Færsluflokkur: Bloggar

Fjölskyldukvöld og stelpukvöld

Við höfum þá reglu hjá okkur að föstudagskvöld eru fjölskyldukvöld. Stelpurnar eru alltaf voða spenntar yfir því og við ekki síður. Eftir kvöldmatinn gerum við eitthvað skemmtilegt saman. Svo horfum við á fjölskyldumynd í sjónvarpinu. Það er svo skemmtilegt og gefandi að fylgjast með stelpunum. Þær hafa svo gaman af þessu og eru í hláturskasti yfir bíómynd að maður fær algjört krúttkast yfir því að fylgjast með þeim Joyful En á föstudaginn var Steinþór að vinna fram eftir svo við færðum fjölskyldukvöldið yfir á laugardagskvöldið. Í staðinn höfðum við stelpukvöld á föstudagskvöldinu þar sem við mæðgur áttum saman notalegt kvöld.

IMG 9750

Við pöntuðum okkur pizzu sem við borðuðum í stofunni W00t Svo teiknuðum við og lituðum myndir. Fjöldi listaverka sem varð til þá. Svo kósuðum við okkur saman yfir bíómynd Joyful 

Á laugardaginn fórum við til Reykjavíkur í innkaupaleiðangur. Við fórum í "Lúkasarbúð" en það er heildsala sem Lúkas mágur vinnur í. Þar voru stelpurnar dressaðar upp í vetrarklæðnaði, útigallar, pollagallar, stígvél, húfur, hanskar, sokkabuxur og ég veit ekki hvað. Ein ferð og við fengum allt á sama staðnum Wink 

IMG 9769

Þórdísi langaði svo að heimsækja Birgir Örn frænda svo við gerðum það líka. Hér eru þau öll að leika sér. Hann er á milli stelpnanna í aldri, sex mánuðum yngri en Þórdís og níu mánuðum eldri en Eydís, en miðað við stærð þá væri hann þremur árum eldri en Eydís, hahaha.  Og þau smella alltaf saman eins og þau leiki saman alla daga Smile 

IMG 9773

Hér erum við komin aftur til Grindavíkur. Við ákváðum að fá okkur að borða á Lukku Láka, veitingastað hér í bænum. Stelpurnar elska að koma á þennan stað. Hjónin sem reka hann eru alltaf svo yndisleg við þær. Láki var í eldhúsinu og Þórdís var ekki búin að sjá hann. Hún sá bara stúlkuna sem tók pöntunina hjá okkur. Meðan við biðum eftir matnum hafði hún orð á því að Láki væri nú ekki svona lengi að koma með matinn handa okkur, hahaha, sem var náttla bara tóm ímyndun af því að goðið sjálft var ekki sjáanlegt LoL 

IMG 9774

Það er mjög heimilislegt andrúmsloftið þarna eins og sjá má. Stelpurnar finna sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera.

IMG 9776

Já það er gaman að fíflast svolítið Tounge 

IMG 9781

Svo var farið heim og kúrt yfir skemmtilegri mynd í sjónvarpinu

IMG 9786

Hér eru stelpurnar búnar að máta nýju Latabæjarhúfurnar sem við keyptum. Þórdís valdi sér að sjálfsögðu Sollu stirðu húfu en Eydís valdi sér Íþróttaálfshúfu. Hún var svo ákveðin í því að vilja bláu húfuna og ég leyfði henni bara að ráða því sjálf. En Þórdís, sem er alveg bleik í gegn, hefur haft áhyggjur af því að það verði hlegið að Eydísi í leikskólanum með "strákahúfu". Mér finnst gott hvað hún hugsar vel um systur sína en jafnframt finnst mér ómögulegt að svona lítil börn hafi áhyggjur af svona löguðu Crying En ég held að Eydís sé ekki viðkvæm fyrir umhverfinu að þessu leiti. Henni finnst þetta flott og hún á sennilega ekki eftir að láta aðra hafa áhrif á sínar skoðanir með það Wink 

 


Kátar skvísur

Stelpurnar hafa beðið í allt sumar eftir að fimleikarnir byrji aftur. Þær voru orðnar óþreyjufullar, því þær vissu að allt væri byrjað. Svo loksins kom röðin að þeim í gær.

IMG 9634

Komnar í búningana og á leið á æfingu. Þær fara strax eftir leikskóla á æfingu, og Eydís kom heim máluð eins og kisa og vildi fara svoleiðis á æfinguna. Hún er eins og kisurnar, alveg kattliðug.

IMG 9638

Sjáðu mamma, við erum alveg beinar og fínar fimleikastelpur Smile Þær voru svo spenntar að þær vissu varla hvernig þær ættu að vera, skoppuðu bara um allt af kátínu Grin 

IMG 9643

Hér er Þórdís á æfingu. Eydís þarf að bíða eftir næsta tíma, þá er hennar æfing. Ein lítil skotta "smyglaði" sér með á æfinguna. Hún verður sko alveg tilbúin þegar hún kemst inn, sem verður eftir áramót.

IMG 9645

Þetta er alveg rosalega gaman

IMG 9649

Svo þarf að æfa sig á jafnvægisslánni. Það er allt orðið fullt hjá okkur í fimleikunum, komin yfir hundrað börn sem æfa hjá okkur tvisvar til fjórum sinnum í viku.

IMG 9657

Kristinn blaðamaður kom færandi hendi til okkar í gær. Hann gaf fimleikadeildinni mynd sem hann var búinn að stækka og prenta á plötu. Hér er hann að sýna okkur myndasyrpu sem hann hefur verið að taka af fiskveiðum og vinnslu á fiski.

IMG 9689

Svo er það kvöldmaturinn í kvöld. Hakk og spaghetti alltaf jafn vinsælt hjá smáfólkinu.

IMG 9690

Og þetta þarf maður að borða með öllu andlitinu LoL 

IMG 9693

Stóra systir örlítið penni

IMG 9686

Smekkir eru löngu hættir að vera notaðir á þessu heimili, en einhverra hluta vegna fannst henni nauðsynlegt að fá smekk núna, annars yrði hún svo skítug W00t Þær voru þreyttar og sælar eftir daginn, dagur tvö hjá þeim í fimleikum þetta haustið Smile 

 


Góðar fréttir

Ég fór í dag á Landspítalann í mitt hefðbundna eftirlit sem er á þriggja mánaða fresti. Læknirinn minn var bara ánægður með mig og blóðprufurnar fínar, sem sagt algjört gæðablóð Smile Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með þetta. En það er alveg ótrúlegt hvað ég fæ alltaf sama kvíðahnútinn í magann áður en ég á að mæta Crying Kannski af því ég er búin að vera lasin undanfarið. Þá minnir allt mig á veikindin. En nú ætla ég bara að klára að jafna mig á þessari pest sem ég er búin að vera með í ellefu daga. Ég verð vonandi orðin vel spræk um næstu helgi. Þangað til ætla ég að vera voða stillt og haga mér eins og hefðardama Grin Ég er búin að vera voða stillt þessa dagana. Er bara skipstjóri á heimilinu, skipa fyrir alveg hægri vinstri. Mesta sem ég geri er að sortera þvottinn, Steini sér um rest og ferst það bara vel úr hendi. En ég þekki sjálfa mig nógu vel til að vita að ég verð farin að hamast í öllu áður en ég veit af Whistling 

IMG 9613

Herbergi stelpnanna voru komin í rúst og Steini bjargaði málunum með því að fá Auju til að vera "au-pair" í einn dag. Hún er svo dugleg þessi elska.

IMG 9614

Og það var af nógu að taka. Þegar dótið fer alveg á hvolf þá ráða stelpurnar ekki við að taka til sjálfar. En þegar herbergið er fínt, þá geta þær vel haldið því þannig.

IMG 9616

Ný "húsmóðir" - nýjar áherslur. Engin ávaxtastund, heldur kvöldkaffi með kökum og fíneríi W00t En það má nú líka alveg og allir voru voða kátir.

IMG 9608

Samrýmdar systur, sem hjálpast að Smile 

IMG 9620

Hér er Eydís, fröken sjálfstæð, að greiða sér sjálf fyrir leikskólann. Það er ekkert sem stoppar þessa stelpu af Wink 

Ég þurfti að koma við í Símabúð í dag og fá nýja fjarstýringu fyrir adsl sjónvarpið. Það hentaði best að koma við í Smáralindinni. Á leiðinni í símabúðina gekk ég framhjá fullt af fatabúðum og sá á mörgum stöðum eitthvað sem mig langaði að máta. Fór samt ekki inn í neina búð. Ég bara skil ekki í því hvað ég er allt í einu komin með mikla fatadellu..? Skildi það vera aldurinn? Ég er samt svo heppin að ég nenni helst ekki inn í búðir, svo ef ég skildi hugsanlega-einhvern-tímann-seinna ætla að skoða það sem ég sá í búðinni, þá er það löngu búið Grin 

Elskum lífið, knús á ykkur Heart


Fimleikaundirbúningur

Nú þegar haustið er gengið í garð fer íþróttastarfið á fullt. Ég var svo "heppin" að það klúðraðist eitthvað í skólanum að dreifa skráningarblöðum fyrir fimleikana í síðustu viku og börnin fengu upplýsingarnar í þessari viku. Eða það má kannski segja að þetta hafi verið okkar mistök, við hefðum átt að dreifa þessu í bekkina sjálf. En svona er þetta, maður er alltaf að læra eitthvað. Þannig að fimleikakennslan byrjar næsta mánudag en ekki síðasta mánudag eins og við ætluðum. Ég var eiginlega bara fegin, þar sem ég hef legið í rúminu með flensu síðan á laugardaginn og hefði bara alls ekki getað skipulagt vetrarstarfið um síðustu helgi. Ég hef því getað dreift þeirri vinnu á þessa viku með góðri aðstoð frá panodil-hot og hóstamixtúru ásamt því að sofa reglulega yfir daginn Shocking Það er ekkert sérlega einfalt að skipuleggja fimleikaæfingarnar. Allt verður að passa við skóla og leikskóla. Svo er alltaf verið að ýta okkur útí horn og klípa af okkar tíma í salnum því íþróttahús bæjarins er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þá starfsemi sem hér er. Svo þurfti ég að standa í rifrildi við minn ágæta nágranna, af því að hann var sendur af körfunni í "skítverkin", þ.e. að stela tíma af okkur. Þeir eiga 79,8 % af tímanum (meistaraflokkur meðtalinn) og við 9,2 % en samt þurftu þeir að klípa af þessu. Okkar iðkendur eru 48% af þeirra iðkendum. En bara svo það komi skýrt fram, þá slógumst við ekkert yfir þessu, hehe, og erum ennþá jafn góðir grannar LoL

Í Grindavík er mikill körfu-og fótbolta áhugi sem er bara mjög gott. En mörgum þótti vanta meiri fjölbreytni fyrir börnin því það hafa jú ekki allir áhuga á því sama. Það var stofnuð hér sunddeild sem hefur verið mjög vinsæl og síðan fimleikadeildin. Þegar við byrjuðum með fimleikadeildina hér í Grindavík þurftum við að berjast fyrir því að fá að vera til. Nú, fjórum árum síðar, þurfum við ennþá að bítast við aðra um pláss. Og það er það sem mér finnst svo leiðinlegt við þetta. Eiginlega bara sorglegt. Því það sem við erum að vinna að, eru meðal annars forvarnir fyrir börnin okkar. Ég lít ekki svo á að ég sé í samkeppni við aðrar íþróttagreinar, þvert á móti. Ég vil samstarf með öðrum deildum. Við erum jú öll deildir í sama félaginu, UMFG, og við eigum að vinna saman að því að halda börnunum okkar í íþróttum burtséð frá því hvað þær heita. Á ísskápnum mínum er segulmerki frá bænum sem á stendur "Grindavík er tómstunda og íþróttabær". Ég vona bara að einhverjir sem eru í bæjarstjórn eigi svona líka og átti sig á að hér þarf að gera eitthvað. Nú er búið að loka Festi, þar sem karfan var með félagsaðstöðu og svo var verið að henda UMFG út úr Kvennó og á götuna...

Fimleikar vefmynd

Mynd frá æfingu í desember sl. tekin af Kristni Benediktssyni. Hér eru nokkrar hressar fimleikastelpur og Steini þjálfari í baksýn.

Það verður heljarinnar húllumhæ og hopperí á næstunni. 90 börn eru skráð í fimleika núna svo það er mikið fjör framundan. Það er svo gaman að sjá hvað börnin eru glöð og skemmta sér vel, það er jú mergurinn málsins. Hafið góða helgina. Heart

 


Klukk klukk

Minn elskulegi bloggvinur og bróðir, Guðni, er búinn að "klukka" mig í þessum skemmtilega klukk-leik bloggara. Hér koma svörin mín

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

* Spunakona á Álafossi, skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki á mínum ungdómsárum

* Matráðskona á eldhúsbíl, endalaus ferðalög og nýtt fólk - bara gaman

* Garðyrkjustörf, meðal annars fyrir Ásthildi bloggvinkonu Wink og síðar húsbandið InLove

* Bókhald og fjármálastjórn, síðustu fjórtán ár hef ég verið möppu-tígrisdýr, mjög grimm Devil

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

* Hmmm, vantar oftast endinn á myndunum sem ég horfi á... Sleeping en ef ég verð að segja eitthvað, þá er það Leathol weapon 1, 2, 3, 4.

Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:

* Reykjavík

* Mosfellsbær

* Hafnarfjörður

* Grindavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

* Breskir sakamálaþættir á Rúv

* 60 mínútur á Stöð 2

* Næturvaktin á Stöð 2, bráðum Dagvaktin

* Top Gear á Skjá 1

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

* Grikkland, Grikkir eru skemmtilegir með mikla sögu og alltaf sól

* Bretland, eitt skemmtilegasta ævintýri sem ég hef lent í var þar, með Guðna og vinum hans

* Noregur, elska fósturson minn sem býr þar

* Ísland, "Laugavegurinn" (Landmannalaugar-Þórsmörk) er eitt af mínum uppáhalds

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

* mbl.is

* byr.is

* októberbabys, mömmuklúbburinn sem ég er í

* umfg.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

* Lambakjöt mmm...elska það

* Plokkfiskur hjá mömmu Heart

* Mexíkóskt kjúklingalasagna

* Heimatilbúnar fiskibollur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

* Íslendingasögur

* Leggðu rækt við ástina, Anna Valdimarsdóttir

* Einn dagur í einu í Al Anon

* Stóra garðabókin

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

* Ragnhildur Jónsdóttir - ragjo.blog.is

* Matthilda M. Eyvindsdóttir Tórshamar - tildators.blog.is

* Tigercopper - tigercopper.blog.is

* Heiður Þórunn Sverrisdóttir - snar.blog.is

Hafi þeir verið klukkaðir þá svari þeir samkvæmt því.


Útborgunardagur

Ég fékk útborgað í dag sem er kannski ekki í frásögur færandi. Nema hvað, ég hef aldrei fengið eins flottan launaseðil...

IMG 9600

Það er ekki amalegt fyrir mömmur að fá svona útborgun, heila fjölskyldu. Þetta færði Þórdís mér þegar hún kom úr leikskólanum áðan Smile Mér fannst þetta svo krúttlegt, og svo merkt "mamma og pabbi" efst. Reyndar er líka upphæð á seðlinum, ein og hálf milljón eða eitthvað álíka en það er aukaatriði.

IMG 9607

Svo er Þórdís alltaf teiknandi. Og hún er voða klár að teikna og hugmyndarík. Ég mundi aldrei hafa hugmyndaflug á við hana. Þessa mynd gerði hún handa mér um daginn þegar við kíktum í kaffi til Stínu. Blóm gleðja alltaf, líka teiknuð með brosi Smile


Ömmukrútt og afastelpur

Á fimmtudaginn fyrir viku var Þórdís eitthvað farin að sakna ömmu sinnar og afa. Hún bað mig um að koma í heimsókn til þeirra en Steini var á bílnum í bænum svo við komumst ekki. Rétt á eftir hringdi mamma og Þórdís talaði við hana í símann. Hún bað ömmu sína að koma til sín, en þá voru mamma og pabbi akkúrat á leið út úr bænum, svo þau komust ekki til okkar. Mamma heyrir svo í gegnum símann tilkynningu þess efnis að "amma vill ekki koma til okkar". Amma varð alveg miður sín að heyra hvernig hún tók þessu og ég held að afi (pabbi) hafi fengið skammir frá henni, af því að þau komu ekki hingað daginn áður, hehe. Svo það var þeirra fyrsta verk að mæta á staðinn þegar þau komu í bæinn aftur, svo stelpurnar mundu nú ekki missa alla trú á ömmu sinni W00t 

IMG 9536

Þórdís ömmukrútt, ánægð að hafa ömmu í heimsókn

IMG 9533

Eydís að sýna ömmu dót

IMG 9527

Afi fékk hárgreiðslu hjá Eydísi. Hún er ekki sú mjúkhentasta sem ég þekki...hehehe

IMG 9549

Hér er Þórdís eitthvað að sprella í afa sínum

Svo bað afi Eydísi um að ná í kaffibollann sinn inn í eldhús. Hún spratt af stað, voða ánægð með að afi sinn vildi fá kaffi...

IMG 9552

...og hljóp inní herbergi til að hella á kaffi LoL 

IMG 9553

Sem afi drakk náttúrulega af bestu lyst. Fékk held ég ábót líka Tounge

IMG 9531

Steini lenti í smá garnaflækju. Ég hef ekki þolinmæði í að leysa svona flækjur Blush en nota bara þolinmæðina í að prjóna dúkkuföt úr garninu Grin

IMG 9555

Svo voru komnar fleiri hjálparhendur að leysa úr flækjunni

IMG 9558

Eydís rúllar bolta með ömmu.

Svo ætlar amma (mamma) að bæta upp ömmu-ímyndina um helgina. Stelpurnar ætla til hennar á laugardaginn og gista hjá henni eina nótt. Þær ætluðu að "passa" ömmu sína meðan afi færi út úr bænum, en svo breyttist það, og þær ætla að passa bæði ömmu og afa. Ég býst við að við notum tækifærið og skreppum á Ljósanótt. Við allavega viðrum okkur eitthvað Smile

Knús til ykkar Heart


Prinsessan og spariskórnir

Það varð heilmikið drama í fjölskyldunni um daginn. Við vorum á leið í afmæli þegar uppgötvaðist að spariskórnir hennar Þórdísar voru orðnir of litlir. Aðrir spariskór sem hún átti voru einhverra hluta vegna allir í mold sem ekki var hægt að þrífa af, því skórnir voru svona glimmerskór og allt fast í glimmerinu. Hún var alveg ómöguleg yfir þessu. Skódama eins og hún getur ekki verið þekkt fyrir að vera ekki rétt skóuð LoL og þar sem við vorum á leið í heimsókn til Öldu á sunnudaginn, var ekki annað hægt en að skella sér í skóferð í Smáralindina á laugardaginn. Eydís sagði ekki orð á meðan Þórdís valdi og mátaði réttu skóna. Ég spurði hana svo hvort hún vildi líka skó og hún jánkaði því strax og gekk beint í hilluna með skóm sem hún var greinilega búin að velja sér í huganum.

IMG 9475

Eydís komin heim með nýju skóna sína, voða ánægð

IMG 9479

Og Þórdís komin í sína skó. Þær hafa alveg sína skoðun hvaða skó þær vilja og völdu sjálfar.

IMG 9482

Sætar systur saman

IMG 9490

Svo rann upp sunnudagurinn. Þær fóru í bað áður en við fórum í bæinn. Hilmir var kominn í heimsókn, og auðvitað fór hann bara í bað líka.

IMG 9502

Hér erum við komin til Öldu mágkonu. Þangað fer ekki Þórdís nema í sínu fínasta pússi Grin og hér er Alda eitthvað að dekstra þær.

IMG 9507

Þórdís með Öldu sinni. Hún er án efa uppáhaldsfrænka hennar. Hún ætlar að verða söngkona eins og Alda, enda var gantast með það á fæðingardeildinni þegar hún fæddist, að hún yrði örugglega sópransöngkona. Hún yfirgnæfði öll önnur börn á spítalanum, og jamm, það heyrist víst vel í henni ennþá W00t

IMG 9512

Og það var einmitt Alda sem tók á móti Eydísi þegar hún fæddist

IMG 9509

Hér eru frænkurnar saman. Þórdís, Alda, Eydís og Linda, dóttir Öldu. Það var alveg sérstök stund, og Þórdís rifjar það oft upp, þegar hún lokaði sig inni í herbergi með Öldu og fékk að skoða alla fínu spariskóna hennar. Hún á ekki langt að sækja skódelluna sína, þetta kom allt með genunum W00t

Takk fyrir yndislegan dag í gær Alda mín InLove

Bestu kveðjur til ykkar


Vörn fyrir börn og silfurgleði

Það er nú einu sinni svo að mestu slysahætturnar eru inni á heimilinu hjá manni. Ég spái talsvert í hvernig ég get komið í veg fyrir að börn slasist hérna og eftir því sem þau eldast, þá þarf ég alltaf að vera að hugsa út eitthvað nýtt.

Stelpurnar eru farnar að bjarga sér svo mikið sjálfar. Ef þær verða þyrstar, þá klifra þær uppá eldhúsinnréttingu til að ná sér í glas. Ég var alltaf að verða vitni að einhverjum loftfimleikum inní eldhúsi og var orðin skíthrædd um að þær dyttu í gólfið, á grjótharðar flísarnar. Ég ákvað því að gera smá breytingar í eldhúsinu. Það var alltaf einn neðri skápur sem ég notaði ekki, því hann var með svo leiðinlegu innvolsi og ekki í standard stærð svo ekki var hægt að kaupa inní hann. Steini skrapp til Njarðvíkur, til hans Ragnars í RH trésmiðju, og hann var ekki lengi að redda okkur fínum skúffum í skápinn. Hann var svo fljótur að redda þessu að Steini hafði enga afsökun og varð að klára dæmið fyrir mig Grin

IMG 9467

Þórdís ánægð með að þær fengju skúffu niðri fyrir sín glös og diska. Ég setti reyndar alla diska þarna og finnst það bara miklu betra.

IMG 9448

Stelpurnar bjuggu til fána. Hér er Eydís með sinn fána.

IMG 9451

Svo var fylgst með heimkomu strákanna okkar í handboltanum í sjónvarpinu. Ekkert smá flottar móttökur sem þeir fengu. Við gátum skemmt okkur jafn vel, þó svo við horfðum á þetta heima í stofu en ekki á staðnum.

IMG 9466

Kannski að Þórdís verði handboltafrík eins og mamma hennar...

Ég kláraði að horfa á orðuveitinguna og fór svo uppí kirkju að klippa niður myndir sem verða notaðar í sunnudagaskólanum í vetur. Þetta eru held ég yfir þúsund myndir sem þarf að klippa, svo það verður annað klippikvöld.

Svaf svo frekar lítið í nótt þar sem stelpurnar voru að vakna upp til skiptis. Ég endaði uppi í rúmi hjá Þórdísi og svo kom Eydís þangað líka

IMG 9471

Jamms, ég svaf sem sagt þarna á milli og vaknaði vel spörkuð í morgun og tók þessa mynd af þeim systrum Grin Get vonandi staðið við það að fara snemma að sofa í kvöld...

Bestu kveðjur til ykkar


Haust-menningarskipulag og fleira

Ég er búin að vera lasin heima síðustu daga. Var slöpp eitthvað í síðustu viku en hélt ég væri bara þreytt, en er svo búin að vera með hita síðustu daga. Samt ekki nógu veik til að gjörsamlega liggja í bælinu, en nógu slöpp til að fara að skjálfa um leið og ég reyni að gera eitthvað. Náði samt að hoppa hæð mína nokkrum sinnum yfir handboltaleiknum í dag, sem var bara frábær. Mér finnst voða fúlt að vera svona lasin. Hjartað í mér verður svo lítið þegar ég fæ smá pest...ég fer einhvern veginn í gamla farið og finnst ég verða veik lengi lengi... Þegar ég vakna og finn að ég er enn veik, finnst mér eins og þetta verði alltaf svona. Sama hvað ég hugsa um eitthvað annað, þetta plompar bara uppí hausinn á mér. En Aurora vinkona mín var svo sæt við mig í dag. Hún minnti mig á að ég væri sko algjör nagli, þó ég liti út eins og bleik og ljóshærð með glimmeri, þá væri ég nú gamall rallynagli, hahaha Wink

1actress5 med

Niðurstaðan varð sú að ég væri "bleikur nagli" LoL Það þarf ekki mikið til að lyfta mér á hærra plan, mér leið bara strax betur. Takk skvís Smile 

Ég er nú samt búin að nýta tímann ágætlega. Elsku brói minn græjaði fartölvuna svo nú get ég legið í sófanum með tölvuna, þarf ekki lengur að hanga inní herbergi í "gömlu gufuvélinni þar". Ég er sjálfskipaður menningarfulltrúi fjölskyldunnar og þar sem ég er leikhúsfrík er ég búin að skipuleggja leikhúsferðir haustsins. Við förum með dæturnar í september að sjá Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu. Ég held bara að Þórdís sé orðið með þetta innbyggt hjá sér. Hún var að rukka mig um leikhúsferð fyrir nokkrum dögum, en ég fer alltaf með stelpurnar á a.m.k. tvær barnasýningar yfir veturinn. Svo keypti ég líka miða á Fló á skinni í október, fyrir alla fjölskylduna, þ.e. mömmu, pabba, systkini mín og okkur. Ég varð mjög ánægð þegar leikfélag Akureyrar ákvað að koma með þessa sýningu hingað suður. Ég ætlaði að bjóða Steina í helgarferð til Akureyrar síðasta vetur og sjá sýninguna, en ó mæ, flug fyrir okkur tvö kostaði yfir fimmtíu þúsund og þá væri eftir hótel, leikhús og út að borða. Þetta kostaði yfir hundrað þúsund þegar ég var búin að reikna allt og fyrir sama peninginn fórum við til Póllands í æðislega fimm daga ferð. Mér finnst verð á flugmiðum innanlands alveg fáránlega dýrt miðað við flugmiða til útlanda.

Ég verð svo að monta mig smá. Steini fékk mjög ánægjulegt símtal í dag. Hann er með garðaþjónustu á sumrin og Hafnarfjarðarbær veitti viðurkenningu fyrir snyrtilegan og vel hirtan garð sem hann sér alfarið um.

1manhose med

 Þetta er lóð umhverfis 4 fjölbýlishús í Lækjargötunni í Hafnarfirði. Ekkert smá flott viðurkenning Smile og gaman þegar tekið er eftir svona.

Svo vona ég bara að allir verði stilltir á menningarnótt og vakni eldsnemma á sunnudaginn til að horfa á "strákana okkar". Gangi þeim vel.

Áfram Ísland !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband