Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Vandræði

Ég vaknaði við það í morgun þegar lítil hönd strauk mér mjúklega á kinnina. Þegar mér tókst að setja rifu á annað augað sá ég lítið og fallegt brosandi andlit. "Það er kominn nýr dagur, mamma" sagði dóttir mín brosandi, en eitthvað hlýt ég að hafa dottað aftur því það næsta sem ég finn er lyktin af Fréttablaðinu. "Það er kominn póstur, mamma" segir dóttir mín og heldur blaðinu þétt upp að andlitinu á mér. Það er ekki annað hægt en að drífa sig á lappir þegar maður fær svona góða byrjun á deginum Smile

Eftir að skvísurnar voru komnar á leikskólann lá leiðin í höfuðborgina þar sem ég átti tíma hjá tannsa í áframhald af Hollywood-meðferðinni minni. Ég fer nú bráðum að smæla framan í heiminn Grin

Og fyrst ég var mætt í höfuðborgina gat ég ekki sleppt því að fara í vinnuna til pabba í hádeginu og heyra hvað kaffistofugengið væri að skrafa núna. En nota bene, allir hlógu þegar ég mætti og var ástæðan sú að ég hafði verið umræðuefnið. Þeir voru búnir að þefa það uppi að ég hafði stofnað aðgang í bloggheimum. Og eitthvað eru þeir vantrúaðir blessaðir karlarnir, að tæknitröllið ég, með mína þolinmæði gagnvart tölvuapparatinu, eigi eftir að fara að blogga W00t Ég ætlaði mér nú reyndar ekkert að blogga, heldur eiga aðgang til að geta kommenterað á aðra undir nafni. Sá gamli heldur því nefnilega fram að ég sé tæknifatlaðri heldur en hann og að ef ég skildi blogga, þá mundi hann nú aldeilis gera það líka, hehehe. Svo nú er boltinn hjá þér pabbi. Ég bíð spennt. Ekki veit ég hvaða vandræði ég er að kalla yfir mig núna...en gamli er víst þekktur fyrir hrekkjabrögð, svo ég má búast við öllu núna Shocking

Ég notaði líka ferðina í dag og fór í Bónus. Síðasti séns að versla inn mjólk áður en hún hækkar. Mér reiknast til að á mínu heimili muni mjólkurskammturinn hækka um tæpar 21 þúsund krónur á ári miðað við okkar mjólkurvenjur. Ætli maður noti svo ekki bara gömu hjólbörurnar til að flytja mjólkina heim, því varla á maður fyrir bensíninu mikið lengur Angry

Eftir leikskólann nutum við dagsins úti í garði í góða veðrinu. Bara komin vorlykt í loftið og túlipanarnir farnir að gægjast upp. Var búin að baða og hátta snúllurnar klukkan sex. Ætlaði að láta þær fara að sofa á réttum tíma en það er eitthvað erfitt að vinda ofan af páskafríinu. Foreldrarnir voru orðnir pínu pirraðir, híhí, en það verður löngu gleymt í fyrramálið þegar brosandi andlit vekja okkur InLove

Sá þrífætti búinn í kvöldsnyrtingu hjá Eydísi

Sá þrífætti búinn í kvöldsnyrtingu hjá Eydísi

Þórdís komin með svefngalsa

Þórdís komin með svefngalsa


Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1079

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband