferfætling, eitt af kisukrúttunum hennar Ragnhildar bloggvinkonu. Þegar Guðni ákvað að fá sér kisu fyrir nokkrum árum, þá fengum við okkur líka kisu, bróður Guðna kisu. Nú er Guðni að fá sér aðra kisu og við ætlum ekkert að brjóta upp hefðina, heldur fá okkur aðra kisu líka, systur Guðna kisu Joyful 

Flott að fá ferfætta kisu W00t stelpurnar munu þá venjast því að þannig eru kettir "normal". Við vorum nefnilega í heimsókn í fyrra þar sem var kisa, þegar Þórdís leit á mig undrandi og sagði "Mamma, sjáðu hvað þessi kisa er skrýtin, hún er með fjórar fætur!" LoL Hann Simbi okkar er nefnilega bara með þrjá fætur eftir slys sem hann lenti í fyrir fjórum árum.

En ég ákvað að drífa mig í að taka niður jólaskrautið og seríurnar til að undirbúa komu kisu. Ekki það að henni mundi leiðast neitt skrautið, heldur mun ég annars ekki nenna því. Verð of upptekin af litla krúttinu Joyful 

IMG 1955

En Simbi var ekkert sérlega hrifinn. Honum finnst best að liggja og kúra undir jólatrénu.

IMG 1960

Svo þá var ekkert annað í stöðunni hjá honum heldur en að skella sér uppá borð og leggjast á jólakúlurnar LoL 

IMG 1958

"Þetta er mitt dót" gæti hann verið að hugsa.

En við ætlum ekkert að henda Simba þótt við fáum okkur aðra kisu... Þórdís hefur átt þann draum að eignast hund. Hún hefur suðað um hund í örugglega tvö ár eða svo. Einhvern tíman þegar hún var að suða, þá asnaðist ég til að spyrja hana hvað við ættum þá að gera við Simba? "Við hendum honum bara" var svarið W00t En auðvitað var þetta ekki þannig meint hjá henni, hún er voða góð við hann. Það var bara ég sem hefði ekki átt að spyrja barn svona fáránlegrar spurningar Blush 

Við erum öll mjög spennt. Við förum á morgun að heimsækja kisu og tökum hana svo heim þegar hún fær leyfi frá "mömmu" sinni. Þórdís var meira að segja búin að hafa til budduna sína, því hún sagðist eiga pening til að borga kisu Grin Hún er ekki alveg að skilja af hverju hún þarf ekki að borga fyrir kisuna. Kisukrúttkveðjur Smile Heart

 


Daglegt líf og ósætti

Þá er hið daglega líf að taka við af jólasælunni. Þetta er líka orðin alveg passleg afslöppun. Nú þarf bara að snúa sólarhringnum við aftur. Þórdís sofnaði snemma í kvöld, en Eydís prakkarast yfirleitt lengur. Hún er kvöldmanneskja og vill helst sofa lengi á morgnana. Þórdís er hins vegar morgunmanneskja og vaknar alltaf snemma. Líka þótt hún vaki frameftir. Ég fæ samt náðarsamlegast að sofa til níu á tyllidögum, en fæ þá að heyra það að nú sé klukkan orðin níu og kominn nýr dagur Tounge

IMG 9493

Við vorum hjá mömmu og pabba á gamlárskvöld. Það er sem sagt liðinn sá tími að ég kaupi ekki flugelda W00t Stelpurnar eru alveg óðar í þetta. Ég fékk skammir þegar við vorum búin með okkar sprengjur, sem var samt bara eitthvað smávegis sem pabbi var með.

IMG 9505

Eydís var ekkert alveg á því að halda á stjörnuljósunum, en svo var þetta bara spennandi þegar hún var búin að prófa Smile 

IMG 1877

Jamm, við erum bara búin að hafa það fínt. Pússlið búið og annað komið í gang... Þetta er skemmtileg samvera sem allir eru með í.

En svo er ég líka hundfúl og ósátt við þessar nýju leikreglur á moggablogginu, að loka á þá sem skrifa ekki undir eigin nafni. Fólk bloggar af ýmsum ástæðum og mér finnst bara allt í lagi að virða það ef fólk vill ekki koma fram undir nafni. Ég hef til dæmis átt heilmikil og góð samskipti hér inni. Kynnst nýju og skemmtilegu fólki sem ég hefði ekki kynnst annars og endurnýjað kynni mín við aðra. Við fórum til dæmis í gær í heimsókn til minnar yndislegu bloggvinkonu Ragnhildar og hennar fjölskyldu, eða Englakonunnar eins og Þórdís kallar hana. Hún er með fullt hús (í orðsins fyllstu merkingu) af kettlingum og fannst stelpunum voða gaman að skoða þá og knúsa. Stórhættulegt reyndar InLove Whistling Takk fyrir okkur Ragga mín Smile

IMG 1882 

Skiptir einhverju máli hvort maður kallar sig Kermit..?

IMG 1886

Eða Tiger..? Það er manneskjan á bak við "grímuna" sem skiptir máli. Það hefur gefið mér miklu meira að lesa skoðanir og pistla míns kæra bloggvinar Tigers, heldur en margra nafngreindra bloggara á moggablogginu. Óþolandi skoðanastýring sem mér líkar ekki, moggamenn!

IMG 1863

Svo er það þrettándinn á morgun (eða í kvöld, það er víst kominn nýr dagur..) Það verður spennandi. Við ætlum á álfabrennuna í Mosó eins og alltaf á þrettándanum. Þar eigum við eftir að hitta álfa og tröll og fullt af fólki. Afi er jafn spenntur og stelpurnar, búinn að fjárfesta í fleiri stjörnuljósum og einhverju spennandi. Svo verða fleiri hjá mömmu og pabba, Hjalti frændi hinn sprengjuóði ásamt fleirum svo það verður gaman Wizard 

Gleðilegt ár elsku vinir og kærar þakkir fyrir yndislega og dýrmæta bloggvináttu á árinu. Megi nýtt ár færa ykkur kærleika, hamingju og góða heilsu. HeartHeartHeart


Árleg leti

Þennan tíma ársins verð ég alltaf ofboðslega löt. Það bara hellist yfir mig værðin. Einu dagarnir sem ég klæði mig er þegar við förum í jólaboð, sem hafa verið nokkur, hinir dagarnir eru bara náttfatadagar. Ég dró fram stórt púsluspil, grín-teiknimynda, og allir geta verið saman að púsla. Það finnst okkur voða kósý.

En hér er líka búið að vera líf og fjör. Mamma, pabbi, Guðni bróðir og Eddi frændi voru hér á aðfangadag.

IMG 1594

Stelpurnar búnar að stilla sér upp og tilbúnar í pakkana..Smile

IMG 1617

Þær réttu afa pakkana og hann las á þá. Þær fóru svo og færðu viðkomandi pakkana og aðstoðuðu líka við að opna þá Grin Skipti engu hver átti pakkann, alltaf jafn spennandi að opna og sjá innihaldið.

IMG 1632

Hér fær Steini sinn pakka. Það þurfti heilt leikrit til að fela þetta fyrir honum...

IMG 1633

Ég nefnilega prjónaði lopapeysu handa honum. Og þar sem hann lá fótbrotinn hérna heima þá sat ég við hliðina á honum meðan ég prjónaði "peysu handa Guðna" í jólagjöf Halo og hann trúði því allan tímann að Guðni ætti að fá hana LoL 

IMG 1679

Eydís opnar pakka...

IMG 1722

...og breytist svo í Mjallhvíti Smile 

IMG 1690

Og Þórdís breyttist í Öskubusku. Algjörar prinsessur Joyful 

IMG 1739

Hér fær mamma jólakúlu með mynd af stelpunum inní. Hlýtur að hafa heppnast vel hjá mér því Guðni ætlaði ekki að trúa því að ég hefði búið þetta til Wink 

IMG 1648

Og ekki má gleyma kisa, hér er hann búinn að opna sinn pakka með aðstoð frá Guðna.

IMG 1767

Svo þarf að hvíla sig aðeins og knúsast. Hér er Eydís með Guðna sínum InLove 

IMG 1772

Og Simbi komst á uppáhalds staðinn sinn þegar búið var að opna pakkana. Hér kúrir jólakötturinn á þessu heimili öll jólin Joyful 

Við fórum á tónleika í Háskólabíói á laugardaginn, til styrktar SKB. Þetta málefni er mér mjög skylt og finnst mér þetta frábært framtak hjá Einari Bárðarsyni. Á tíu árum hafa safnast yfir 27 milljónir. Tónleikarnir voru glæsilegir og frábærir listamenn sem komu þar fram og gáfu vinnu sína. Stelpurnar skemmtu sér konunglega. Þetta er góð aðferð til að leggja góðu málefni lið Wink

IMG 1453

Hlúum vel að þeim sem okkur þykir vænt um og þá sem minna mega sín. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði, hamingju og góða heilsu HeartHeartHeart


Jólastemming

Það er komin heilmikil jólastemming hér hjá okkur. Þrátt fyrir endalaust pestarvesen og hækjuhopp, þá er þetta allt að koma. Ég náði að vera hress í þrjá daga um daginn og sló svo niður aftur. Hélt svo að ég væri að skána á laugardaginn og fór í bæinn. Steinlá svo á eftir og ætla ekkert meira út að vesenast fyrir jól. Er sæmileg núna en tek ekki sénsinn á því að þvælast neitt. Ætla að vera orðin alveg hress fyrir aðfangadag. En það hefur margsannað sig hvað ég er heppin með mína foreldra. Þau standa með mér eins og klettur og gera allt sem þau geta til að létta undir með okkur þessa dagana.

IMG 1532

Þau keyptu fyrir okkur jólatré og hér er pabbi mættur að setja upp tréð. Það hefur alltaf verið Steina deild að setja upp tréð og þó svo ég geti verið nagli þegar á þarf að halda og get bjargað mér með ýmislegt, þá þótti mér voða gott að fá aðstoð við þetta. Þórdís fylgist vel með afa og er að sjálfsögðu spennt Smile 

IMG 1469

Ýmislegt safnast upp í mánaðarpest, til dæmis nokkur tonn af þvotti Shocking Ég er vön að þvo að minnsta kosti tvær vélar á dag en var ekki búin að hafa undan. Mamma tók helling af þvotti með sér heim sem kom svo allur saman brotinn til baka InLove Hér er mamma svo að skrúbba upp eldhúsgólfið, svona áður en maður festist á því LoL 

IMG 1461

Elísabet vinkona er hér í heimsókn. Þær voru í prinsessuleik og klæddu sig upp. Þórdís setti barbie náttkjól á hendina og sagði að þetta væri gifs.

"Mamma mín elskar annan mann" er setning sem Þórdís lætur oft út úr sér við hina og þessa LoL Það væri auðvelt að misskilja þetta, allavega þar til hún segir hver maðurinn er, en það er hann Páll Óskar. Það eru mörg ár síðan hann rændi úr mér hjartanu og er alltaf uppáhalds hjá mér InLove Það eru nú einmitt 7 ár síðan ég hitti hann á Þorláksmessu og bað hann að syngja fyrir mig í brúðkaupinu okkar sem var þá 6 dögum síðar, sem hann gerði svo fallega.

IMG 1482

Við hittum hann um daginn og stelpurnar fengu áritað plagat hjá honum. Þær eru eins og mamman, aðdáendur númer eitt Grin 

IMG 1491

Hér er Þórdís búin að festa plagatið upp hjá sér. Hún kann öll lögin hans sem hún hlustar mikið á. Svo sofnar hún við jóladiskinn hans á kvöldin. Ég er fyrir löngu búin að lofa henni að fara á tónleika með Palla og er nú búin að kaupa miða á SKB tónleikana sem við förum á um jólin.

IMG 1504

Eydís fékk "mömmudag" eins og Þórdís fékk um daginn. Veðrið var fínt og við lékum okkur saman í snjónum og áttum góðan dag saman, bara við tvær Smile 

IMG 1537

Hér er svo Hilmir vinur í heimsókn og hann og Eydís búin að dekka borð. Hehe, mér finnst þetta skondin mynd, húsfrúin í símanum og bóndinn að bíða eftir matnum sínum Grin 

IMG 1552

Í kvöld fórum við svo að skreyta tréð. Ég setti seríurnar á og svo skreyttu stelpurnar tréð. Mjög spennandi eins og gefur að skilja.

IMG 1562

Steini setti vírana á kúlurnar. Hann losnar vonandi við gifsið 6. janúar.

IMG 1556

Ég setti að vísu einhverjar kúlur á tréð. Bara svo það væru ekki bara kúlur neðst á trénu W00t Eydís dúlla raðaði flestum kúlunum á sama staðinn LoL en ég vildi ekki skemma neitt með því að færa þær. Mér finnst jólin snúast mikið í kringum börnin og einmitt þetta finnst mér svo æðislegt.

En svo eftir að Eydís sofnaði í kvöld, byrjaði hún að gubba Crying Ég vona að þetta sé bara þessi týpíska gubbupest sem gengur yfir á einni nóttu. Annars fresta ég jólunum um dag til að hafa hana hressa.

Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband