Færsluflokkur: Bloggar
18.8.2008 | 17:09
Hann á afmæli í dag!
Það var á þessum degi fyrir 31 ári síðan að ég loksins fékk bróður. Ég var búin að bíða í 9 löng ár þegar hann fæddist. Og þegar ég eignaðist bróður, þá EIGNAÐIST ég hann sko, og á hann enn Það fékk sko enginn að koma nálægt honum fyrir mér, hehe.
Held samt að dætur mínar eigi smá í honum líka Hér eru þær á laugardaginn að hjálpa honum við að koma steikinni betur fyrir
Hér er hann svo að fara yfir tölvuna fyrir mig...ég telst vera frekar tölvufötluð þegar kemur að tæknimálunum...
En sjálft tæknitröllið átti samt í erfiðleikum með nýja geim-dósaopnarann minn
En ég geri nú stundum eitthvað fyrir hann. Eins og til dæmis að fórna brjóstahaldaranum mínum til að gera við mótorhjólabuxurnar hans ...eða þannig sko. Reyndar er þetta ekki brjóstahaldari, heldur gamall kjóll sem nýttist vel í þessu tilfelli...
Og hér er hann mættur á hjólið. Takið eftir fína Ferrari bakpokanum sem hann er með...hahahaha... ég sendi hann í búð fyrir mig og að sjálfsögðu átti ég engan annan bakpoka
Hér er hann í algengri stellingu, enda mikill áhugamaður um allt sem fer hratt
Og sá áhugi byrjaði snemma. Hér er hann byrjaður að máta flugvélar
Og hér flýgur hann litla Úlvinum sínum. Þeir sem vit hafa á, hafa sagt mér að hann sé mjög fær flugmaður (mynd fengin af blogsíðu Guðna)
Jamm, og í tilefni dagsins, þá fékk ég mér eins klippingu og Guðni...
...eða þannig sko. Þessi mynd af okkur er síðan í fyrra, á meðan ég var í lyfjameðferð. Guðni átti þá, eins og alltaf, stóran þátt í lífi mínu. Hann sat yfir mér dögum og vikum saman, og með hans einstaka skemmtilega svarta húmor tókst honum alltaf að breyta "æluviku" hjá mér yfir í "sæluviku" Þúsund þakkir fyrir það allt saman elsku besti brói
Til hamingju með afmælið þitt elsku Guðni
Ég er á leiðinni til þín og ætla að knúsa þig í klessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2008 | 00:48
Truflaðar mægður og hjálparhendur
Stelpurnar voru búnar að vera á leikskólanum í tvo daga og við allar komnar með fráhvarfseinkenni frá hvor annarri. Þær voru því í fríi í gær og við mæðgur fórum á flakk. Við byrjuðum á að heimsækja Ragnhildi bloggvinkonu mína. Ég fór á myndlistarsýninguna hennar fyrr í sumar og hafði náttúrulega fallið fyrir verkum hennar Fyrsta sinn sem mig hefur langað í listaverk sem ég sé á sýningu, svo ég keypti af henni eina mynd sem ég sótti í gær. Stelpurnar voru hálf smeykar við hundana hennar, en svo var allt í lagi þegar þeir voru komnir bak við hlið. Þær voru bara á kafi að leika sér á meðan við spjölluðum saman. Gaman hvað bloggheimurinn getur kynnt mann fyrir nýju fólki. Takk kærlega fyrir okkur Ragnhildur Við fórum svo og kíktum á endurnar á Læknum í Hafnarfirði, alltaf jafn vinsælt hjá smáfólkinu. Svo var haldið af stað í vinnustaðatrufling. Við heimsóttum Lúkas mág minn í vinnuna hans og ég verslaði þar í heildsölunni. Fórum svo og trufluðum pabba í vinnunni. Því næst fórum við að trufla Steinþór í vinnunni, neyddum hann til að taka sér kaffitíma og svo fórum við aftur til pabba í vinnuna og trufluðum hann ennþá meira. Hitti þar Guðna og gat montað mig af nýja listaverkinu mínu.
Hér er Þórdís í heimsókn í afa vinnu
Og hér er afi sjálfur (pabbi). Honum leiddist nú ekkert að fá svona afastelpur í vinnustaðatrufling
Þrátt fyrir mjög virðulega partasölu er þetta kannski ekki rétti klæðnaðurinn til að mæta í
En það er voða gaman að fylgjast með afa á lyftaranum
Hér er Eydís komin í rétta klæðnaðinn og farin að hjálpa til við málningarvinnu
Og hér er Þórdís mætt í málningarvinnu líka. Ég vona samt að þið haldið ekki að hér fari fram einhver barnaþrælkun Mín skoðun er bara sú, að leyfa börnunum að taka þátt í því sem þau geta og vilja, þó svo það kosti það að ég sé fimm sinnum lengur að gera hlutina. Við eigum bara enn fleiri ánægjustundir saman fyrir vikið
Hér brýtur Þórdís saman þvott. Hún hefur haft gaman að því frá því hún gat setið upprétt og er ekkert smá vandvirk við þetta.
Já það er gott að hafa svona duglegar hjálparhendur. Það er ýmislegt sem þarf að gera.
Svo fengum við skemmtilega heimsókn í kvöld. Margrét kom til okkar og við sátum heillengi á spjalli og tókum svo í spil. Þessi yndislega kona veitti mér sko heldur betur hjálparhönd síðasta sumar á meðan ég var í lyfjameðferðinni. Hún kom hingað nokkrum sinnum í viku og þreif hátt og lágt og sá um þvottinn. Það var ekki auðvelt fyrir mig að þurfa að láta einhverja manneskju þrífa undan mér skítinn, og ekki heldur fyrir einhverja manneskju að þola dintina í mér Margrét var næstum eina manneskjan sem ég gat hugsað um að fá, og ég var svo lánsöm að hún bauð sig fram. Ég fæ aldrei fullþakkað fyrir það sem fyrir mig var gert
En nú er kominn tími fyrir koddann Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.8.2008 | 15:30
Gleðidagur með fallegu fólki
Laugardagurinn var sannkallaður gleðidagur. Ég missti reyndar af Gleðigöngunni þetta árið. Vinir okkar og nágrannar, Eva og Rabbi, voru að gifta sig þennan dag, og fór bæði athöfnin og veislan fram í garðinum heima hjá þeim. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir þennan dag, alveg logn, svo kom smá rigning rétt fyrir athöfnina, en svo stytti upp og sólin skein í sjálfri athöfninni. Það rigndi svo smá um kvöldið en það kom ekki að sök, því risastóru tjaldi var búið að koma fyrir í garðinum. Ég verð bara að segja það, að þetta er lang skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef komið í. Athöfnin var látlaus og allt andrúmsloft svo afslappað og þægilegt. Þarna var mikið af hæfileikafólki, og voru það vinir og ættingjar sem sáu um öll skemmtiatriði.
Þessi mynd er dæmigerð fyrir það hvað það var afslappað andrúmsloftið. Myndin er tekin einum og hálfum tíma fyrir brúðkaup, og þarna er sjálfur brúðguminn í rólegheitum að skrúbba rúðurnar.
Hér eru gestirnir búnir að koma sér fyrir inni í tjaldi og brúðhjónin mæta á svæðið.
Hér er búið að útbúa fallega kapellu í garðinum. Það var séra Auður Inga sem gaf brúðhjónin saman og var gaman að hlusta á það sem hún hafði að segja við brúðhjónin.
Hér eru það krúttmolarnir þeirra, Hafþór og Hilmir, sem færa þeim hringana.
Og svo er það kossinn sem innsiglar hjónabandið
Hér eru Nonni á gítar og Guðbjörg vinkona Evu, að spila og syngja eftir athöfnina.
Lukku Láki sá um matinn sem var algjört sælgæti, heilgrillað lamb, kjúklingur og meðlæti. Hér er Láki ásamt starfsmanni sínum að hafa allt klárt.
Þórdís og Eydís fengu að vera með þar til eftir matinn. Þær voru búnar að fylgjast með undirbúningnum og fannst þetta virkilega spennandi. Þórdísi finnst ekki nógu gott að ég sé gift, hún er búin að spyrja mig hvort ég geti ekki gift mig aftur
Það voru skemmtilegar ræður haldnar í veislunni. Ég var svo fegin að vera ekki eina grenjuskjóðan á svæðinu, því ég grét held ég allan tímann. Ekki af sorg, heldur af gleði. Hér eru brúðhjónin ásamt fjölskyldum sínum í hláturskasti, á meðan vinkonur Evu gera grín að grátkonunni miklu, en Eva er þekkt fyrir mikla tilfinningasemi.
Það voru margir listamenn á staðnum. Hér eru Fanný og Dóri, vinir og nágrannar, að spila og syngja fyrir brúðhjón og gesti.
Hér er Agnar, líka nágranni, og Nonni með atriði sem sló rækilega í gegn. Agnar samdi snilldarlegan texta, um Rabba, sem er sjómaður, að metast um sína frú við skipsfélaga sína, Snyrtifrúin, en Eva er snyrtifræðingur sem rekur Snyrtistofuna Fögru hér í bæ.
Eva er líka þekkt fyrir að syngja allan daginn, alveg frá hjartanu. Hún ætlaði ekkert að syngja hér en varð að láta undan þrýstingi veislugesta, svo hér er hún mætt að taka lagið.
Hér eru veislustjórarnir, Sara og Dóri, komin með brúðhjónin í leik þar sem þau þurfa bæði að svara spurningum án þess að sjá svarið hjá hinum. Þau voru bara merkilega sammála og hreinskilin held þau hafi örugglega fengið 9,5
Hér er Þröstur, bróðir Evu, að taka lagið. Hann söng nokkur lög af mikilli innlifun.
Hér eru svo Fögru konurnar, Eva, Christine og Ása. Steinþór er einmitt með sína nuddstofu hjá þeim.
Hér er svo afmælisbarn dagsins. Lárus, yndislegi fóstursonur minn, er nítján ára í dag. Hann er í Noregi, því miður fyrir hann, því ég ætla að baka stóra "Sigrúnartertu" sem er uppáhaldið hans, og verð bara að borða hana alla sjálf Til lukku með daginn, elsku Lalli minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2008 | 08:35
Kálrækt og fleira til
Það skal alveg viðurkennast að það var hálf tómlegur kofinn hérna meðan skvísurnar fóru með ömmu sinni og afa á Fellsströndina. En ósköp notalegt samt að fá smá pásu. Við gátum slappað af og dekrað smá við hvort annað. Svo varð að dekra garðinn líka. Við gleymdum okkur í garðinum alveg þangað til það var orðið svo dimmt að maður sá ekkert hvað maður var að gera. Ekki veit ég hvað í ósköpunum við gerðum, eða hvort einhver er að hrekkja mig, en þetta fann ég svo í einu beðinu.
Ég sé ekki betur en þetta sé einhver kálhaus...?? Kannski að ég hafi verið orðin alveg gal þarna úti um nóttina...
En stelpurnar höfðu það flott hjá ömmu og afa. Hér er Eydís að dunda sér.
Og hér eru þær glaðar með ömmu sinni
Svo eru komin bláber sem gaman er að tína
Mér skilst að afi hafi sjaldan upplifað önnur eins flottheit. Hann lá í sólbaði og opnaði svo bara munninn og fékk ber Þeim fannst þetta spennandi, að fóðra afa sinn eins og fuglarnir gera við ungana sína. Svo var aðal fúttið öðru hvoru að segja við afa; "Afi, þetta var ormur" hehe, hvaðan skildu þær hafa þessa stríðni En þessar myndir eru að sjálfsögðu fengnar frá mömmu. Kærar þakkir fyrir okkur, mamma og pabbi.
Við fórum svo uppí lóðina okkar og þangað komu mamma og pabbi með stelpurnar til okkar. Við vorum þar í 6 daga. Ég held það sé nálægðin í sveitinni sem gerir það að verkum að stelpurnar elska að vera þar. Við erum þarna öll saman, sofum í sama rúmi, erum alltaf á svæðinu og það er alltaf verið að bralla eitthvað saman. Svo er hægt að hlaupa um allt þarna frjáls eins og fuglinn. Þórdís tapaði sér alveg þegar ég fór að pakka okkur saman til að fara heim. Hún grét hástöfum og vildi bara alls ekki fara Ekki það að henni finnist neitt leiðinlegt heima, það er bara svo gaman í sveitinni. Svo á hún eina vinkonu þar sem er 11 ára og finnst voða gaman að spássa með henni.
Já, það er alltaf eitthvað verið að bralla. Hér eru allir saman að moka holur til að steypa fyrir palli.
Svo er ekkert leiðinlegt að fá að drullumalla steypu með pabba
Eydís aðstoðarkona, alltaf tilbúin með næstu skrúfu
Þórdís er bara eins og sannur smiður, reiknar út og mælir hvar spýturnar eiga að vera
Jamm, meira að segja ég gat tekið til hendinni og skrúfað pallinn. Eins gott að byrja að æfa sig áður en byrjað verður á húsinu
Hér eru svo Hafþór "Spiderman" og Þórdís "Solla stirða" að leik í gær.
Hér er svo Hilmir ofurkrútt. Hann var að leika við Eydísi.
Kveðja og knús á ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.7.2008 | 19:39
Það má alltaf á sig börnum bæta
Við ákváðum að vera bara heima um helgina. Sleppa ferð í lóðina svona eins og einu sinni. Ég var eitthvað orðin lúin af þessum þvæling sem hefur verið á okkur og langaði að vera heima. Þórdís var ekkert yfir sig ánægð með þessa ákvörðun. Hún vill helst bara vera uppí lóð og spyr mig mjög reglulega hvenær við förum En mér finnst það bara æði hvað stelpurnar una sér vel þar. En fyrst við vorum heima þá var náttúrulega planaður hittingur með krökkunum hans Benna sem stelpurnar eru búnar að sakna. Og það endaði með gistingu og öllu tilheyrandi, svaka fjör
Það varð að byrja á pottinum
Svo var bara farið í útilegu í stofunni Arnar Ísak er hér eins og sannur herramaður að útbúa tjaldið meðan "frúin" situr í sólbaði.
Jamm, allt orðið undirlagt í útilegu
Og svo náttla gista í tjaldinu í "þykjustunni"
Eydís útbýr nestið og dúkkurnar
Svo vildi hún taka mynd af mömmu. Fyrsta myndin sem hún tekur.
Maður þarf sko að sýna þessum stelpum ýmislegt, ekki slæmt að hafa óskipta athygli kvenþjóðarinnar
Hér sést að Þórdísi datt eitthvað sniðugt í hug
Og hendin strax komin í loftið, svo kom búúúmmm!
Hér eru vinkonurnar Brynja Katrín og Þórdís.
Svo fengu þau popp og eplasafa og horfðu á Alvin og íkornana
Svo þurfti að ærslast aðeins fyrir svefninn. Þetta var bara ekta náttfatapartý og allir fengu að sofa á flatsæng
Benni sótti krakkana á sunnudeginum og við fórum saman á ylströndina í Nauthólsvík. Síðan fórum við heim til þeirra og Benni grillaði handa okkur lamba-rib-eye, svaka gott
Og veðrið var mjög gott. Krakkarnir voru úti að leika í garðinum.
Þegar við komum heim um kvöldið hafði kisi greinilega saknað okkar. Hann lagðist ofan í prjónatöskuna mína og svaf þar hjá mér.
Í gær kom svo þessi góðkunningi í heimsókn. Ég er búin að komast að því að hann heitir Pjakkur. Hann trítlar hér um allt eins og hann eigi heima hérna. Simbi er eitthvað farinn að venjast honum. Hann kom að minnsta kosti að rannsaka hann betur núna
Svo fékk hann nudd hjá nuddmeistaranum
Og borgaði fyrir sig með því að skúra eldhúsgólfið
Mamma kom svo í gær og sótti stelpurnar. Þær fóru með afa sínum og ömmu í þeirra sveit. Eiga sjálfsagt eftir að skemmta þeim mjög vel í einhverja daga. Á meðan getum við dekrað smá við hvort annað og kannski séð einn heilan fréttatíma eða svo...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2008 | 23:32
Pakkinn minn - ekki gleyma þeim sem minna mega sín
Fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan ákvað ég að "eignast" eitt barn í viðbót. Eiginlega var þetta lengsta meðgangan mín, ég var búin að ganga með þetta í huganum í mörg ár, þar til ég lét verða af því að gerast styrktarforeldri barns í Pakistan í gegnum Abc barnahjálp. Ég var að hugsa um að styrkja stúlku, því þær eiga erfiðar uppdráttar, en ákvað samt að velja strák af því að ég á tvær stelpur. Fyrir mig er þetta mjög gefandi. Ég tárast af gleði þegar ég fæ sent kort og mynd frá honum (ég veit ég er væmin, en svona er ég bara ). Ég fæ líka sendar einkunnir frá skólanum hans, svo ég get fylgst með hvernig honum vegnar.
Þessi börn eiga sína drauma eins og við. Hér er Nouman 7 ára. Hann dreymir um að verða læknir. Honum gengur vel í skólanum og er ánægður og glaður.
Hér er hann á 9 ára afmælinu sínu. Ég sendi honum pening, 1500 krónur, og allt þetta fékk hann fyrir þann pening. Ég fékk sent þakkarbréf frá honum og líka teikningar frá honum
En það var ákveðið um daginn af Abc að afþakka sérgjafir til barnanna. Ég skil vel ástæðurnar fyrir því. Það getur verið erfitt fyrir önnur börn sem ekkert fá að sjá hin börnin fá gjafir. En það er bara út af eigingirni í mér, að ég varð smá spæld yfir þessari ákvörðun En ég get nú samt sem áður sent honum eitthvað sem kemst í umslag
Þegar ég var búin að gerast styrktarforeldri, smitaði það foreldra mína. Þau höfðu líka hugleitt þetta áður og létu verða af því að fá barn líka til að styðja.
Hér er "systir" mín, Amna. Hún er 10 ára.
Ég borga 2,000 krónur á mánuði og satt best að segja þá hef ég aldrei orðið vör við að ég sé að borga þetta. Ég hef ekki þurft að sleppa neinu sem ég geri, en hefði glöð gert það. Þetta dugar til að "drengurinn minn" geti gengið í skóla, fengið heilsugæslu og máltíð á hverjum degi. Og ég er ríkari í hjartanu fyrir vikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2008 | 22:59
Ævintýri
Nú meðan við erum í sumarfríi erum við ekkert að stressa okkur á svefnvenjum heimilisins. Stelpurnar vaka lengur frameftir og sofa lengur á morgnana. Nema í gærmorgun, þá vakna þær fyrir sjö og vilja endilega drífa mig á fætur. Nú skildi ég standa við loforð gærdagsins, sem var að þegar við mundum vakna, þá færum við að heimsækja Auroru í sveitina. Þær voru að rifna úr spenningi. Ég var ekki alveg tilbúin að leggja af stað þá, hehe, en þegar klukkan var að verða tíu lögðum við í hann. Við keyrðum Krísuvíkurleiðina sem er alveg afskaplega falleg leið.
Við stoppuðum við Borgarhól. Ekki veit ég ástæðuna fyrir því af hverju fólk hefur raðað steinum þarna í litlar vörður...??
Hér erum við komin til Auroru. Hundarnir komnir í boltaleik.
Stelpurnar eru voða spenntar fyrir öllum dýrum. Fyrst var Eydís pínu smeyk við stóru hundana en það lagaðist fljótlega
Svo var einn lítill hundur. Henni leist best á hann og var voða góð við hann. Svo varð hún voðalega sár þegar hann glefsaði aðeins í hana þegar hann var að frekjast yfir snúðbita sem hún átti. Hún átti frekar bágt yfir því vegna þess að hún hafði verið svo góð við hann. En þau urðu strax vinir aftur.
Hér er haninn tignarlegur
Og hænan með ungana. Ætli hún sé að fara að gefa þeim kóksopa?
Svo var ægilega gaman að skoða ungana
Og ennþá meira gaman að fá að halda á þeim
Og auðvitað fengu þær báðar að halda á unga
Hér er svo "bóndinn" Aurora. Hún hafði gefist upp á orfinu sínu og fékk sér gamaldags orf
En Steini sláttukarl kom orfinu í gang og varð síðan að slá í leiðinni. Hann gat ekki hætt og Aurora varð auðvitað ofsa glöð
Svo voru Bára og Bjarki að stússast í hestum og við kíktum auðvitað til þeirra. Bára var ekki með stelpurnar með svo Þórdís og Eydís misstu af þeim, en fengu að leika sér með dótið þeirra í staðinn
Og það er aldrei langt í fjörið þar sem þessar eru
Svo heilsuðum við upp á hestana. Steini hreifst af þessu folaldi og langar að eignast það.
Svo röltum við aftur heim til Auroru. Þegar við komum aftur til Grindavíkur um kvöldið höfðu stelpurnar sofið í bílnum og voru vaknaðar. Við ákáðum að kíkja aðeins í kaffi til Arnar og Gullu og auðvitað hittum við á afmæli hjá Erni. Við erum orðin sérfræðingar í því að þefa uppi afmælisveislur Svo ef einhver á afmæli bráðum, þá á ég örugglega eftir að detta inn
Knús og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.7.2008 | 00:43
Draumateikningin fundin
Þá er hún loksins fundin, draumateikningin að sumarhúsinu. Við höfum verið að spá í fullt af teikningum og duttum svo niður á eina sem við bæði heillumst af. Við erum líka búin að vera dugleg að vera uppí lóð til að "máta" okkur á staðnum og átta okkur á umhverfinu. Svo nú er næsta mál hjá okkur að kaupa þessa teikningu og fá hana samþykkta. Ég er eins og lítið barn, ég er svo spennt. Ég sagði í kvöld að ég gæti lokað augunum og séð fyrir mér húsið í lóðinni og þá spurði Þórdís mig; "mamma, ertu með einhver önnur augu til að sjá húsið?" Haha, það er svo gaman hvað börn geta tekið hlutunum bókstaflega!
En við byrjuðum á því að koma við hjá ömmu og afa í Mosó á leiðinni uppí lóð, og Steini sló garðinn og fékk til þess góða aðstoð.
Eydís var líka voða montin á traktornum
Framkvæmdir bara langt komnar, hehe. Langþráð vatnið orðið tengt. Svo gleymdist eitthvað til að tengja og ég fór að sækja vatn í ketilinn. Fékk þá gusuna alla uppí ermina sem er eitthvað líkt brussuskapnum í mér. En nágrannakærleikurinn í sveitinni er í fullu gildi. Nágrannakona okkar sá þetta og var fljót að senda manninn sinn með stóran brúsa handa mér svo ég þyrfti ekki að hlaupa eftir vatni í hvert sinn
Svo er tæknin líka langt komin á ýmsum sviðum
Það leit nefnilega út fyrir að það væri að fara að rigna þegar ég var að fara að grilla holusteikina okkar. Þetta átti að bjarga kolunum, en svo bara stytti upp.
Veðrið var ekki eins gott og undanfarnar vikur, svo stelpurnar voru mikið inní húsbíl að spila og teikna. Ótrúlegt hvað þessir fjörkálfar létu sér það nægja
Þetta listaverk er tileinkað Guðna. Eydís teiknaði flugvélina hans, en hann missti af steikinni í þetta sinn því hann gat ekki flogið vegna veðurs eins og til stóð.
Ekki vantar hugmyndaflugið hjá börnunum. Ég lét stelpurnar hafa kassa utan af ís og Þórdís teiknaði þessa mynd sem er víst af mér þegar ég var lítil !
Um daginn fundum við hreiður rétt hjá húsbílnum. Ungarnir eru komnir úr eggjunum. Hér eru þeir svangir að bíða eftir mömmu sinni. Þeir galopnuðu munninn þegar þeir heyrðu þruskið í myndavélinni.
Þessi ungi hér er orðin meira sjálfbjarga. Hún var varla orðin tveggja ára þegar enginn mátti aðstoða hana við að klæða sig. Dugleg og röggsöm stelpa hér á ferðinni
Hér eru bændur að ferja hrossastóð. Smáfólkið hreifst mjög af öllum hestunum. Við fórum svo heim frekar snemma á sunnudeginum. Kíktum við hjá Gumma í sumarbústaðnum hans uppi á Skaga og lentum þar í heljarmikilli veislu. Við vissum ekkert af því, en pabbi hans átti 85 ára afmæli, svo við fengum tertur og kaffi þar.
Þessar myndarstelpur ætla að passa Þórdísi og Eydísi eitthvað í sumar, á meðan leikskólinn er í fríi. Ragnheiður er dóttir Stínu vinkonu og Jóhanna er dóttir Siggu systur Stínu. Ég fór að taka myndir fyrir Góðan daginn Grindvíking á aukabæjarstjórnarfundi í dag. Þegar ég kom heim voru þær búnar að taka til og þrífa eldhúsið. Aldeilis myndarskapur hjá þeim
Og hér er nýji bæjarstjórinn okkar í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Hún á eflaust eftir að setja sinn svip á bæinn okkar. Merkileg kona hér á ferð.
Hér er Simbi að svala þorstanum á góðum degi í síðustu viku
Bestu kveðjur til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2008 | 01:58
Tannlæknaskemmtiferð
Dagurinn í dag var sólríkur og notalegur eins og svo oft undanfarið, ekki leiðinlegt það. Elísabet vinkona Þórdísar kom í heimsókn í morgun. Þær eru nýbyrjaðar að fara á milli hvor annarrar í heimsóknir en hafa verið góðar vinkonur í leikskólanum frá því þær byrjuðu þar. En þegar maður er sko bara ekki orðinn fimm ára, þá er maður enn að læra ýmislegt í samskiptum við vinina. Þær eru báðar skapmiklar konur og ósjaldan heyri ég setningar á borð við "þú ert ekki vinkona mín lengur" eða "þú færð ekki að koma í herbergið mitt" Ég hef líka tekið eftir því með systurnar, að aðal gjaldmiðillinn er "herbergið" og það er mikið áfall að missa þann rétt. En það var sem sagt fimm mínútum eftir að Elísabet kom, þá rauk hún út. Ég náði aðeins að sjatla málin og það endaði með því að Þórdís og Eydís fóru með henni heim til hennar.
Hér eru þær svo allar litlu mömmurnar á leið heim til Elísabetar. Ég fór út í garð, eitthvað að færa til plöntur og gramsa. En um hálftíma síðar koma þær til baka með mömmu Elísabetar. Þá hafði eitthvað slegist í brýnu milli þeirra og þær vildu aftur koma hingað. En eftir örstutt mömmuþing ákáðum við að leyfa þeim ekki að hlaupa alltaf svona í burtu um leið og eitthvað kemur uppá, svo þær verða bara að leika aftur á morgun. Þetta styrkir vinskapinn, er ég viss um
Jamm. Hér eru þær á góðri stundu, búnar að leggja undir sig baðherbergið og dekka borð og buðu mér svo í mat Algjörar dúllur
En dagurinn í dag var líka merkisdagur fyrir Eydísi. Fyrsta heimsóknin til tannlæknis. Fyrir ári síðan fór Þórdís í sína fyrstu tannlæknaheimsókn og það gekk bara vel. Ég var samt smávegis hrædd um að það mundi ekki verða jafn auðvelt fyrir Eydísi...mín er sko ekkert á því að láta kássast í sér nema hún ákveði það sjálf
En hún var svo blíð hún frænka okkar og var fljót að bræða hana. Hér er Eydís búin að velja sér nýjan tannbursta, voða flottan sem blikkar með ljósum.
Svo var fíni stóllinn mátaður. Smá feimni við stólinn en samt bara sport
Svo fór Þórdís í skoðun líka. Hér er hún voða montin að tannbursta Birtu. Hún mundi alveg hvað þetta var gaman í fyrra.
Hér eru svo nöfnurnar, Helga Þórdís og Þórdís. Flott að fá svona pæjusólgleraugu. Svo fannst smá brúnn blettur á einni tönn sem var pússuð og sett hvítt yfir, áður en Karíus færi að koma í tönnina. Það gekk voða vel. Mín fékk önnur gleraugu með videomynd og horfði bara á Línu Langsokk á meðan. Svaka dugleg stelpa
Hún gæti bara farið að aðstoða hana frænku sína. Fagleg vinnubrögð
Svo fengu þær að velja sér verðlaun í lokin. Svaka flottar, komnar með tattú, sápukúlur, tannbursta og svo mynd af sér í tannlæknastólnum. Þetta gekk allt vel og var hin besta skemmtun hjá stelpunum. Reyndar gerði Eydís tilraun til að gera snyrtinguna fokhelda var með smá læti og brussuskap þar, en það reddaðist fyrir horn.
Þegar heim var komið áttu stelpurnar að taka til. Hmmm, það var eiginlega bara allt annað skemmtilegra
Allt reynt til að fá mömmu til að hugsa um eitthvað annað
En um leið og pabbi byrjar að ryksuga fer Þórdís í stuð. Hún verður að hafa einhvern með sér í tiltekt, þá syngur hún eins og fagur fugl og minnir mig á Öldu mágkonu Gaman að því
Eftir tiltektina er kominn háttatími, líka hjá dúkkunum. En hvað haldið þið...
Steini skrapp út og kemur hér með ís heim. Ekki beint það besta fyrir háttinn, en við erum nú í sumarfríi og það má nú aðeins sukka smá
Það vantar ekkert uppá ís-genin
Svo þarf bara að bursta vel á eftir, með nýja tannburstanum
Eydís er svo hrifin af nýja tannburstanum. Mikið að hún bursti ekki bara líka tennurnar í Simba þrífæti
Broskveðjur til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.7.2008 | 14:55
Sumarsæla
Nú eru Þórdís og Eydís komnar í langþráð sumarfrí frá leikskólanum. Þær voru virkilega farnar að þrá að komast í frí og geta dinglað sér eitthvað með mömmu sinni. Þetta er voða notalegt, við gerum bara það sem okkur langar til að gera þessa dagana, engin dagskrá
Þegar ég kynntist manninum mínum, var ég svo heppin að hann átti fyrir son, sem þá var tíu ára. Hann hefur reyndar búið í Noregi svo okkar samvera hefur mótast af því. Hann hefur verið hjá okkur á sumrin og um jól og stundum páska. En nú eru breyttir tímar. Hann er orðinn fullorðinn, er að verða nítján ára, og er í námi og vinnu í Noregi. Svo það er nóg að gera hjá honum og hann kemur bara í stutta heimsókn. En systur hans hafa lítinn skilning á því Þær sakna hans óskaplega og spyrja sífellt hvenær Lárus kemur Þórdís hefur alveg gert sér grein fyrir því að hann eigi aðra mömmu í Noregi og að hann eigi heima þar og hér hjá okkur. En í gær fengum við heimsókn og þá ráku stelpurnar upp stór augu Lárus á nefnilega systkini í Noregi, sem eru sex ára tvíburar og þó ég hafi verið búin að segja frá þeim er ég ekki viss um að þær hafi gert sér grein fyrir því. Og tvíburarnir urðu held ég jafn hissa á þessum systrum hér Fyrst urðu þau öll undrandi en eftir að hafa skoðað hvort annað og verið feimin í þrjár mínútur voru þau orðin bestu vinir
Hér er Amelía komin inn í tjald að leika
Það var sól og hlýtt og allir fengu íspinna, nema Christian vill ekki súkkulaði og fékk ís úr dollu. Mér sýnist hann vera sami ís-áhugamaður og stóri bróðir
Hér er Ágústa, mamma hans Lárusar. Við sátum allan daginn úti í góða veðrinu. Langt síðan við hittumst síðast svo það var nóg að skrafa
Hér eru þau öll saman. Eitthvað eiga strákar samt erfiðara með að stilla sér upp
Eða kannski þarf maður að vera svolítið fyndinn innan um eintómar stelpur...
Þau eru svona næstum því systkini, svo sæt saman
Eydís, Þórdís, Amelía og Christian
Svo varð auðvitað að fara í pottinn. Hér sprautar Christian ísköldu vatni á Þórdísi um leið og hún rennir sér niður
Það er kannski svolítið kvikindislegt af mér að setja þessa mynd inn en hér hafði Þórdís sprautað köldu vatni á Christian og hann varð frekar sár yfir því. En það tók aðeins nokkrar sekúndur að jafna sig svo þetta er nú allt í lagi
Og hér fær Steini að kenna á því, haha, Amelía sprautar á hann köldu vatninu
Jamm, þetta er fjör
Og gusur í allar áttir
Og enn meiri gusur...
Þórdís og Amelía ná mjög vel saman. Og það skiptir engu máli hvort Amelía talar íslensku eða norsku, þær skilja hvor aðra mjög vel
Hér kemur Þórdís á fleygiferð...
og Amelía leggur í hann...
...og kemur svo á fleygiferð.
Við grilluðum okkur svo kvöldmat og borðuðum saman. Áður en þau fóru var Þórdís strax farin að skipuleggja ferð til Noregs í heimsókn til þeirra. Mér sýnist stefnan verða tekin þangað í næstu utanlandsreisu. Og hér fljóta með myndir af Lárusi, sem við söknum svo mikið og hlökkum til að hitta næst
Þessi mynd er síðan í desember, en þá var Lárus síðast hjá okkur. Og litlu systurnar umkringja hann
Og hér er Lárus með Stínu, kærustunni sinni Hún kom eftir jólin í heimsókn og mamma hennar líka.
Og nú bíða tuttugu fingur og tuttugu tær eftir að ég komi og naglalakki þær. Við verðum nú að vera dálitlar pæjur í sumarfríinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar