Heilsuefling

Undanfarið hef ég verið á námskeiði, hlýðninámskeiði, hjá sjálfri mér. Ég er að reyna að aga sjálfa mig til að hlýða því sem líkaminn segir. Ónæmiskerfið mitt hefur verið í lélegu ástandi í vetur. Ég fæ hverja pestina á fætur annarri. Þegar ég loksins jafna mig veð ég af stað og held ég geti gert alla heimsins hluti og helst í gær.. sem ekki í eitt skipti, ekki tvö skipti, heldur ótal sinnum, hefur valdið því að ég ofgeri mér Blush 

Ég þykist hafa lært eitthvað af þessu og er farin að passa betur uppá mig. Ég þarf bókstaflega að vera vafin í bómull í viku eftir að ég er orðin sæmilega hress af pest. Þá geri ég lítið annað en standa undir sjálfri mér og hugsa um stelpurnar. Er meira að segja farin að venjast því að horfa á drasl og klístur án þess að kippa mér upp við það eða verða að taka til hendinni. Það er samt ekki svo slæmt að "Allt í drasli" þurfi að heimsækja mig. Svo á ég nú kall líka sem getur ýmislegt W00t Ekki þar með sagt að ég sé ánægð með að geta ekki gert það sem mér sýnist, ég þarf bara að venjast því á meðan ég byggi mig upp.

Ég fékk mér einkaþjálfara og byrjaði hjá honum í síðustu viku. Síðasta vika hefur einmitt verið svona bómullarvika og ég gerði lítið annað en æfa og hvíla mig á milli. Mér finnst algjört æði að vera byrjuð aftur að æfa og kann vel við þjálfarann minn. Þetta verður vonandi til þess að heilsan og ónæmiskerfið eflist til muna. Ég fór svo í nudd í dag hjá meistaranum mínum og hann bókstaflega töfraði í mig nýja heilsu og ég varð alveg stálslegin eftir nuddið Smile 

Ég hlakka til að mæta á morgun og hamast með lóðin Grin

IMG 3186

Það má ýmislegt læra af kisum. Nú ætla ég að fara og gera það sem kettir eru bestir í; kúra Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært framtak hjá þér Sigrún mín.  Ég þyrfti að fara í eitthvað svona átak sjálf.  Gangi þér vel með það og miljón knús mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín. Ég mæli sko hiklaust með einkaþjálfara fyrir þá sem eru að byrja eða hafa ekki æft lengi. Þá fær maður bestu leiðbeiningarnar og gerir ekki allt vitlaust. Ég er strax komin á hærra plan eftir aðeins viku æfingar, bæði andlega og líkamlega 

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.2.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... loksins fórstu á hlýðninámskeið - löngu tímabært sko - óþekktaranginn þinn! Alltaf eitthvað að gera af þér sko, hoppa uppí stiga og fara í kollnýs niður og svo eftir götunum. Bara loks kominn tími til að segja stop, sitja, standa, velta sér, play dead .. og svoleiðis .. hmmm ... eða var það fyrir hundana??? .. ohh well, þú hefur líka gott af því anyhows!

Elska þessa mynd af kisunni - svo sæt og flott og sérstök mynd! Æði bara.

Farðu vel með þig skottið mitt - mundu að heimurinn ferst ekki rétt á meðan þú nærð þér á strik - hann bara staðnar ... *right*! haha.. luv ya skotta!

Tiger, 25.2.2009 kl. 01:52

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært hjá þér Sigrún, svona "óþekktarangar" þurfa á hlýðninámskeið Vona að þú farir að hressast vel og byggjast upp Mér finnst fólk almennt kvarta meira um pestir og slíkt í vetur, ég er viss um að þjóðfélagsástandið hafi áhrif á líkamlegu heilsuna. Uppbygging er akkúrat það sem dugar, ..... já, vel á minnst, kannski er best að ég skelli mér í göngu ....

Já og svo er svo gott að horfa á kisu og læra slökun og kúr, þeir eru snillingar í því skemmtileg mynd af henni Dorrit Engli

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn; haha, já satt, það er löngu orðið tímabært að senda mig á hlýðninámskeið. Verð vonandi stilltari  Ég vona allavega að kreppan staðni ekkert svona rétt á meðan ég kemst upp úr dvalanum. Luv ya too sko!

Ragnhildur mín; Ef ég verð stillt, eins og ég er að læra á hlýðninámskeiðinu, þá á mér örugglega eftir að takast vel upp með uppbygginguna  Það er örugglega rétt að fleiri umgangspestir hafa hrjáð landann í vetur og það segir sig sjálft, að streituvaldur eins og kreppa minnkar mótstöðuafl fólks gagnvart öllum umgangspestum.

Kisuskottið er náttla bara æði!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.2.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Tiger

  Kisskiss and knúsknús ..

Tiger, 28.2.2009 kl. 16:07

7 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. þó svo að mér finnst svo gaman að sjá þessa mynd af kisunni í rúminu - þá mig langar samt til að sjá hreyfingu á blogginu þínu letirófan þín ...

Tiger, 2.3.2009 kl. 16:55

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Núúúúú? Ég sem hafði hana þarna bara fyrir þig...!! Ég er að reyna að ná mér upp úr þessu letikasti

Knús í þitt hús ;)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband