Færsluflokkur: Bloggar

Sögur úr sveitinni

Við erum búin að vera á lóðaríi undanfarnar helgar, eða þannig sko. Við eigum sumarhúsalóð í Borgarfirði og erum sum sé búin að vera uppi í lóð. Við fórum með húsbílinn okkar þangað og plöntuðum honum þar. Ég held að hann fari nú ekki í fleiri ferðir, greyið garmurinn. Steini keyrði húsbílinn og við stelpurnar fórum á Skodanum á eftir. Það var nú ekkert auðvelt að koma honum alla leið upp í Borgarfjörð. Það bara hvarf allt í svartan reykjamökk á eftir honum Sick og sumir sem við mættum eða tóku fram úr hafa örugglega hugsað einhverjum þegjandi þörfina Whistling  Við stelpurnar keyrðum á eftir svarta skýinu og hægðum reglulega á okkur til að minnka mengunina yfir okkur, en þegar við nálguðumst Kleppjárnsreyki ákvað ég að stoppa og viðra okkur. Steini var fljótur að átta sig og hringdi til að vita hvort ég vildi ekki lengur kannast við að þekkja hann, hehe W00t En við náðum að koma bílnum alla leið og þar verður hann í sumar. Hann er ekkert augnayndi, en hann heldur vatni og vindi og þar getum við sofið og eldað. Og þar að auki er enginn Glitnir að íþyngja manni neitt því hann kostaði varla neitt Tounge Þórdísi og Eydísi finnst bara æði að vera í sveitinni og spyrja endalaust hvenær við förum næst uppí lóð Smile

IMG 7674

Fjörið byrjaði strax í Mosó. Steini var að athuga loftið í dekkjunum þegar hann bara hélt bókstaflega á ventlinum! En eins gott að við vorum ekki á ferðinni. Þessu var reddað fljótt.

IMG 7678

Hér erum við mætt á svæðið og Steini strax farinn að huga að trjánum

IMG 7684

Þessi ösp er búin að stækka helling. Fann samt ekki gömlu myndina til að bera saman

IMG 7692

Fljótlega eftir að við mættum komu nágrannar okkar í heimsókn. Þau eru nágrannar okkar í sveitinni og hér heima Smile Hér er Eva mætt í kvöldkakó

IMG 7694

Og Gvendur maðurinn hennar hér ásamt Steina

IMG 7695

Það var heilmikið fjör að fara að sofa í húsbílnum

IMG 7686

Hér eru Eydís og Þórdís að dunda sér með spil. Þeim finnst þetta vera algjör paradís Smile

IMG 7690

Svo er spennandi að hafa svona skápaklósett W00t

IMG 7699

Hér er svo verið að gróðursetja tré. Steini plantaði 75 öspum þessa helgi. Spurning hvort það dugar til að kolefnajafna andrúmsloftið eftir mengunina á leiðinni hingað...W00t

IMG 7701

Svo var náð í sand í sandkassann. Það lítur nú út fyrir að hann sé að moka beint úr skottinu, hehe

IMG 7702

En hinn helmingurinn af skelinni var í skottinu. Þórdís ætlaði nú varla að vilja segja mömmu sinni frá því, að þau festu næstum því mömmubíl þegar þau sóttu sandinn LoL

IMG 7717

Flott að hafa svona sandkassa í sveitinni

IMG 7801

Næstu helgi fórum við aftur í sveitina. Hér komum við í pissustopp hjá ömmu og afa í Mosó og tókum þessa mynd af gullregninu hennar ömmu. Þarna voru amma og afi í útlöndum og Þórdísi fannst þetta óviðeigandi; "mamma, þegar einhver er ekki heima, þá má maður ekki fara inn í húsið hans" sem er náttúrulega alveg rétt hjá henni. Hún skilur ekki hvað ég er að gera með lykil og vaða þarna inn meðan enginn er heima LoL

Jamms. Og nú á að ferðast ódýrt í ár. Búin að selja fellihýsið og nú skal ferðast ódýrt...

IMG 7819

...eða þannig sko. Við ákáðum að taka dúkkuhúsið líka uppí lóð.

IMG 7827

Og hér er verið að baka sandkökur og undirbúa dúkkuafmæli Smile

IMG 7831

Þeim fannst þetta spennandi eldavél sem mamma þeirra notaði. Hér á að holugrilla lambalæri

IMG 7835

Og það heppnaðist vel að venju Happy

IMG 7726

Hér erum við komin hinu megin við ána, hjá Hraunfossum og Barnafossi

IMG 7839

Hildur og Biggi voru í Húsafelli með fjölskylduna og stelpurnar urðu rosa glaðar að hitta Birgir Örn frænda sinn. Það er svo gaman að skoða kynjamuninn. Hér er Birgir Örn "Hulk" og Þórdís er að reyna að apa það eftir honum. Svona stelpuútgáfa af Hulk LoL

IMG 7849

Gaman hjá krökkunum. Ætli hér sé verið að gera teygjuæfingar...?

IMG 7868

Svo ein blómamynd í lokin af veröndinni hérna heima. Blómin gleðja alltaf Smile


Gaman saman

Að horfa á heiminn með augum barna er alveg ótrúleg upplifun. Þau geta örugglega kennt okkur fullorðnu jafn mikið og við kennum þeim. Mér dettur í hug setning sem ég heyrði Húgó barnasálfræðing segja einhvern tíman, þ.e. að við ættum að segja það sem við meinum, og meina það sem við segjum.  Ég var að láta renna í bað fyrir nokkrum dögum og var að fara að baða Eydísi. Meðan ég hátta hana hringir mamma og spyr mig meðal annars hvað ég sé að gera. Ég segist vera að fara að henda Eydísi í bað og með það sama brestur Eydís í grát og segir mér að ég megi ekki "henda" henni í baðið W00t Það er eins gott að ég reyni að vanda betur orðalagið Undecided

Þórdís er líka dugleg að minna mann á ef maður gerir ekki allt rétt. Hún er sko femínisti framtíðarinnar. Hún tekur pabba sinn í gegn ef henni finnst hann ekki tala nógu virðulega í garð kvenna. Hún húðskammaði hann fyrir að kalla einhverja konu "kellingu" LoL Já, sem betur fer, þá hafa dætur mínar skap og láta ekki neinn vaða yfir sig. Það er gott framtíðarnesti fyrir þær.

Þetta er búin að vera skemmtileg helgi hjá okkur eins og vanalega. Eddi frændi kíkti í laugardagsheimsókn að venju. Hann kom með ís handa stelpunum eins og alltaf. Ég bað hann að koma bara með einn ís á mann og ég held að hann hafi verið spældari heldur en stelpurnar yfir því, hehe.

IMG 7362

Eydís knúsar frænda sinn

IMG 7347

Stelpurnar hafa greinilega lært eitthvað á Sjómannadaginn. Hér eru þær í koddaslag.

IMG 7343

Svaka tilþrif W00t

IMG 7393

Hér eru pæjurnar komnar í "hælaskó" eins og þær segja, og það þykir flott

IMG 7378

Svo bakaði ég skúffuköku. Mér heyrðist vera komið nýtt nafn á hana, kassaterta.

IMG 7380

Nammi namm. Eydís sleikir út um Tounge

IMG 6594

Og á meðan Simbi lúrði á hjónarúminu gerðist dálítið...

IMG 6775

Sá þrífætti var ekki ánægður með það sem hann sá...

IMG 6770

Köttur í bóli bjarnar! Eða ætti ég að segja hundur í dalli kattar! Þessi hundur kemur öðru hvoru í heimsókn. Ég veit ekkert um hann, en hann er voða ljúfur og góður...og finnst kattamatur góður

IMG 7366

Stelpurnar eru yfir sig hrifnar af honum. Þórdís er oft að biðja um hund. Henni finnst ekki nóg að eiga bara kött!

IMG 7369

Og hundinum fannst gaman að leika við þær. Greinilega vanur börnum þessi hundur.

IMG 7374

Ég varð að gefa Simba smá rækjur í sárabót. Hann fylgist vel með að enginn komi og steli þeim.

IMG 7406

Þessi sæti strákur heitir Arnar Ísak. Hann og Brynja Katrín, systir hans, koma alltaf í heimsókn aðra hvora helgi. Þau búa aðra hvora viku hjá pabba sínum og við pössum að leyfa þeim alltaf að hitta stelpurnar þær helgar, því þau eru ofsalega góðir vinir. Svo borðuðum við saman kvöldmat, sem Benni eldaði, afskaplega ljúffengt.

IMG 7403

Vinkonurnar Þórdís og Brynja Katrín. Þórdís var ánægð með að ég skildi prjóna alveg eins kjóla handa þeim.

IMG 7411

Hér er Arnar Ísak að raða saman dóti úr kinder-eggi. Gott að hafa einn vanan til að hjálpa sér Wink

IMG 7424

Og í morgun komu Hafþór og Hilmir yfir. Og að sjálfsögðu komu þeir með í pottinn. Það er alltaf fjör í því.

IMG 7427

Hafþór sprækur

IMG 7439

Hér er Hilmir að koma niður rennibrautina...

IMG 7440

...og svo splash Pinch Þetta var sem sagt heilmikið pottafjör að venju Smile

Steini fór svo með Benna vestur í sumarhúsalóðina okkar. Hann ætlar að setja niður einhverjar plöntur þar

IMG 7452

Stelpurnar fóru í afmæli til Tómasar Orra, sem er fjögurra ára stór strákur. Ég var eitthvað að gaufa í garðinum á meðan, þangað til þær sóttu mig og vildu fá mig með í afmælið. Ég skrapp þá yfir og fékk mér smá kaffi þar, og meiri kökur Grin

IMG 6856

Ávaxtastund hjá okkur stelpunum

IMG 6862

Mmm, nammi namm Grin og fullt af vítamínum

IMG 6844

Sætar kúrusystur. Þær vildu kúra aðeins áður en þær fóru að sofa InLove


Ilmur af vori

Nú trúi ég því að sumarið sé komið. Steini var að slá grasið áðan, og þvílíkur ilmur sem kemur af nýslegnu grasi, mmm, maður fær bara sumarið beint í æð. Nú er ég búin að hreinsa öll beðin í garðinum og færa til einhverjar plöntur. Svo erum við búin að kantskera og Steini setti nýjan sand fyrir stelpurnar í sandkassann. Nú bíð ég bara spennt eftir að geta farið að setja niður sumarblómin. Ég er búin að gera vísindalega könnun í garðinum hjá mér, og mér finnst lang flottust blómin sem ég hef keypt hjá "litlum garðyrkjustöðvum". Fyrir utan það, að hjá þeim fær maður líka miklu betri og persónulegri þjónustu. Síðustu tvö sumur hef ég plantað hlið við hlið blómum sem ég hef keypt annars vegar hjá Blómavali og Garðheimum, og hins vegar blómum sem ég keypti í Gleym-mér-ei í Borgarnesi. Það er ekki spurning, að Borgarnesplönturnar eru miklu stæðilegri og fallegri og endast lengur en hinar. Ekki veit ég samt af hverju þetta er svona, kannski talar blómakonan í Borgarnesi við blómin sín á meðan hún ræktar þau...hver veit Happy Ég er allavega búin að setja stefnuna á Borgarnes um næstu helgi og ætla sko að fylla bílinn af blómum. Fjölæringarnir sem ég setti niður í fyrra eru allir byrjaðir að koma upp. Nú horfi ég hýru auga á garðinn minn, að reyna að finna út hvar ég geti sett fleiri beð og fleiri blóm. Ætli ég verði ekki að biðla til bóndans um að fá að stela plássi af grasinu hans. Er búin að vera í smá samningaviðræðum við hann um að hann smíði fyrir mig blómaker í sumar, og þessi elska á örugglega eftir að græja það fyrir mig InLove 

IMG 6648

Eydís hjálpaði til við vorverkin. Hún fór og sópaði hjá nágrannanum W00t

IMG 6511

Steini að smíða lok yfir "kjallarainnganginn"

IMG 6499

Simbi fylgist vel með öllu. Hér tekur hann út verkið.

IMG 6664

Stelpurnar fengu að fara smá rúnt á traktornum. Svaka stuð Smile

IMG 6756

Steini bar á allar garðmublurnar í dag. Hér er hann kominn í pásu í kvöldsólinni.

IMG 6758

Allt að lifna við og ilmurinn góður af nýslegna grasinu

IMG 6711

Hér er Logi vinur hennar Þórdísar í heimsókn. Þau eru algjör krútt saman InLove

IMG 6733

Stelpurnar fengu ný hjól í gær og fengu að vera með þau inni fyrsta daginn. Þær voru ekki lengi að rútta öllu til og hjóluðu um allt inni.

IMG 6724

Eydís einbeitt á svipinn. Fyrsta tvíhjólið hennar. Svo hjólaði hún úti í dag eins og hún hafi aldrei gert annað. Mamma hennar fékk nú smá sjokk þegar hún sá hvað hún er mikill glanni, að minnsta kosti miðað við það að hún er varla búin að læra að bremsa...Gasp

IMG 6685

Ætli Simba hafi fundist ganga eitthvað hægt að koma jeppanum í gang...Whistling Hann er allavega kominn í gang núna, svo við getum hætt að rífast um hinn bílinn, hehe

IMG 6566

Svo ein krúttmynd í lokin af Eydísi. Það jafnast ekkert á við glöð börn úti að leika á vorin InLove

 


Fimleikafjör

Nú fara fimleikarnir að fara í sumarfrí í lok þessa mánaðar. Af því tilefni héldum við okkar árlega grillpartý hérna heima í garðinum um síðustu helgi. Það var að vonum svaka fjör, enda mættu fjörutíu og eitthvað börn til okkar. Steini var á fullu að grilla ofan í alla. Svo var skoppað og skrallað á trampólínum og síðan kælt niður með ís á eftir. Einhverjir náðu svo að suða út að fara í heita pottinn á eftir og auðvitað fylltist hann þá fljótt. Þau voru ekkert á leiðinni upp úr pottinum aftur, svo eina ráðið var að taka burtu tappann og fela hann.

Ég verð að viðurkenna að stundum á haustin kvíður mig fyrir að allt þetta fimleikastúss byrji og hef stundum velt því fyrir mér hvað við séum að pæla með því að vera að þessu. Endalaust streð að vera í þessu við mjög lélegar aðstæður. Svo eru allt of fáir foreldrar sem vilja sinna starfinu eitthvað. Fáeinir rífa kjaft og vilja setja út á hlutina en "hafa svo ekki tíma" til að taka þátt í ákvörðunum o.fl. sem þeir eru beðnir um, og eru þá fljótir að þagna LoL Tek það nú samt fram að þeir eru mjög fáir sem hafa látið þannig. Flestir eru mjög ánægðir með starfið og það sem er boðið uppá. En deildin okkar er ung, ekki nema þriggja og hálfs árs, svo vonandi á hún eftir að eldast vel og verða öflug einhvern tíman.

Svo koma þessar elskur að æfa og eru svo glöð að það er ekki hægt að hætta. Svo sennilega er það þess vegna sem við erum í þessu. Steini fékk svo falleg bréf frá nokkrum krökkum í síðustu viku, þar sem þau eru að þakka fyrir sig. Ef þetta mundi ekki bræða mann, þá held ég að maður væri bara úr grjóti InLove

Atli og Sandra voru líka hjá okkur í fimm daga á meðan foreldrarnir skruppu erlendis. Svo það var aldeilis flott fyrir stelpurnar að hafa extra leikfélaga hérna heima.

IMG 6570

Steini grillar og Eva græjar pylsurnar

IMG 6581

Sumir völdu sandkassann og aðrir trampólín

IMG 6563

Það var fengið aukatrampólín að láni hjá nágrönnum

IMG 6585

Atli var tímavörður á trampólíni

IMG 6579

Alls staðar voru einhver börn. Sumir að leika inní herbergi

IMG 6577

og sumir í tjaldinu

IMG 6617

Þetta er bara hluti af pottormunum

IMG 6603

Kjartan sprelligosi

IMG 6605

Hér er hann á leiðinni niður...

IMG 6606

Og svo splassssss

IMG 6536

Flottar fimleikastelpur á æfingu

IMG 6542

Uppstilling á æfingu

IMG 6540

Svo vildu þær endilega hafa eina grettumynd með Tounge


Mömmusyndrom

Við hjónin ætlum að skreppa á mánudaginn í nokkurra daga frí og ætlum við að skoða borgina Kraká og njóta þess að vera bara tvö saman. Ég er bara strax farin að fá fráhvarfseinkenni frá litlu snúllunum mínum Blush Þetta er alveg ótrúlegt. Mann langar svo að fá smá púst frá barnastússi en er svo strax farin að sakna þeirra InLove Þau geta verið voða skrýtin þessi mömmugen... En þær verða í góðum höndum á meðan. Mamma og pabbi ætla að flytja hingað á meðan og þær eiga eftir að snúa gamla settinu í marga hringi Tounge Og Simbi verður örugglega ánægður að hafa extra klappara á staðnum.

En nú þegar vorið er að koma er voða ljúft að fara í pottinn á kvöldin

IMG_6048

Svo er voða gaman að maka sig með raksápunni hans pabba og gerast pottaskrímsli!

IMG_6043

Svo er ærslast smá fyrir háttinn

IMG_6011

Og í morgun var að sjálfsögðu farið í pottinn

IMG_5983

Simbi þrífætti fylgist með út um gluggann

IMG_5984

Og svo smá geiiiiisp

IMG_6063

Þórdís að hjóla í góða veðrinu

IMG_6086

Og dúkkan fékk að vera með

IMG_6070

Eydís er örugglega með rallýblóðið í æðunum. Ekki langt að sækja það...

IMG_6066

Með hljóðum og öllu Tounge

IMG_6062

Simbi fylgist með úr fjarlægð. Öruggara...

Ég varð að gera smá hlé á færslunni í gærkvöldi. Steini var búinn að elda svaka flotta miðnætursteik handa okkur, humar, namminamm. Svo þegar ég vaknaði í morgun var allt orðið svona:

IMG_6089

Talandi um vorið... það er eitthvað lengi að ákveða sig hvort það ætlar að koma Shocking

 

 


Vandræði

Ég vaknaði við það í morgun þegar lítil hönd strauk mér mjúklega á kinnina. Þegar mér tókst að setja rifu á annað augað sá ég lítið og fallegt brosandi andlit. "Það er kominn nýr dagur, mamma" sagði dóttir mín brosandi, en eitthvað hlýt ég að hafa dottað aftur því það næsta sem ég finn er lyktin af Fréttablaðinu. "Það er kominn póstur, mamma" segir dóttir mín og heldur blaðinu þétt upp að andlitinu á mér. Það er ekki annað hægt en að drífa sig á lappir þegar maður fær svona góða byrjun á deginum Smile

Eftir að skvísurnar voru komnar á leikskólann lá leiðin í höfuðborgina þar sem ég átti tíma hjá tannsa í áframhald af Hollywood-meðferðinni minni. Ég fer nú bráðum að smæla framan í heiminn Grin

Og fyrst ég var mætt í höfuðborgina gat ég ekki sleppt því að fara í vinnuna til pabba í hádeginu og heyra hvað kaffistofugengið væri að skrafa núna. En nota bene, allir hlógu þegar ég mætti og var ástæðan sú að ég hafði verið umræðuefnið. Þeir voru búnir að þefa það uppi að ég hafði stofnað aðgang í bloggheimum. Og eitthvað eru þeir vantrúaðir blessaðir karlarnir, að tæknitröllið ég, með mína þolinmæði gagnvart tölvuapparatinu, eigi eftir að fara að blogga W00t Ég ætlaði mér nú reyndar ekkert að blogga, heldur eiga aðgang til að geta kommenterað á aðra undir nafni. Sá gamli heldur því nefnilega fram að ég sé tæknifatlaðri heldur en hann og að ef ég skildi blogga, þá mundi hann nú aldeilis gera það líka, hehehe. Svo nú er boltinn hjá þér pabbi. Ég bíð spennt. Ekki veit ég hvaða vandræði ég er að kalla yfir mig núna...en gamli er víst þekktur fyrir hrekkjabrögð, svo ég má búast við öllu núna Shocking

Ég notaði líka ferðina í dag og fór í Bónus. Síðasti séns að versla inn mjólk áður en hún hækkar. Mér reiknast til að á mínu heimili muni mjólkurskammturinn hækka um tæpar 21 þúsund krónur á ári miðað við okkar mjólkurvenjur. Ætli maður noti svo ekki bara gömu hjólbörurnar til að flytja mjólkina heim, því varla á maður fyrir bensíninu mikið lengur Angry

Eftir leikskólann nutum við dagsins úti í garði í góða veðrinu. Bara komin vorlykt í loftið og túlipanarnir farnir að gægjast upp. Var búin að baða og hátta snúllurnar klukkan sex. Ætlaði að láta þær fara að sofa á réttum tíma en það er eitthvað erfitt að vinda ofan af páskafríinu. Foreldrarnir voru orðnir pínu pirraðir, híhí, en það verður löngu gleymt í fyrramálið þegar brosandi andlit vekja okkur InLove

Sá þrífætti búinn í kvöldsnyrtingu hjá Eydísi

Sá þrífætti búinn í kvöldsnyrtingu hjá Eydísi

Þórdís komin með svefngalsa

Þórdís komin með svefngalsa


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband