Uppeldi sem virkar

Við hjónakornin skelltum okkur á námskeið sem heitir Uppeldi sem virkar-færni til framtíðar. Námskeiðið er fjögur skipti, einu sinni í viku og erum við búin að fara tvisvar. Ekki svo að skilja að stelpuskotturnar okkar séu neitt óþekkar og erfiðar. Þær eru að sjálfsögðu fullkomnar Grin Það eru bara við foreldrarnir sem erum svo erfið, eða þannig sko. Þetta er mjög skemmtilegt námskeið sem haldið er af sálfræðing og þroskaþjálfa. Það er alltaf gott að bæta við sig þekkingu og skoða sjálfan sig. Þetta styrkir mig í foreldrahlutverkinu, bæði sé ég hvað ég er að gera rétt og líka það sem ég get gert betur.

Talandi um uppeldi sem virkar, hehe, þá man ég alltaf eftir trixi sem virkaði á mig þegar ég var krakki. Ég var óskaplega löt við að taka til í herberginu mínu. Gerði það ekki sjálfviljug. Eddi frændi, bróðir hans pabba, bjó hjá okkur um tíma. Hann var á þeim tíma ekki sérlegur snyrtipinni og mér fannst alltaf hræðilegt að koma inn í herbergið hans. Fýlan af gömlum dagblöðum og sígarettum var alveg yfirþyrmandi Sick Einhvern tíman þegar ég var ófáanleg til að taka til í herberginu mínu, var mér gert það ljóst, að ég yrði þá bara flutt í herbergið til Edda, við gætum haft þar sameininlega svínastíu. Mér er sagt að ég hafi farið með þjósti inn í herbergið mitt og byrjað strax að taka til Whistling Ekki fylgir sögunni hvort þetta hafi dugað framvegis. En svo var gert óspart grín að því fyrir tíu árum, því þá nefnilega flutti ég heim til Edda Tounge Ekki samt að það hafi verið fyrir sóðaskap að ég var send til hans, heldur var ég í húsnæðisvandræðum á þeim tíma, og bjó ég hjá honum í þrjá mánuði.

Ég er annars í sjálfskipaðri leti núna. Er búin að vera slöpp síðan á mánudag og með smá hita. Hef sofið eins og sveskja allan daginn.

IMG 0940

En þessar dömur eru hressar! Þær ganga bara sjálfala á meðan, eða svona næstum því Tounge En þær eru svo góðar við mömmu sína, stjana við mig. Og ég var svo heppin að mamma kom í gær og hún gat sótt stelpurnar fyrir mig og verið hér heima þangað til Steini kom heim. Held ég sé eitthvað að rjátla við núna. Get að minnsta kosti haldið mér vakandi.

Smile Smile Smile Smile Smile Smile Hafið góða daga Smile Smile Smile Smile Smile Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú heppin að hafa svona yndislegar litlar dúllur til að stjana við þigLáttu þér nú batna mín kæra

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já þetta eru algjörar dúllur, skottast bara í kringum mig. Ég rís upp úr sófanum ef ég þarf að stoppa slagsmál  Ég verð vonandi fljót að jafna mig, er bara stillt þangað til

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að láta stjana við sig, lasin eða ekki lasin.

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Tiger

Þær eru glæsilegar þessar litlu skvísur - enda ekkert skrítið þegar múttan gamla er sjálf svoddan skutla ..

En satt, maður getur endalaust verið að læra og bæta sjálfan sig. Ótrúlegustu hlutir - sem virðast oftast vera réttir og sannir - geta komið manni á óvart með því að vera snarvitlausir þegar maður fer að fá aðra sýn á málin. Oftar en ekki heldur maður að maður sé með allt á hreinu - en oft kemur annað á daginn!

En, knús á þig skottan mín og farðu vel með þig í kuldanum!

Tiger, 20.11.2008 kl. 13:19

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Helga mín; Góður, ég þarf bara að læra betur á það að láta stjana við mig

Tiger;  Skutla, já, ég tek það strax til mín  Við höfum öll gott af því að skoða aðeins ofan í hálsmálið á okkur sjálfum, þannig getur maður bætt sig. Ég er innpökkuð í bómull

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.11.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1102

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband