Sumargleði

Það er alltaf í nógu að snúast og gaman að hafa sumarið. Við höfum bara farið einu sinni uppí lóðina okkar í sumar. Einhvern veginn alltaf eitthvað annað um að vera. En okkur langaði líka að geta farið eitthvað annað en uppí lóð, svo við keyptum okkur gamlan tjaldvagn. Það verður gaman að skreppa eitthvað með stelpunum og hafa skemmtilega útilegustemmingu Smile 

Í garðinum hjá mömmu og pabba vex rabbarbari. Við vorum hjá þeim á sunnudaginn og tókum rabbarbarann upp í leiðinni.

IMG 0169

Stelpurnar voru duglegar að hjálpa til. Þær tóku öll blöðin og settu í poka.

IMG 0170

Svo er líka hægt að gera úr þeim hatta Grin 

IMG 0171

Voða gaman Smile 

IMG 0172

Þær stóðu sig vel. Ég var bara að horfa á meðan þau tóku upp rabbarbarann. Þær voru mjög hróðugar með verkið og ég fékk sko að heyra það að "Við gerðum sultu, og mamma gerði ekki neitt" LoL með áherslu á EKKI NEITT!!!

Ég var því ekki að gera neitt í gær þegar ég sauð sultuna, hakkaði og setti í krukkur Tounge 

En það standa líka yfir framkvæmdir hér heima. Við rifum burtu gamla steypta bílaplanið í haust. Til stóð að helluleggja þá, en þar sem veggirnir sem við steyptum voru dýrari en til stóð var hellulögn frestað. Ég vil eiga fyrir því sem ég geri, og nú erum við búin að safna okkur fyrir hellunum, sem eiga að koma í dag Grin Það er búið að leggja hitalögn í planið og setja sand yfir, og áður en allur sandurinn verður kominn hingað inn, vonast ég til að það náist að klára verkið W00t Það er orðið frekar þreytandi að standa með ryksuguna allan daginn því það berst ótrúlegt magn hingað inn! En þegar stéttin hér fyrir utan var brotin niður, brotnaði drenrör við húsið. Steini var að laga það í gær og þar sem ég er með svo mjóa handleggi var ég sett í píparadjobbið, að hreinsa grjót sem hafði farið inn í rörið.

IMG 6038

Ekki mjög þægileg vinnuaðstaða hehe

IMG 6040

Hér er ég að verða komin upp að öxlum við að moka grjótinu upp úr rörinu sem liggur í beygju frá húsinu

IMG 6041

Ég komst í sjálfheldu þar sem ég lá á hvolfi, föst inní rörinu og gat ekki komið mér upp. Steina datt auðvitað ekkert í hug að hjálpa mér heldur náði bara í myndavélina LoL en hér er ég að komast upp aftur.

Vonandi get ég sýnt ykkur myndir fljótlega af nýja planinu mínu Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislega skemmtileg neðsta myndin mín kæra  Annars hefur þetta verið virkilega skemmtilegt fyrir börnin rabbabaraprinsessurnar.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

P.S.  nú líður senn að því að stelpurnar fara suður og mamma þeirra kemur snemma í júlí, svo það  er næsta víst að þær hittast þessar fjórar prinsessur.  Þá tekurðu kannski mynd af þeim öllum og setur hér inn.  Ég verð á þvælingi í útlöndum en fer inn á netið og skoða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já þú ert aldeilis dugleg að gera EKKI NEITT Sigrún! hahahaha góðar

Yndisleg neðsta myndin, sorry, hún er samt fyndin! haha

Líst vel á álfalegu rabarbarahattana!

knús og kveðjur á ykkur duglega fólk "sem gerir ekki neitt" nema sultur og bakstur og peysur og helluleggja og pípulagnir meira að segja! hahaha

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; þetta var mjög spennandi hjá rabbarbaraprinsessunum. Haha, ekki annað hægt en að hlæja að mér á hvolfi ofan í röri  Það verður gaman að leyfa stelpunum að hittast og ég verð pottþétt með myndavél meðferðis  Verðurðu að heiman í allt sumar? Þar sem ég er orðin tjaldvagnavædd hef ég hug á því að fara í Ísafjarðarheimsókn, en mundi samt stíla inn á það að sjálf Vestfjarðadrottningin væri á staðnum  Knús á þig elskuleg

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;  Knús á þig ljúfan

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 11:24

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; það fer mér vel að gera "ekki neitt" hahaha. Þeim fannst mjög merkilegt að mamma þeirra skildi ekkert gera  Ég er meistari í brussuskap svo hvað er annað hægt en að hlæja að manni föstum á hvolfi  Þær voru flottar með álfahattana enda gaman að nota allt mögulegt úr náttúrunni sem leikmuni  Er farin að gera "ekki neitt" núna  Knús á þig mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband