Afmælisveisla

Ég er búin að vera voðalega hugfangin af handavinnunni minni undanfarið. Lopi er fíkn W00t Er svo líka að hanna smávegis og breyta og bæta.. ætla ekkert að finna upp hjólið samt, en mér finnst þetta óskaplega gaman Smile 

Það var haldið upp á afmælið hennar Eydísar á laugardaginn. Ég er hress núna en ég var ennþá slöpp fyrir helgina. Vildi samt ekki fresta veislunni um aðra viku. Hún var búin að spyrja mig hvort afmælið hennar yrði ekki á laugardaginn. Ég á svo æðislega mömmu og systur sem sáu um að baka fyrir mig. Ég gerði næstum ekki neitt.

IMG 3049

Eydís "Mjallhvít" afmælisstelpa Smile 

IMG 3064

Óvenju fáar stelpur í þessu afmæli. Besta vinkonan var í burtu þessa helgi.

IMG 3070

Afmælissöngurinn sunginn Wizard 

IMG 3066

Og Eydís varð hálf feimin við alla athyglina.

IMG 3043

Þetta er eina sem ég gerði. Súkkulaðibangsakaka að ósk Eydísar.

IMG 3063

Mamma og Berglind systir, "verktakarnir" í eldhúsinu. Það er gott að eiga góða að segi ég bara InLove 

IMG 3082

Svo vildi mín fara úr kjólnum, nennir ekki að vera pæja of lengi í einu sko! Hér er hún glöð með bangsa sem hún fékk í afmælisgjöf Smile 

IMG 3099

Rúna mætti með Ninju litlu. Dorrit varð skíthrædd við hana og faldi sig undir sófa.

IMG 3121

Við gerðum nokkrar tilraunir, en þau vilja ekki talast við. En, hehe, hér er Ninja komin í peysuna sína áður en hún fór heim. Og nú er það nýjasta hjá Þórdísi að ég verði að prjóna peysu á Dorrit LoL 

IMG 3124

Hér er afmælið búið og Hilmir var áfram hjá okkur. Hér horfa þau á Mamma mia með afa.

IMG 3153

Berglind var hjá okkur frameftir. Hér fær hún flotta hárgreiðslu Grin 

IMG 3157

Afmæliskrúttustelpan mín sofnuð með nýju tuskudýrunum sínum InLove 

Vona að þið eigið öll dásamlega viku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Yndisleg færsla. Það er svo gaman þegar barnaafmæli eru og svo endalaust gaman að fylgjast með börnum og dýrum við ýmsar uppákomur. Skottan er glæsileg í kjólnum, hreinasta prinsessa bara. Til hamingju með hana aftur sko ..

Alltaf gaman að skoða viðbrögðin hjá blessuðum dýrunum þegar maður leiðir tvö saman sem ekki þekkjast. Verst er að það myndi aldrei þýða neitt að koma með hund til að heilsa uppá Mjöllina mína því hún myndi rífa hundinn í sig og éta hann. Erum að tala um loðna skógarlæðu sem hugsar sig ekki um heldur lætur vaða í stóran Rotwilerhund sem flýr með skottið á milli lappanna .. og hárflygsur um allt (hundurinn hárlaus eftir hana sko) ..

En, flottar myndir og frábært að þú skulir eiga svona góða að til að hjálpa þér - það er frábært hjá þeim og þær bara flottastar mamma þín og systir. Og auðvitað flottust bangsakakan! Bara snilld ... knus og kram í nóttina!

Tiger, 19.2.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn; takk og takk og takk  Dýrin eru bara hreinasta skemmtun að fylgjast með. Það fyndna við þetta er að stóri kisinn minn og litli hundurinn eru vinir. Litla kisa lætur stóra kisa ekki í friði. Svo kemur hundurinn og litla kisa flýr  Flott hjá Mjöll að láta ekkert neina Rotweilerhunda vaða yfir sig sko.. En samt ekkert gott þegar allt fer í hund og kött sko  Eigðu ljúfa nóttina!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Tiger

  Alltaf gaman af hanagangi á hóli .. jafnvel þó það fari í hund og kött sko!

 Good night sugarcube! Sweet dreams.

Tiger, 19.2.2009 kl. 02:05

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 06:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott flott Sigrún mín.  Hanna Sól á einmitt afmælið á næstu helgi.  Ég kallaði á Báru til að sýna henni bangsakökuna, og hún vill endilega fá uppskriftina.  Prinsessan okkar vill örugglega svona skemmtilega köku í sínu afmæli.  Knús og innilega til hamingju með prinsessuna þína

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 17:48

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn; hehe, villingurinn þinn

Jónína mín;

Ásthildur mín; Takk mín kæra  Ég set inn uppskriftina í kvöld.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:51

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Bráðskemmtilegt allt saman Ekkert smá flott prinsessa og bangsakakan er æði!   Já, þessi dýr vilja sko velja sína vini sjálf hahaha  ... gangi þér vel með að koma kisu í lopapeysu! hahahaha Ég er orðin alveg föst í lopanum líka, hvað er í gangi eiginlega?! Einu sinni tók ég mig til og prjónaði lopapeysur á alla familiíun en í þetta sinn ætla ég bara að prjóna á mig.... held ég... annars fer fuglasaumapakkningin alveg að verða tilbúin

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; takk. Já þetta með lopann er ótrúlegt. Það er allavega ekki kreppa í garnbúðunum þessa dagana. Ég var á Álafossi í gær og þar var búið að taka upp pakkningar af hespulopa sem er merktur ameríkumarkaði. Þeir hafa ekki undan að framleiða ofan í okkur prjónakonurnar  Þetta virkar sem hugarró á marga í þessu ástandi okkar.

Ég ætlaði bara að prjóna lopapeysu á Steina. Er búin að gera handa honum og mér líka. Er svo að byrja á nágrannakrökkunum. Get bara ekki hætt..  

Ég bíð spennt, en samt alveg pollróleg, eftir fuglasaumspakkningunni  Knús og kram á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband