16.3.2009 | 23:20
Litli siðapostulinn
Ég tel mig aldrei hafa verið neitt sérlega orðljóta manneskju. Finnst ekkert sérlega fallegt að blóta til dæmis. Og eftir að stelpurnar fæddust hef ég passað mig sérlega vel að vera ekkert að því. Svo er náttla stóra stelpan mín orðin 5 ára og það jafnast alveg á við daglega kennslustund í mannasiðum að umgangast hana Mér verður stundum á að segja "shit" og er samstundis tekin í bakaríið af Þórdísi. "Mamma, það er ekki fallegt að segja shit, það er skítur" svo það er eins gott að vanda orðavalið
Um daginn fórum við með stelpurnar í leikhús að sjá Kardemommubæinn. Eydís var ekkert á því að borða matinn sinn áður en við fórum og Steini lét það út úr sér að hún gæti þá bara verið heima með kisunum meðan við færum í leikhús. "Pabbi, það er bannað að skilja börn eftir ein heima" sagði þá Þórdís. Steini ætlaði að klóra sig út úr þessum vandræðum og sagðist bara hafa verið að plata. "Pabbi, þú varst að drepa engil. Það er bannað að plata" sagði mín þá um hæl Það borgar sig ekki að, hvorki lofa né hóta, einhverju sem maður getur ekki staðið við. Litlir rökfræðingar eru fljótir að átta sig á því.
Það er ekki hægt að banna neinum að gefa kisu ost því "maður verður sterkur af osti" Dorrit er reyndar algjört átvagl og verður að fá að smakka allt. Hún er sérlega sólgin í hafragraut!
Dorrit Engill hefur alveg slegið í gegn hér á heimilinu. Þessar tvær eru góðar vinkonur.
Um leið og stelpurnar vakna um helgar, sækja þær Englakisu til að kúra með yfir barnatímanum.
Ekki slæmt fyrir kisu að hafa marga "klappara"
Og kisu leiðist það ekki. Hún er voða hænd að stelpunum og þeim leyfist alveg að hnoðast með hana.
Það er aftur á móti erfiðara að hnoðast með Simba en ekkert ómögulegt samt
Þegar við förum út, fer Þórdís með Dorrit inn í herbergi og setur hana í rúmið sitt. Hún gætir þess vel að það fari nógu vel um kisurnar
Eydís er búin að vera lasin en er öll að koma til
Og nú er Þórdís orðin lasin. Svo það eru bara stelpudagar hjá okkur þessa dagana. Ég hélt í gærkvöldi að ég væri að verða lasin líka en held ég sé að sleppa við það. Enda alveg í lagi að ég sleppi kannski eins og einni pest og sleppi svo vonandi öllum hinum líka. Er alveg í fullu starfi þessa dagana við að ná bættri heilsu og það gengur vel
Fullt af knúsum yfir á ykkur og megi vikan verða ykkur góð
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 17.3.2009 kl. 06:09
Þið eruð nú BARA yndisleg Ég vona að þið farið að losna við þessar pestir í eitt skipti fyrir öll. Það er með ólíkindum hvað pestir eru þaulsetnar þennan veturinn.
Það er nú ekki amalegt hvorki fyrir prinsessur né kisur að fá svona knúsuknús yfir sjónvarpinu Alveg dásamlegt að sjá þær saman allar þrjár. Og Simbi, hann er aaaaaaaðeins þyngri en litla Englakisan Dorrit hahaha
Knús á ykkur öll
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:53
Jónína mín;
Ragnhildur mín; takk mín kæra. Úff já, þessi vetur hefur aldeilis verið erfiður hvað pestir varðar. Ég vona bara að þetta fari að minnka með hækkandi sól.
Hér er sko alltaf knúsfullt hús og engum leiðist það Ég vigtaði hlunkinn að gamni, hann er samt ekki nema 5,6 kg. Ég átti alveg von á því að hann væri þyngri því mér finnst hann eitthvað svo mikill um sig. Kannski virkar hann bara meiri hlunkur með bara þrjá fætur... Þórdís vildi endilega vigta Dorrit líka og hún er 1,9 kg
Knús frá okkur öllum stelpunum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.3.2009 kl. 16:37
Ég segi það alltaf það á að hlusta á börnin, þau vita sínu viti þessar elskur Skemmtilegar myndir af kisum og stelpum og stórum strákum líka
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:22
Ásthildur mín; þau vita svo sannarlega sínu viti! Og getur verið fyndið þegar þau eru að siða okkur foreldrana til Ég vildi óska þess að allir væru jafn einlægir og réttsýnir og börn, þá væri lífið einfaldara og betra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:04
Já börnin eru svo dásamlega einlæg með sínar skoðanir. Ég er alveg sammála, lífið væri sko einfaldara og betra ef það væri meira hlustað á þau. Svo mætti fullorðið fólk líka oft hlusta betur á sitt innra barn, þá værum við örugglega nær einlægninni og fallegra og réttsýnna samfélagi.
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 11:22
Ragga mín; við bara gerum okkar besta, og reynum svo að smita og dreifa því yfir á alla aðra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.3.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.