20.2.2009 | 00:54
Uppskrift handa Vestfjarðaprinsessum
Mín ástkæra Ásthildur bað mig um uppskrift að bangsakökunni fyrir prinsessusnúllurnar hennar. Hér kemur uppskriftin Hún er að sjálfsögðu líka fyrir alla aðra sem langar í köku
3,5 dl sykur
0,5 dl púðursykur
3 egg
225 g smjör (smjörlíki) brætt og kælt
Hræra þessu vel saman. Bæta svo út í:
6 dl hveiti
1,5 tsk lyftiduft
1,5 tsk natron
1 tsk salt
1,5 dl kakó
1 tsk vanilludropar
3 dl mjólk
3/4 dl volgt vatn
Þessi uppskrift passar í 3 botna (24 cm) Bakist í 20-25 mín. við 180°C
Ég nota tvo botna í kökuna með kremi á milli, nota svo þriðja botninn til að búa til eyrun úr.
Krem
2,5 bolli flórsykur
1/2 bolli kakó
örlítið salt
3 msk smjör (ég set meira)
1 msk sterkt kaffi
1 msk rjómi
Ég set líka 1 egg og stundum meiri rjóma. Smakka mig frekar áfram með kremið heldur en nota uppskriftina.
Ég tek smá af kreminu áður en ég set kakóið útí. Set pínkulítið af rauðum matarlit til að gera bleika litinn í eyrun. Set svo fyrst smá af kakóinu og tek af því til að hafa í trýnið. Set svo restina af kakóinu sem fer í andlitið.
Ég set krem á milli botnanna og svo þunnt lag ofan á. Þá festast eyrun við kökuna og þá er auðvelt að teikna útlínur í kremið, með t.d. tannstöngli eða skeið. Þá er ég búin að móta útlínurnar áður en ég byrja á dútlinu Ég nota Wilton stúta á rjómasprautu. Nr. 2 í eyrun, nef og munn, nr. 16 í trýnið og nr. 18 á andlitið. Það er líka hægt að nota bara venjulega rjómasprautu. Svo er þetta bara smá dútlerí að skreyta. Passa bara að geyma kremið í kæli svo það verði ekki lint. Helst gera allt í einu því annars vill koma annar litur þegar maður heldur áfram. Svo bræði ég suðusúkkulaði fyrir nef og munn. Notaði Orange súkkulaði fyrir augun á þessa.
Bangsakakan er ekta kaka fyrir súkkulaðigrísi Eydís vill ekki litað smjörkrem svo þá er upplagt að gera einhverja fígúru sem hægt er að hafa brúna
Þessa ljónaköku gerði ég í afmælinu hennar Eydísar í fyrra. Hún er stærri, 18". Þarna gat ég gert fígúru en haft samt fullt af súkkulaði
Þessi Barbíkaka var í Þórdísar afmæli. Ég setti súkkulaðikrem á milli og ofan á. Teiknaði svo útlínurnar í kremið. Sprautaði svo útlínurnar með lituðu smjörkremi og fyllti svo uppí með skrautstút af lituðu smjörkremi.
Þessa gerði svilkona mín fyrir Þórdísar afmæli í hittifyrra. Einfaldur botn af skúffuköku og kremið skreytt ofan á með skrautstút.
Bara endalaust hægt að finna upp fígúrur sem börnin halda uppá Stelpurnar mínar elska að fá svona öðruvísi kökur og þeim finnst spennandi að vera með þegar ég geri kökurnar. Ég mæli með því að kakan sé geymd á frekar köldum stað svo kremið haldist stíft.
Góða skemmtun. Ég fæ vonandi að sjá mynd af kökunni sem verður í afmælinu
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá !!! Þú ert snillingur
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 06:32
Þetta er æðislegt alveg. Já þú ert snillingur Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:13
Takk stelpur mínar. Ég á nú erfitt með að viðurkenna að ég sé einhver snillingur..en takk samt Þetta ættu flestir að geta gert, smá þolinmæði og dútl
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:24
Æðislega flottar tertur! mmmmmmm og girnilegar!
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 11:12
Takk Ragnhildur mín. Það er líka extra þykkt súkkulaðið á þeim, fyrir litla súkkulaðigrísi
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.