Jólin koma

Það hefur verið vaninn hjá mér að vera búin að setja upp allar jólaseríur áður en aðventan byrjar og kveikja svo á þeim þá. Einn nágranni okkar setti upp sín jólaljós fyrir tíu dögum eða svo, og ég fékk áminningu frá Þórdísi fyrir að vera ekki búin að þessu líka Tounge Svo ég sá mér ekki annað fært í stöðunni en að setja upp seríurnar í gær. Það hefur alltaf verið í mínum verkahring að setja upp seríurnar. En í fyrra breyttist það og nú "fær" Steini að setja upp útiseríuna og ég sé um rest. Í hittifyrra, þegar ég var að festa nýja króka fyrir seríuna, þá flaug ég á hausinn niður stigann, svona alveg eins og mín er von og vísa. Ég hló eins og vitleysingur á leiðinni niður, kræktist með annan fótinn inn fyrir stigann og snerist þá á hvolf. En að sjálfsögðu þá passaði ég borvélina á niðurleiðinni og hún skemmdist ekki. Ég skammaðist mín svo mikið að ég rauk beint aftur uppí stigann og kláraði verkið. Var að reyna að láta nágrannana ekki sjá brussuskapinn W00t

IMG 1017

Ég fékk að sjálfsögðu hjálp við uppsetninguna. Jólakötturinn er líka mættur. Held að hann sé búinn að uppgötva að uppáhalds árstíminn hans sé að byrja Wizard

IMG 1014

Stelpurnar voru voða spenntar. Fyrst hjálpuðu þær pabba að setja upp útiseríuna og komu svo inn og hjálpuðu mér Smile Það er bara kósý að fá jólin aðeins fyrr núna, hleypa birtu í sálina.

IMG 1011

Ekki vantar myndarskapinn hjá Eydísi. Þetta finnst henni skemmtilegt. Ég var að baka smákökur og hún var í uppvaskinu með mömmu hanska

IMG 1008

Ekta kvenmaður, getur gert tvennt í einu Tounge vaskað upp og tekið út baksturinn

Annað hvort hef ég alið manninn minn svo vel upp eða þá að ég er svo mikið skass W00t Hann var að spyrja mig áðan hvort hann mætti fá smákökur. Ég bakaði þær ekki til að hafa fyrir punt svo það var auðsótt mál. Annars góð bara. Ætla í bæinn á morgun ef ég nenni. Ég get verið ferlega löt við það, vantar alveg búðargenin í mig. En mig er farið að langa til að jólast aðeins og það er gaman Smile 

Jólaknús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið er gaman að fá að kíkja svona í heimsókn til þínSkil alveg þetta með búðagenin, þau hafa alveg farið fram hjá mér líkaJólaknús til baka til þín mín kæra

Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 05:53

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mín er ánægjan  Gott að sjá að ég er ekki eini kvenmaðurinn sem er laus við búðargenin  Í dag er komið að bæjarferðinni og ég er strax farin að hugsa hvort ég geti ekki bara farið á morgun  En ég læt mig samt hafa það í dag. Hafðu góðan dag í dag

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Tiger

 Ohh .. ég hefði viljað vera nágranni þinn þarna um árið og skoða þig skoppa niður úr stiganum með borvélina á lofti ... auðvitað hugsar maður fyrst um dauða hluti og svo að sjálfum sér .. kjánaprikið þitt! Næst skaltu skutla bornum í nágranna þína og hafa púða um allt gólf svo lendingin verði mjúk ...

En glæsilegar myndir náttúrulega - flott að kenna börnunum að taka þátt í öllu með sér - hvort sem það er að hengja upp skraut, baka eða ganga frá eftir hamaganginn .. því meira sem þau fá að vera með því fyrr verða þau sjálfstæðari og framtíð þeirra auðveldari.

Ekki verra þegar tekst að ala húsbandið líka upp í leiðinni - óendanlega leitt ef húsband bara læðist í kökur og bakkelsi án leyfis sko !! Hahaha ...

En, sendi fulltaf knúsum og kreisti á ykkur öll með von um stigaveltulausa aðventuna.. :) 

Tiger, 25.11.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ooo vertu ekki of viss um að þú hefðir séð þetta. Ég setti nefnilega met í stigaupphlaupi svo ég er ekkert viss um að neinn hafi séð þetta, fyrir utan þá sem heyrðu hlátrasköllin í mér og litu við  En já, ég veit ég er kjánaprik...alveg týpiskt að maður passi einhverja hluti betur en sjálfan sig. Ég skal sko muna að henda bornum í nágrannana næst..

Það er ekki bara gott fyrir börnin að vera með í öllu, það er líka gott og gaman fyrir okkur fullorðnu. Og satt segirðu, þau verða miklu sjálfstæðari fyrir vikið.

Það hefur greinilega skilað sér uppeldið á húsbandinu

Sendi þér til baka fullt af knúsum og kreistum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

O hvað ég öfunda þig af að vera búin að koma upp seríum, minn fer vonandi að gera það næstu helgi.  Það skiptir svo miklu máli að hafa jólaljós í þessu myrkri Sigrún mín.  Flottar myndir af  Eydísi, þú ert greinilega með bláu hendina þarna á heimilinu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Þetta er sem betur fer eina bláa höndin á þessu heimili. Ég held að það sé einmitt vegna ástandsins í þjóðarsálinni sem svo margir eru búnir að kveikja á jólaljósunum. Vonandi að þínar seríur komist upp um næstu  helgi  Knús og kreist á þig  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1102

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband