Árleg leti

Þennan tíma ársins verð ég alltaf ofboðslega löt. Það bara hellist yfir mig værðin. Einu dagarnir sem ég klæði mig er þegar við förum í jólaboð, sem hafa verið nokkur, hinir dagarnir eru bara náttfatadagar. Ég dró fram stórt púsluspil, grín-teiknimynda, og allir geta verið saman að púsla. Það finnst okkur voða kósý.

En hér er líka búið að vera líf og fjör. Mamma, pabbi, Guðni bróðir og Eddi frændi voru hér á aðfangadag.

IMG 1594

Stelpurnar búnar að stilla sér upp og tilbúnar í pakkana..Smile

IMG 1617

Þær réttu afa pakkana og hann las á þá. Þær fóru svo og færðu viðkomandi pakkana og aðstoðuðu líka við að opna þá Grin Skipti engu hver átti pakkann, alltaf jafn spennandi að opna og sjá innihaldið.

IMG 1632

Hér fær Steini sinn pakka. Það þurfti heilt leikrit til að fela þetta fyrir honum...

IMG 1633

Ég nefnilega prjónaði lopapeysu handa honum. Og þar sem hann lá fótbrotinn hérna heima þá sat ég við hliðina á honum meðan ég prjónaði "peysu handa Guðna" í jólagjöf Halo og hann trúði því allan tímann að Guðni ætti að fá hana LoL 

IMG 1679

Eydís opnar pakka...

IMG 1722

...og breytist svo í Mjallhvíti Smile 

IMG 1690

Og Þórdís breyttist í Öskubusku. Algjörar prinsessur Joyful 

IMG 1739

Hér fær mamma jólakúlu með mynd af stelpunum inní. Hlýtur að hafa heppnast vel hjá mér því Guðni ætlaði ekki að trúa því að ég hefði búið þetta til Wink 

IMG 1648

Og ekki má gleyma kisa, hér er hann búinn að opna sinn pakka með aðstoð frá Guðna.

IMG 1767

Svo þarf að hvíla sig aðeins og knúsast. Hér er Eydís með Guðna sínum InLove 

IMG 1772

Og Simbi komst á uppáhalds staðinn sinn þegar búið var að opna pakkana. Hér kúrir jólakötturinn á þessu heimili öll jólin Joyful 

Við fórum á tónleika í Háskólabíói á laugardaginn, til styrktar SKB. Þetta málefni er mér mjög skylt og finnst mér þetta frábært framtak hjá Einari Bárðarsyni. Á tíu árum hafa safnast yfir 27 milljónir. Tónleikarnir voru glæsilegir og frábærir listamenn sem komu þar fram og gáfu vinnu sína. Stelpurnar skemmtu sér konunglega. Þetta er góð aðferð til að leggja góðu málefni lið Wink

IMG 1453

Hlúum vel að þeim sem okkur þykir vænt um og þá sem minna mega sín. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði, hamingju og góða heilsu HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært og yndislegt hjá ykkur :-)

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Jónína mín yndislegust

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl Sigrún og gleðilegt ár Þau voru að fara frá mér Guðni og mamma þín. Voru að heimsækja Bangsa litla krútt. Það er dásamlegt að sjá þá saman "feðgana"

Flott peysan! Það er svo skemmtilegt þetta jólapukur

Hafið það gott öll sömul og megi nýja árið færa ykkur gleði og gæfu. Sjáumst!

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín fyrir þessa yndislegu færslu.  Flott hjá þér heheheh peysa fyrir Guðna bróður  ég var einmitt að segja við Báru mína í gær, þegar mínar voru að prinsessast, að mér dytti svo oft í hug þínar stelpur og svo Jenný Una.  Allar prinsessurnar okkar  Það hefur verið notalegt hjá ykkur yfir jólin það er gott. Kærleikskveðja til ykkar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, æðislegar stelpurnar þínar.

Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:56

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; þeir eiga eftir að verða góðir saman þessir tveir  Hí hí, ég elska svona pukur fyrir jólin.

Ásthildur mín; þær eru allar svo líkar þessar yndislegu prinsessur okkar. Verst að ég missti af Báru núna, tíminn líður svo hratt að hún var farin áður en maður snýr sér við... En við eigum vonandi eftir að hittast í vor eða sumar þegar hún verður á ferðinni. Knús á þig

Helga mín; Takk  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.1.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband