Eitt og annað

Síðasti mánuður hefur verið tími mikilla breytinga og spennandi tíma hjá litlu fjölskyldunni. Þórdís, stóra stelpan mín er byrjuð í skóla. Hún er náttúrulega orðin mjög fullorðin eftir að hún byrjaði í skólanum og er mjög ánægð og sátt. Eydís var pínu abbó fyrst og vildi ekki fara á leikskólann, en ég held að hún sé alveg komin yfir það. Allavega kvartar hún stundum yfir því að ég sæki hana of snemma.

IMG 7162

Hér sýnir hún Guðbjörgu vinkonu skólatöskuna sína, voða spennt að byrja í skóla Smile

IMG 7394

Fyrsti skóladagurinn hennar Þórdísar. Hún er ánægð með kennarann og bekkinn sinn Smile 

IMG 7574

Og stórar skólastelpur hafa herbergið sitt fínt. Það hefur yfirleitt verið ég sem hef tekið til í herbergjum stelpnanna, því þegar allt er komið á hvolf er erfitt að sortera allt. En fyrir mánuði tók ég allt í gegn hjá Þórdísi og hún hefur haldið því fínu síðan Wink Ég er voða montin af henni og líka fegin, get bara labbað inn og þrifið, ekkert dót um allt. Hún býr um rúmið sjálf og brýtur saman fötin sín Grin 

IMG 7592

Eydís passar líka sitt herbergi. Hefur reyndar alltaf verið dugleg að taka saman dótið sitt sjálf Smile En eins og sést, þá er ekki mikið pláss til að leika...

IMG 7590

...samt er hún svo ánægð í litla horninu sínu. En það hafa líka orðið árekstrar milli systranna. Þórdís er mjög pjöttuð með herbergið sitt og það hefur komið fyrir, að þegar hún kemur heim, er Eydís í hennar herbergi að leika með vinkonu af því það er svo lítið pláss til að leika í Eydísar herbergi.

Við höfum lengi spáð í að gera smá breytingar og létum vaða núna svo þær geti báðar átt stórt herbergi.

IMG 7617

Hér er lítið baðherbergi sem verður rifið. Stelpurnar eru mjög spenntar og vilja taka þátt. "Mamma, nú voruð þið pabbi heppin að eiga svona stelpur, því við getum hjálpað til við þetta" LoL

IMG 7626

Gaman gaman, og Eydís er algjör forkur þegar hún tekur til hendinni Smile

IMG 7644

Hér er búið að rífa baðherbergið burt og einn millivegg úr litlu herbergi. Herbergið verður stækkað fram á gang og bætt við baðherberginu. Og ég þarf ekkert að hafa fyrir því að reka á eftir Steina, Þórdís sér alveg um það Wink Í morgun þegar hann var ný vaknaður, sagði Þórdís við hann "pabbi, þegar þú ert alveg vaknaður...svona rétt bráðum, ætlarðu þá ekki að halda áfram að gera herbergi handa mér?" LoLToungeWhistling

IMG 7071

Það er komið haust, en það eru enn góðir dagar til að leika úti á hlaupahjólunum.

IMG 6980

Eydís brunar áfram á rafmagns hlaupahjólinu sínu. Mömmu hennar finnst hún samt stundum orðin full glannaleg á reiðhjólinu. Hún er farin að PRJÓNA á hjólinu W00t Hvaðan skildi hún hafa það..?? Tounge

IMG 7081

Kannski frá þessum skemmtilega frænda hérna, sem Eydísi fannst reyndar ekki fara nógu hratt á hlaupahjólinu sínu Tounge

IMG 7084

En það var ofsa gaman að hafa Guðna í heimsókn. Hann fór með okkur stelpunum í bíó líka Smile 

IMG 7107

Á meðan var þvottadagur katta

IMG 7112

Simbi er alveg "kattliðugur" þrátt fyrir að hafa bara þrjá fætur.

IMG 6936

Kisuknús InLove Dorrit Engill og Neisti vinur hennar eru sko sannir vinir og leika sér saman endalaust.

IMG 7581

Hér er Neisti í heimsókn, virðulegur herramaður. Hann er farinn að koma snemma á morgnana og "spyrja" eftir Dorrit Grin 

IMG 7168

Og meira af dýrum. Þessir hestar eru hér fyrir neðan lóðina. Svo kósý að hafa þá. Fyrir nokkru síðan jókst til muna "brauðát" fjölskyldunnar, þar til ég komst að því hvað það er skemmtilegt að gefa þeim að borða Tounge 

IMG 7163

En nú fá þeir bara brauð sem ég "skammta" í þá, haha!

IMG 7641

Svo var kósýkvöld hjá okkur í gærkvöldi. Notalegt að kúra saman í stelpuknúsi InLove 

En ég segi góða nótt. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla og skemmtilegar myndir, sú síðasta er æðislega kósý. Gaman fyrir Eydísi að fá stærra herbergi, og auðvitað rekur hún á eftir pabba sínum.  Og gott áttu að eiga svona snyrtilega stóra stelpu, vonandi verður Hanna Sól líka svoleiðis þegar hún verður 6 ára, en ég á einn 12 ára, sem hendir fötunum sínum út um allt.  Það er vonlaust að reyna að tala um það við hann, lofar öllu fögru og gleymir svo.  Takk fyrir þessa fallegu hugvekju elsku Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín  Vonandi verður Hanna Sól líka dugleg að halda fínu í kringum sig. Þetta hefur alveg tekið sinn tíma, hún var ófáanleg til að taka til nema ég væri með henni í því, þá var það gaman. En nú passar hún alveg sjálf uppá allt  Ég kannast við hina týpuna líka.. hann er orðinn tvítugur í dag, og enn detta larfarnir bara einhvers staðar...  en við erum víst ekki öll eins. Þeir hafa nú báðir sitthvað annað gott að bera

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þið pabbi eruð heppin að eiga svona stelpur

Jónína Dúadóttir, 15.9.2009 kl. 08:07

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já við erum sko heppin

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.9.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt að kíkja á ykkur (þó það sé bara í gegnum bloggið ennþá ;-) Þórdís dugleg að halda herberginu sínu svona fínu.  Mikið verður spennandi að fá stærra herbergi fyrir Eydísi, já og þið svo sannarlega heppin að eiga svona duglegar stelpur að hjálpa til þær eru náttúrulega bara dásamlegar

Kisukrúttin þín eru auðvitað algjöra dúllur. Gaman að eiga svona kisufélaga í næsta húsi. Ég man eftir einni kisu sem ég átti þegar ég var krakki, það kom alltaf kisustrákur úr hverfinu að spyrja eftir henni. Stóð fyrir framan útidyrnar og mjálmaði þar til ég kom út að tala við hann og hleypa minni kisu til hans. Skemmtilegt. Simbi, hann er nú bara spes sómakraftakarl

Bestu kveðjur til ykkar yndislegust

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.9.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband