Þvottadagar

Það var kaldavatnslaust í dag. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema ég gat ekki sett í þvottavél í dag. Mér verður stundum hugsað til ömmu minnar heitinnar þegar ég er að þvo. Hún eignaðist fyrstu sjálfvirku þvottavélina þegar hún eignaðist barn númer átta Shocking Lengi vel hafði hún ekki einu sinni rennandi kalt vatn. Þessar konur í þá daga voru algjörar hetjur. Báru þvottinn langar leiðir til að geta þvegið hann. Svo vælir maður næstum því þegar vatnið dettur út í einn dag Blush 

Ég þvæ að meðaltali tvær vélar á dag alla daga. Ef ég sleppi einum degi eru það fjórar vélar næsta dag. Þegar ég hef verið slöpp í vetur hefur mamma tekið þvott með sér heim sem ég hef fengið hreinan og samanbrotinn til baka Smile Ég fékk þvottaæðið með genunum frá mömmu. Mér leiðist aldrei að þvo. Ætli það sé ekki skemmtilegasta heimilisverkið mitt. En ég er mjög pjöttuð á þvottinn minn og er þess vegna löngu búin að banna Steina að koma nálægt þvottavélinni. Hann laumaðist samt um daginn til að setja í eina vél. Ætlaði bara að vera voða næs við mig. Svo þegar ég tók úr vélinni fann ég dularfulla lykt. Grunaði strax hvað það væri og spurði hann hvort hann hefði sett mýkingarefni í þvottavélina. Hann játaði það og sagðist hafa notað mýkingarefnið í brúsanum við hliðina á þvottavélinni..ég leit á stóra gula brúsann..og á honum voru risastórir stafir: AJAX LoL 

IMG 8779

Hér er Þórdís tveggja ára. Hún byrjaði fljótt að fá áhuga á að hjálpa mömmu sinni að brjóta saman þvott Smile 

IMG 4701

Og Eydís líka. Hér er hún tveggja ára og byrjuð að brjóta saman þvott Smile Notaði reyndar gólfið, en maður tekur nú viljann fyrir verkið Wink 

IMG 3037

Þessi aðstoðardama hér er frekar ofvirk í þvottinum. Henni finnst skemmtilegast að hoppa inn í vélina á eftir hverri flík sem fer þangað. Ég þarf að passa mig í hvert sinn sem ég set vélina af stað, að hún sé ekki búin að lauma sér þangað inn.

IMG 3289

Svo má ekki heldur skilja þvottakörfuna eftir smástund. Þá er komið lítið kúrudýr þar ofan í W00t 

Ég er farin að horfa hýru auga á snúrurnar mínar úti. Með hækkandi sól styttist óðum í það að ég fari að hengja þvottinn minn út og það finnst mér æði.

Góða nótt elskurnar mínar og vonandi verður morgundagurinn frábær hjá ykkur Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Uss jamm .. konur í gamla daga voru sko hetjur! Í dag volar fólk yfir því að vera með fullar hendur þvotts - með eitt eða tvö börn - en fullkomna þvottavél - á meðan þessar gömlu góðu frúr notuðu bara bala og þvottabretti.. haha!

Eins gott að halda kallinum frá þvottavélinni - aldrei að vita hvað honum dytti í hug að henda inn í hana næst..

Flottar stelpurnar og duglegar sko - greinilega með réttu genin líka sko hahaha! Og kisi .. ussuss .. algert rakkat sko! Veistu - ég hengi þvott út allt árið - líka í hörku frosti sko .. dýrka "útilyktina" í fötunum mínum sko!

Knús knús og kram ..

Tiger, 10.3.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger; haha, þær eru pottþétt með þvottagenin. Og kisa litla, jamm, hún er algjört krútt sko. Ég dýrka líka útilyktina sem kemur í fötin og lauma alveg annað slagið á útisnúruna yfir veturinn. Það bara tekur svo agalega langan tíma fyrir þau að þorna úti í frostinu að ég bíð bara eftir vorinu  Knús og kreist ..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.3.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Duglegar að hjálpa til þessar yndislegu dúllurÉg þvæ kannski fjórar vélar í viku... finnst það ferlega aumingjalegt, sérstaklega eftir að ég var með gistiheimilið, þá bjó ég nú eiginlega í þvottahúsinu mínu

Knús í þitt þvottahús

Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 06:10

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín; þær eru duglegar að hjálpa til. Ég leyfi þeim að taka þátt í flestu, jafnvel þótt það kosti fimmfalda aukavinnu fyrir mig, þá er bara gaman að hafa þær með og þær læra af því  Knús og kram ..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.3.2009 kl. 11:48

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já þær eru greinilega mjög duglegar og glaðar litlu, fyrirgefðu, stóru stúlkurnar þínar og þessi minnsta ferfætta líka, hún er allavega að reyna að hjálpa til....

Já, ég held við séum svolítið dekruð í dag Ég man eftir sögum af ömmu minni sem fór ásamt nágrannakonum sínum með fullar hjólbörur af þvotti um miðja nótt. Þær löbbuðu vestan úr bæ í Reykjavík alla leið í þvottalaugarnar að þvo. Svo urðu þær að vera komnar til baka áður en eiginmaðurinn færi að vinna til að taka við börnunum   Okkur familíunni finnst alveg nóg að þurfa að hengja allt upp á snúru því þurrkarinn gafst upp fyrir nokkrum mánuðum...   en ég verð að játa að ég vil frekar vera dekruð en að fara aftur í að ganga-í-gegnum-bæinn-með-þvottahjólbörur-um-miðja-nótt-tímann

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; þær eru voða duglegar og sú minnsta lætur ekki sitt eftir liggja, eh..hmm hún liggur bara "íðí"  

Ég mundi nú ekki heldur vilja fara að ganga með þvottinn langar leiðir í hjólbörum.. dæs! En það er samt öllum hollt að vita hvernig þetta var, til að kunna að meta hvað við höfum það gott í dag. Það vonandi minnkar núna þetta "einnota" þjóðfélag sem hefur verið undanfarin ár. Það er öllu hent og bara keypt nýtt og ég er ekkert barnanna best þar..  Mér er alltaf minnisstætt þegar amma sagði mér frá strauboltanum hennar langömmu. Þegar hún eignaðist hann, þá geymdi hún hann til fóta í rúminu sínu, vafðan inní ullarsokk! (og það var sko ekkert rafmagns-fínerí-gufustraujárn, heldur ekta gamaldags þungur straubolti)

Knús til ykkar úr rokinu og rigningunni héðan. Allar dyr og gluggar harðlæst svo lítil skotta stelist ekki út í nóttina..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta með þvottinn, það þarf aðeins að hafa sig í að byrja, en mér finnst notalegt að brjóta saman þvott og ganga frá honum.   Mikið eru litlu skvísurnar heimilislegar í sér með þvottinn  Og kisulúran aldeilis búin að koma sér vel fyrir í þvottavélinni, eins gott að þú gleymir þér ekki........ Knús á þig elsku Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 09:12

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já það er nú bara notalegt, en mest notalegt þegar allt er komið inní skápa  Ég passa uppá kisu. Byði ekki í að þurfa að taka hana úr þvottavélinni  Knús á þig elsku Ásthildur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.3.2009 kl. 12:35

9 Smámynd: Tiger

Letirófa ... 

Tiger, 14.3.2009 kl. 22:26

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:54

11 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Úha já, ekki vildi ég lenda í því að taka kisu úr þvottavélinni. Það er um að gera að leyfa stelpunum að vera með á meðan þær nenna því, það á eftir að breytast, trúðu mér. Annars finnst mér best þegar ég er búin að hengja þvottinn út og svo byrjar gúanóið að spúa fýlu út í loftið, kemur einhver svo góður ylmur af þvottinum.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.3.2009 kl. 16:32

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Ég skal alveg trúa því að þetta breytist, en er á meðan er. Það er ferlega ljótt að segja það, en mér fannst næstum því ekkert leiðinlegt þegar fiskimjölsverksmiðjan hér í Grindó brann fyrir fjórum árum  Ég sakna ekki baun lyktarinnar sem lagði hér yfir, og mest í besta mánuðinum, júní. Og get hengt út þvottinn minn án þess að sitja á vakt á meðan!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband