Loooksins :)

Við höfum verið á flakki í sumar flestar helgar og notið þess að vera saman í útilegum og í sveitinni okkar. Þess á milli hefur verið mikil vinna hjá Steina. En það var alveg kominn tími á að taka hausinn upp úr sandinum, já nánast í orðsins fyllstu merkingu W00t Ég er sennilega búin að ryksuga, sópa og moka út úr húsinu einhverjum tonnum af sandi síðustu mánuðina, eftir að planið hér úti var brotið niður. En síðustu daga hefur verið unnið hörðum höndum að því að koma hellunum á sinn stað Smile 

IMG 6749

Svona leit planið okkar út síðustu mánuði..

IMG 6774

Hér eru Steini og Kiddi komnir í gang og byrjaðir

IMG 6732

Hér er engin barnaþrælkun á ferð. Stelpurnar fengu að bera sitt hvorn steininn, því þær vildu endilega taka þátt með hinum.

IMG 6754

Dorrit Engill missir ekki af neinu. Hér er hún mætt til að fylgjast með framkvæmdum.

IMG 6788

Og strax byrjuð að máta fyrstu hellurnar Smile 

IMG 6786

Hún hafði nóg að gera við að fylgjast með Kidda enda kraftur í kallinum og verkinu miðar vel áfram

IMG 6807

Jamm, sturta sandinum úr skónum, bara eins og ég hef gert við inniskóna mína undanfarið Tounge 

IMG 6823

Á meðan karlarnir hellulögðu vorum við stelpurnar að bardúsa ýmislegt, eins og að mála til dæmis Smile 

IMG 6836

Hér er frábær kona á ferð og mikill forkur, Helga svilkona mín. Við elduðum ofan í mannskapinn og áttum góðar stundir saman Smile 

IMG 6855

Allir á fullu og verkið að klárast Wink

IMG 6860

Sérstök mynd af dúlludúskinum mínum, bara af því honum er sérlega ekki vel við mig með myndavélina LoLTounge 

IMG 6868

Litlu forkarnir mínir. Þær hjálpuðu til í lokin við að sópa sandinum á milli og höfðu mikið gaman af þessu hlutverki Smile 

IMG 6885

"Mamma, taktu mynd af mér að hjóla með engin hjálpardekk" sagði Eydís sem hjólar eins og rallýkappi um allt, nýbúin að læra að hjóla hjálpardekkjalaus.

IMG 6913

Svo er líka gaman að geta loksins hjólað um planið og gangstéttina. Og komast sjálfar með hjólin sín inn í bílskúr Grin 

Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað ég er fegin að vera loksins komin með planið Grin Og nágrannar mínir á móti eru eflaust jafn glöð og ég þar sem nú verður loksins hægt að hafa alvöru fínt hérna. Nú þarf ég bara að finna ljós í veggina til að gera allt kósý fyrir veturinn og píparinn að mæta og tengja hitalögnina. Hjartans þakkir fyrir hjálpina elsku vinir Heart

Á morgun ætlum við svo að halda uppá verklokin með því að fara í bíó með stelpurnar og sjá Ísöld 3 Wizard  Svo verður vonandi tími til að komast í smá meiri útilegu. Vestfirðir toga í mig og langar mig mikið til að skreppa þangað og krækja mér í vestfirska orku Joyful 

Bestu kveðjur og knús til ykkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með nýja planið Sigrún mín   Yndislegar myndir, sérstaklega kippti næstneðsta myndin í hjartað á mér, hún er bara rosalega krúttleg og sæt.  Flott plan.

 Ef þú kemur vestur ekki koma frá 13 til 20 ágúst, þá verð ég í Fljótavík og ég vil ekki missa af þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æðislegt plan og fallegar hellurnar, til hamingju með þetta allt saman Stelpurnar þínar eru náttúrulega algjör krúttuskott báðar tvær ... allar þrjár, ekki má gleyma Dorrit Engli haha

Mér finnst Eydís rosa dugleg að hjóla sjálf svona hjálpardekkjalaust. og þær báðar duglegar að hjálpa til

bestu kveðjur á ykkur öll

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.7.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; takk  Já hún er algjört krútt og dugnaðarforkur hún Eydís. Ég passa uppá að koma vestur þann tíma sem þú verður heima. Ekki hægt að koma þangað og missa af þér  

Ragnhildur mín; takk takk, ég er svooo fegin að planið sé loks tilbúið  Þórdís lærði fyrr í sumar að hjóla án hjálpardekkja en Eydís var óöruggari og var með sín áfram. Mér tókst að taka annað af, og síðan hitt. En þá neitaði hún að hjóla því hún gæti það ekki. Ég bauðst til að setja hjálpardekkin á aftur, en þá kom rétta eðlið í ljós; hún þverneitaði og fór beint út að æfa sig og hefur hjólað síðan  Þær eru alltaf svo myndarlegar að hjálpa til við allt, enda hef ég alltaf leyft þeim að vera með í því sem hægt er, jafnvel þó ég væri þá fimmfalt lengur að því.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.7.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott !

Jónína Dúadóttir, 29.7.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband