Jólastemming

Það er komin heilmikil jólastemming hér hjá okkur. Þrátt fyrir endalaust pestarvesen og hækjuhopp, þá er þetta allt að koma. Ég náði að vera hress í þrjá daga um daginn og sló svo niður aftur. Hélt svo að ég væri að skána á laugardaginn og fór í bæinn. Steinlá svo á eftir og ætla ekkert meira út að vesenast fyrir jól. Er sæmileg núna en tek ekki sénsinn á því að þvælast neitt. Ætla að vera orðin alveg hress fyrir aðfangadag. En það hefur margsannað sig hvað ég er heppin með mína foreldra. Þau standa með mér eins og klettur og gera allt sem þau geta til að létta undir með okkur þessa dagana.

IMG 1532

Þau keyptu fyrir okkur jólatré og hér er pabbi mættur að setja upp tréð. Það hefur alltaf verið Steina deild að setja upp tréð og þó svo ég geti verið nagli þegar á þarf að halda og get bjargað mér með ýmislegt, þá þótti mér voða gott að fá aðstoð við þetta. Þórdís fylgist vel með afa og er að sjálfsögðu spennt Smile 

IMG 1469

Ýmislegt safnast upp í mánaðarpest, til dæmis nokkur tonn af þvotti Shocking Ég er vön að þvo að minnsta kosti tvær vélar á dag en var ekki búin að hafa undan. Mamma tók helling af þvotti með sér heim sem kom svo allur saman brotinn til baka InLove Hér er mamma svo að skrúbba upp eldhúsgólfið, svona áður en maður festist á því LoL 

IMG 1461

Elísabet vinkona er hér í heimsókn. Þær voru í prinsessuleik og klæddu sig upp. Þórdís setti barbie náttkjól á hendina og sagði að þetta væri gifs.

"Mamma mín elskar annan mann" er setning sem Þórdís lætur oft út úr sér við hina og þessa LoL Það væri auðvelt að misskilja þetta, allavega þar til hún segir hver maðurinn er, en það er hann Páll Óskar. Það eru mörg ár síðan hann rændi úr mér hjartanu og er alltaf uppáhalds hjá mér InLove Það eru nú einmitt 7 ár síðan ég hitti hann á Þorláksmessu og bað hann að syngja fyrir mig í brúðkaupinu okkar sem var þá 6 dögum síðar, sem hann gerði svo fallega.

IMG 1482

Við hittum hann um daginn og stelpurnar fengu áritað plagat hjá honum. Þær eru eins og mamman, aðdáendur númer eitt Grin 

IMG 1491

Hér er Þórdís búin að festa plagatið upp hjá sér. Hún kann öll lögin hans sem hún hlustar mikið á. Svo sofnar hún við jóladiskinn hans á kvöldin. Ég er fyrir löngu búin að lofa henni að fara á tónleika með Palla og er nú búin að kaupa miða á SKB tónleikana sem við förum á um jólin.

IMG 1504

Eydís fékk "mömmudag" eins og Þórdís fékk um daginn. Veðrið var fínt og við lékum okkur saman í snjónum og áttum góðan dag saman, bara við tvær Smile 

IMG 1537

Hér er svo Hilmir vinur í heimsókn og hann og Eydís búin að dekka borð. Hehe, mér finnst þetta skondin mynd, húsfrúin í símanum og bóndinn að bíða eftir matnum sínum Grin 

IMG 1552

Í kvöld fórum við svo að skreyta tréð. Ég setti seríurnar á og svo skreyttu stelpurnar tréð. Mjög spennandi eins og gefur að skilja.

IMG 1562

Steini setti vírana á kúlurnar. Hann losnar vonandi við gifsið 6. janúar.

IMG 1556

Ég setti að vísu einhverjar kúlur á tréð. Bara svo það væru ekki bara kúlur neðst á trénu W00t Eydís dúlla raðaði flestum kúlunum á sama staðinn LoL en ég vildi ekki skemma neitt með því að færa þær. Mér finnst jólin snúast mikið í kringum börnin og einmitt þetta finnst mér svo æðislegt.

En svo eftir að Eydís sofnaði í kvöld, byrjaði hún að gubba Crying Ég vona að þetta sé bara þessi týpíska gubbupest sem gengur yfir á einni nóttu. Annars fresta ég jólunum um dag til að hafa hana hressa.

Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðileg jól mín kæra til þín og þinna og megi nýja árið færa ykkur hamingju, vellíðan og góða heilsu

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 06:27

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Jónína mín. Gleðileg jól, megi nýja árið færa þér og þínum gleði og hamingju

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.12.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Tiger

Gleðilega hátíð elsku Sigrún mín. Megi friður og farsæld fylgja þér og öllum þínum um jól og á nýju ári sem er handan við hornið! Vona að sá einfætti hafi það líka ljúft um jólin sko ...  eða er hann kannski orðinn tvífættur aftur!?

Knús og kram á ykkur öll ...

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Tiger minn, og sömuleiðis til þín. Ég óska þér gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði þér heillaríkt. Húsbandið er ennþá á einni löpp. Losnar vonandi við gifsið á þrettándanum. Knús og kram á þig ljúflingur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, vonandi ertu orðin góð af flensuskítnum.  Bára sendir knús á móti, ég hugsa að þið hittist nú kring um áramótin, hún ætlar suður á morgun.  Mikið er nú gott að eiga mömmu Ekki satt?  Gaman að sjá myndirnar af prinsessunum þínum, gætu þess vegna verið af Hönnu Sól og Ásthildi.  Gaman er þær hittast allar núna.  Risaknús á ykkur öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; ég er loksins orðin hress og við erum búin að hafa það rosa gott um jólin. Mömmur eru sko algjörir gullmolar  Ég væri meira en til í að hitta Báru og leyfa stelpunum að hittast. Mér finnst alltaf jafn skondið hvað þær eru líkar, Hanna Sól og Þórdís svona settlegar prinsessur og Ásthildur og Eydís svona grallaraspóar  Þórdís hefur oft séð myndir af þeim í tölvunni og spyr mig hvar ég hafi tekið þessar myndir. Skilur ekkert í því af hverju hún hefur ekki hitt þessar skemmtilegu stelpur  Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.12.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband