29.10.2009 | 19:54
Fjörheimar
Þar sem eru börn, þar er líf og fjör. Og heimilið mitt er yfirleitt fullt af börnum. Og mér finnst það fínt. Það segir mér að börnin mín eiga vini. Einhvern veginn er það svo, að hingað sækja krakkarnir mikið. Stelpurnar leika að sjálfsögðu líka við vini sína heima hjá þeim en eru oftar hér með vinum sínum. Ég fæ þá líka að kynnast vel þeirra vinum sem eiga eftir að verða vinir þeirra í framtíðinni.
Hér er Þórdís og vinkona hennar. Þær hjálpuðu til við bakstur
Það fer ekkert krem til spillis hér
Þórdís er myndarleg að brjóta saman þvott
Svo þarf að fara með allt í skúffurnar... í einni ferð
Eydís fjörkálfur hjálpar til við að setja í þvottavélina
Svo eru kósý stundir þar sem er teiknað. Þær gera mikið af því að teikna.
Svo þarf stundum að taka smá auka fimleikaæfingar heima. Hér er Eydís að taka tilhlaup.
Og svo framheljarstökk
Og Þórdís líka
Svo var mamma klöppuð upp líka
Og það var mjög fyndið og skemmtilegt að horfa á mömmu stökkva
Hér kemur pabbi svífandi líka
Svo þarf að æfa líkamsstöðuna líka
Ekki slæmt að hafa svona einka-fimleikaþjálfara heima
Já það er ýmislegt brallað hér og alltaf fjör
Framkvæmdir mjakast áfram í rólegheitunum. Það hafa komið nokkur stopp í þær hjá okkur. Fengum bæði flensu um daginn og svo nóg annað að gera. En nú er að komast meira skrið á þetta. Þórdís á afmæli 8. nóvember og það var alltaf ætlunin að klára herbergið fyrir afmælið hennar. Steini og Garri hafa séð mest um smíðarnar og stóru verkin. Ég hef bara verið í niðurrifi og tilfæringum en svo styttist í að ég geti farið að mála og fínisera Þangað til þá ætla ég að hafa það gott í draslinu hérna og svo kemur í ljós hvort næst að klára á tilsettum tíma.
Bestu kveðjur og knús í helgina ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2009 | 01:37
Vinur kvaddur
Yndislegur ljúflingur, gamall vinur minn og félagi frá Ísafirði, Júlíus, er látinn. Ég kynntist Júlla fyrst þegar ég heimsótti Ísafjörð í gaggó. Síðan fór ég í Menntaskólann á Ísafirði og urðum við þá vinir og brölluðum ýmislegt saman. Fyrsta stóra ástin í lífi mínu er bróðir Júlla og bjó ég til skamms tíma hjá fjölskyldunni yndislegu í Kúlunni. Ég hef ekki hitt Júlla nýlega, en alltaf þegar ég hitti hann var eins og ég hafi hitt hann í gær. Hann var alltaf eins, sami ljúfi drengurinn með grallarabrosið.
Þegar ég heyrði sorgarfréttirnar ákvað ég strax að fara vestur. Við Aurora ákváðum að keyra saman og svo bættist Nonni með í för. Það var sárt að koma til Ísafjarðar af þessu tilefni, en jafnframt ljúft að koma þangað, því það eru nokkur ár síðan ég heimsótti Ísafjörð síðast.
Veðrið var ekki alveg uppá það besta þegar við lögðum af stað og sumir reyndu jafnvel að telja okkur ofan af því að fara, en við vorum ákveðin í að komast.
Á vegaskilti á Kjalarnesi stóð "ÓVEÐUR" og vindur 50 M. Þetta skilti hefur aðeins tekið dansspor í vindinum.
En þá er bara að halda fast um stýrið
Hér er nýja heiðin, Arnkötludalur.
En við sáum ekki mikið af nýju heiðinni. Þetta er útsýnið út um framrúðuna.
Komin á Hólmavík. Aurora með fast tak á mér haha, lafmóð eftir heiðina.
Ég hringdi í pabba til að tékka á færðinni yfir Steingrímsfjarðarheiði
Nonni og Aurora, skemmtilegir ferðafélagar
Tilkynningaskyldan
Aftursætisbílstjórinn
Hér sést útsýnið á Steingrímsfjarðarheiðinni
Nýja brúin í Mjóafirði. Veðrið var miklu skaplegra í Djúpinu en samt ennþá mjög hvasst.
Hér hélt ég að nýju bremsurnar væru að bila. Það ískraði í öllu en svo virtist það hafa verið grjót. Við vorum eiginlega með Júlla með í bílnum, því við tókum með okkur listaverk eftir hann sem þurftu að komast vestur. Hér sést "Hulk" uppstilltur fyrir myndatöku. Ekkert smá flott hjá Júlla.
Hér erum við komin í Álftafjörð og sjórinn var kominn uppá rúðu í Básavindinum
Við fréttum svo af því að við hefðum verið í brjáluðu veðri, með heilu gámana og þökin bókstaflega í "rassgatinu" á leiðinni
Mætt í Kúlu
Sem betur fer eru yndislegar gleðiskottur í Kúlunni sem eiga eftir að hjálpa ömmu og afa í sorginni
Það var notalegt að koma saman hjá Önnu Rögnu og baka
Flottar aðstoðarkonur, skáru niður ávexti af miklum móð
Bakað til heiðurs Júlla
Aurora og Sigurlaug skoða myndir af Júlla eftir jarðarförina. Minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar
Það sprakk á bílnum þegar ég skutlaði Sigurlaugu heim. Þá var ekkert að gera nema fara úr sparikápunni og í hvítu úlpuna og skipta um dekk
Og svo herða
Fallega kærleikskúlan
Litla skottan Ásthildur hjá Báru, mömmu sinni
Kveðjustund í Kúlu hjá elskulegu Ásthildi minni
Yndislega Ásthildur sem tók mér eins og dóttur á sínum tíma. Kona sem hefur haft ótrúleg áhrif á mig fyrir allt lífið
Og svo að kveðja Önnu Rögnu. Kærar þakkir fyrir mig
Við fengum fallegt veður á heimleiðinni
Fjallafegurð
Gömul mynd úr Kúlunni, Júlli og Ingi Þór. Þarna vorum við Júlli í tilraunaeldhúsi og komumst meðal annars að því að það borgar sig ekki að sjóða egg í örbylgjuofni...
Hvíl í friði kæri Júlli. Megi englar guðs vaka yfir sonum þínum og fjölskyldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2009 | 00:59
Eitt og annað
Síðasti mánuður hefur verið tími mikilla breytinga og spennandi tíma hjá litlu fjölskyldunni. Þórdís, stóra stelpan mín er byrjuð í skóla. Hún er náttúrulega orðin mjög fullorðin eftir að hún byrjaði í skólanum og er mjög ánægð og sátt. Eydís var pínu abbó fyrst og vildi ekki fara á leikskólann, en ég held að hún sé alveg komin yfir það. Allavega kvartar hún stundum yfir því að ég sæki hana of snemma.
Hér sýnir hún Guðbjörgu vinkonu skólatöskuna sína, voða spennt að byrja í skóla
Fyrsti skóladagurinn hennar Þórdísar. Hún er ánægð með kennarann og bekkinn sinn
Og stórar skólastelpur hafa herbergið sitt fínt. Það hefur yfirleitt verið ég sem hef tekið til í herbergjum stelpnanna, því þegar allt er komið á hvolf er erfitt að sortera allt. En fyrir mánuði tók ég allt í gegn hjá Þórdísi og hún hefur haldið því fínu síðan Ég er voða montin af henni og líka fegin, get bara labbað inn og þrifið, ekkert dót um allt. Hún býr um rúmið sjálf og brýtur saman fötin sín
Eydís passar líka sitt herbergi. Hefur reyndar alltaf verið dugleg að taka saman dótið sitt sjálf En eins og sést, þá er ekki mikið pláss til að leika...
...samt er hún svo ánægð í litla horninu sínu. En það hafa líka orðið árekstrar milli systranna. Þórdís er mjög pjöttuð með herbergið sitt og það hefur komið fyrir, að þegar hún kemur heim, er Eydís í hennar herbergi að leika með vinkonu af því það er svo lítið pláss til að leika í Eydísar herbergi.
Við höfum lengi spáð í að gera smá breytingar og létum vaða núna svo þær geti báðar átt stórt herbergi.
Hér er lítið baðherbergi sem verður rifið. Stelpurnar eru mjög spenntar og vilja taka þátt. "Mamma, nú voruð þið pabbi heppin að eiga svona stelpur, því við getum hjálpað til við þetta"
Gaman gaman, og Eydís er algjör forkur þegar hún tekur til hendinni
Hér er búið að rífa baðherbergið burt og einn millivegg úr litlu herbergi. Herbergið verður stækkað fram á gang og bætt við baðherberginu. Og ég þarf ekkert að hafa fyrir því að reka á eftir Steina, Þórdís sér alveg um það Í morgun þegar hann var ný vaknaður, sagði Þórdís við hann "pabbi, þegar þú ert alveg vaknaður...svona rétt bráðum, ætlarðu þá ekki að halda áfram að gera herbergi handa mér?"
Það er komið haust, en það eru enn góðir dagar til að leika úti á hlaupahjólunum.
Eydís brunar áfram á rafmagns hlaupahjólinu sínu. Mömmu hennar finnst hún samt stundum orðin full glannaleg á reiðhjólinu. Hún er farin að PRJÓNA á hjólinu Hvaðan skildi hún hafa það..??
Kannski frá þessum skemmtilega frænda hérna, sem Eydísi fannst reyndar ekki fara nógu hratt á hlaupahjólinu sínu
En það var ofsa gaman að hafa Guðna í heimsókn. Hann fór með okkur stelpunum í bíó líka
Á meðan var þvottadagur katta
Simbi er alveg "kattliðugur" þrátt fyrir að hafa bara þrjá fætur.
Kisuknús Dorrit Engill og Neisti vinur hennar eru sko sannir vinir og leika sér saman endalaust.
Hér er Neisti í heimsókn, virðulegur herramaður. Hann er farinn að koma snemma á morgnana og "spyrja" eftir Dorrit
Og meira af dýrum. Þessir hestar eru hér fyrir neðan lóðina. Svo kósý að hafa þá. Fyrir nokkru síðan jókst til muna "brauðát" fjölskyldunnar, þar til ég komst að því hvað það er skemmtilegt að gefa þeim að borða
En nú fá þeir bara brauð sem ég "skammta" í þá, haha!
Svo var kósýkvöld hjá okkur í gærkvöldi. Notalegt að kúra saman í stelpuknúsi
En ég segi góða nótt. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.7.2009 | 01:03
Loooksins :)
Við höfum verið á flakki í sumar flestar helgar og notið þess að vera saman í útilegum og í sveitinni okkar. Þess á milli hefur verið mikil vinna hjá Steina. En það var alveg kominn tími á að taka hausinn upp úr sandinum, já nánast í orðsins fyllstu merkingu Ég er sennilega búin að ryksuga, sópa og moka út úr húsinu einhverjum tonnum af sandi síðustu mánuðina, eftir að planið hér úti var brotið niður. En síðustu daga hefur verið unnið hörðum höndum að því að koma hellunum á sinn stað
Svona leit planið okkar út síðustu mánuði..
Hér eru Steini og Kiddi komnir í gang og byrjaðir
Hér er engin barnaþrælkun á ferð. Stelpurnar fengu að bera sitt hvorn steininn, því þær vildu endilega taka þátt með hinum.
Dorrit Engill missir ekki af neinu. Hér er hún mætt til að fylgjast með framkvæmdum.
Og strax byrjuð að máta fyrstu hellurnar
Hún hafði nóg að gera við að fylgjast með Kidda enda kraftur í kallinum og verkinu miðar vel áfram
Jamm, sturta sandinum úr skónum, bara eins og ég hef gert við inniskóna mína undanfarið
Á meðan karlarnir hellulögðu vorum við stelpurnar að bardúsa ýmislegt, eins og að mála til dæmis
Hér er frábær kona á ferð og mikill forkur, Helga svilkona mín. Við elduðum ofan í mannskapinn og áttum góðar stundir saman
Allir á fullu og verkið að klárast
Sérstök mynd af dúlludúskinum mínum, bara af því honum er sérlega ekki vel við mig með myndavélina
Litlu forkarnir mínir. Þær hjálpuðu til í lokin við að sópa sandinum á milli og höfðu mikið gaman af þessu hlutverki
"Mamma, taktu mynd af mér að hjóla með engin hjálpardekk" sagði Eydís sem hjólar eins og rallýkappi um allt, nýbúin að læra að hjóla hjálpardekkjalaus.
Svo er líka gaman að geta loksins hjólað um planið og gangstéttina. Og komast sjálfar með hjólin sín inn í bílskúr
Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað ég er fegin að vera loksins komin með planið Og nágrannar mínir á móti eru eflaust jafn glöð og ég þar sem nú verður loksins hægt að hafa alvöru fínt hérna. Nú þarf ég bara að finna ljós í veggina til að gera allt kósý fyrir veturinn og píparinn að mæta og tengja hitalögnina. Hjartans þakkir fyrir hjálpina elsku vinir
Á morgun ætlum við svo að halda uppá verklokin með því að fara í bíó með stelpurnar og sjá Ísöld 3 Svo verður vonandi tími til að komast í smá meiri útilegu. Vestfirðir toga í mig og langar mig mikið til að skreppa þangað og krækja mér í vestfirska orku
Bestu kveðjur og knús til ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2009 | 10:57
Sumargleði
Það er alltaf í nógu að snúast og gaman að hafa sumarið. Við höfum bara farið einu sinni uppí lóðina okkar í sumar. Einhvern veginn alltaf eitthvað annað um að vera. En okkur langaði líka að geta farið eitthvað annað en uppí lóð, svo við keyptum okkur gamlan tjaldvagn. Það verður gaman að skreppa eitthvað með stelpunum og hafa skemmtilega útilegustemmingu
Í garðinum hjá mömmu og pabba vex rabbarbari. Við vorum hjá þeim á sunnudaginn og tókum rabbarbarann upp í leiðinni.
Stelpurnar voru duglegar að hjálpa til. Þær tóku öll blöðin og settu í poka.
Svo er líka hægt að gera úr þeim hatta
Voða gaman
Þær stóðu sig vel. Ég var bara að horfa á meðan þau tóku upp rabbarbarann. Þær voru mjög hróðugar með verkið og ég fékk sko að heyra það að "Við gerðum sultu, og mamma gerði ekki neitt" með áherslu á EKKI NEITT!!!
Ég var því ekki að gera neitt í gær þegar ég sauð sultuna, hakkaði og setti í krukkur
En það standa líka yfir framkvæmdir hér heima. Við rifum burtu gamla steypta bílaplanið í haust. Til stóð að helluleggja þá, en þar sem veggirnir sem við steyptum voru dýrari en til stóð var hellulögn frestað. Ég vil eiga fyrir því sem ég geri, og nú erum við búin að safna okkur fyrir hellunum, sem eiga að koma í dag Það er búið að leggja hitalögn í planið og setja sand yfir, og áður en allur sandurinn verður kominn hingað inn, vonast ég til að það náist að klára verkið Það er orðið frekar þreytandi að standa með ryksuguna allan daginn því það berst ótrúlegt magn hingað inn! En þegar stéttin hér fyrir utan var brotin niður, brotnaði drenrör við húsið. Steini var að laga það í gær og þar sem ég er með svo mjóa handleggi var ég sett í píparadjobbið, að hreinsa grjót sem hafði farið inn í rörið.
Ekki mjög þægileg vinnuaðstaða hehe
Hér er ég að verða komin upp að öxlum við að moka grjótinu upp úr rörinu sem liggur í beygju frá húsinu
Ég komst í sjálfheldu þar sem ég lá á hvolfi, föst inní rörinu og gat ekki komið mér upp. Steina datt auðvitað ekkert í hug að hjálpa mér heldur náði bara í myndavélina en hér er ég að komast upp aftur.
Vonandi get ég sýnt ykkur myndir fljótlega af nýja planinu mínu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2009 | 02:51
Fjölskyldudagur
Það er aldeilis verið að hrista vel upp í okkur Grindjánum þessa dagana. Við fundum talsverðan skjálfta hér í gærkvöldi. Stelpurnar voru alveg rólegar yfir þessu enda var ekkert að hrynja úr hillum hérna. Einu "alvarlegu" aukaverkanirnar af skjálftanum voru rafmagnsleysi í fimm tíma í morgun. Allir prímusar í sveitinni, svo ég gat ekki hellt uppá kaffi. En ég á svo dásamlegan nágranna sem þekkir kaffifíkn mína og hann "grillaði" kaffi sem hann færði mér Aldeilis munur að hafa svona nágranna Ég hafði reyndar sjokkerað hann aðeins um morguninn, þegar hann sá mig hlaupa út í bíl á náttsloppnum. Þar sem ég er ekki vön að spranga um úti á náttslopp einum fata, hélt hann náttúrulega að eitthvað hefði komið uppá, en sá svo að ég fór ekkert á bílnum heldur sat bara þar. Ég fór að hlusta á fréttirnar í bílnum því ég er ekki með neitt útvarp með rafhlöðum inni. Maður er svo háður rafmagninu, og líka án þess að fatta það. Ég kveikti á fartölvunni í morgun þar sem ég gerði mér grein fyrir að hún mundi virka smástund án innstungu. Ætlaði náttla að lesa fréttir á netinu en fattaði ekki fyrr en eftir að ég ræsti tölvuna að rouderinn gengur fyrir rafmagni... svona er maður fljótfær En eftir að hafa þambað kaffi nágrannans, skelltum við okkur í bæinn í Fjölskyldu og húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2.
Það var fjölmennt á staðnum og meðal annars voru Skoppa og Skrítla að skemmta börnunum.
Svo þótti stelpunum voða spennó að hlusta á Idol stjörnuna Hröfnu syngja, og fengu svo áritaða mynd á eftir.
Það er gaman að hitta stjörnu
Þær vildu að sjálfsögðu fá andlitsmálningu, alltaf jafn vinsælt hjá krökkunum.
Eydís ljón og Þórdís kisa
Svo fóru þær í hringekju, æðislega gaman
Hjá selunum hittum við svo Birgir Örn frænda. Þessi drengur er alinn á tröllamjöli eins og sést á stærðarmuninum Hann er á milli stelpnanna í aldri, 6 mánuðum yngri en Þórdís og 9 mánuðum eldri en Eydís.
Svínin þóttu spennandi hjá stelpunum, enda voru grísirnir mjög fjörugir og skemmtilegir. Þeir voru svo kjánalegir þegar þeir voru að fara á milli stíanna, greinilega ekki að fatta hvað þeir væru búnir að stækka, því þeir tóku alltaf tilhlaup með tilþrifum til að reyna að troða sér undir stöngina sem er á milli, og gerðu endalausar tilraunir aftur og aftur, og komust sumir á endanum
Eydís heillaðist af kiðlingunum og þeir eru svo gæfir og finnst bara gott að fá smá klapp Ég gæti vel hugsað mér að vera geitabóndi. Mér finnst geitur skemmtilegar og svo þyrfti ég ekki að gráta á eftir dýrum í sláturhús, því ég mundi bara rækta mjólk og osta
Geitapabbi virðulegur
Rebbi flottur. Hann er nú ekkert að derra sig neitt hérna, heldur var hann bara orðinn sybbinn og geispaði þessi ósköp
Tignarlegur, ekki satt? Hann var ótrúlega spakur og var forvitinn um krakkana. En stökk frá ef fullorðnir komu nærri.
Þetta var ofsalega skemmtilegur dagur, við vorum rúma 4 tíma í Húsdýragarðinum. Fengum okkur svo að borða á Fridays í Smáralindinni og komum svo við í ísbúðinni í Garðabæ í eftirréttinn
Kettirnir voru heima á skjálftavaktinni á meðan. Dorrit Engill fór í ófrjósemisaðgerð á fimmtudaginn og er hér í pabbadekri. Ekki laust við að Simbi stóri bró sé smá abbó yfir athyglisskortinum... hann er sko ekki vanur að leggjast á harðar flísarnar!!
En Englakisa hefur ekki skilning á því að hún á að vera inni í heila viku Hún er alveg óð og reynir allar barbabrellur til að komast út. Hér settist hún í gluggann og ýtti svo með rassinum til að glugginn opnaðist Kettir eru sko klárir og uppátækjasamir þegar þeir þurfa að bjarga sér. Og ég er eins og dyravörður á hlaupum allan hringinn í húsinu þegar krakkarnir (já og kallinn líka, haha) eru að ganga um. Spurning hvað mér tekst að halda kisu lengi innandyra
Vonandi fáum við ekki fleiri stóra skjálfta en það er víst eitthvað sem enginn getur séð fyrir eða spáð um. Eigið yndislega hvítasunnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2009 | 01:13
Vorverkin
Hálfnað verk þá hafið er, er það ekki? Sumarið lét aðeins á sér kræla í síðustu viku og þá lét ég mig hverfa út í garð. Mér finnst alltaf jafn gaman að gera vorverkin í garðinum og sjá gróðurinn lifna við. Svo er maður alltaf að reyna að gera eitthvað fínt líka.
Steini var að kantskera. Stelpurnar "hjálpuðu" til við að koma úrgangnum í safnhauginn.
Svo fengu þær að keyra traktorinn og það var gaman. Hér er Þórdís að spreyta sig. Ég viðurkenni samt alveg að móðurhjartað tók smá kipp við að horfa á þetta en pabbi gekk meðfram og passaði allt.
Og svo Eydís, hún vandaði sig mjög mikið við að keyra.
Eydís einbeitt að keyra.
Hér er ég búin að snurfusa fiskabeðið. Það fékk þetta nafn því það stækkaði alltaf smám saman og varð eins og fiskur út á túnið. Myndin er síðan í síðustu viku og nú er gróðurinn miklu grænni.
Hér er svo aðstoðardaman mín í beðunum komin í pásu. "Vinnumenn" verða að hvíla sig líka
Svo fórum ég og Dorrit Engill í smá göngu að skoða hraunið. Þetta er beint fyrir neðan garðinn minn. Mér finnst æði að hafa bara náttúruna fyrir neðan okkur og svo tekur við sjórinn og við hlustum á brimið hér á kvöldin.
Hún er svo stillt og góð. Kemur um leið og ég kalla á hana.
Svo fengum við okkur smá lúr í grasinu. Ef þetta er ekki að sleikja sólskinið, þá veit ég ekki hvað
"Mamma, sjáðu hvað ég kemst langt á grindverkinu. Viltu taka mynd af mér að klifra?"
Litlu pottaskrímslin í kvöld og Katrín vinkona Þórdísar. Stelpurnar mundu alveg vilja vera í pottinum endalaust, sulla og leika sér. Enda eru þær, og krakkarnir í kring, dugleg að fara í pottana hjá hvort öðru. Þannig má líka krækja sér í "aukaferð" í pottinn þann daginn
Túlipanar eru eitt af uppáhalds vorboðunum mínum. Silfursóleyin er líka aðeins byrjuð að blómstra.
Sumarblómin bíða allavega fram á miðvikudag, þá verður vonandi orðið óhætt að setja þau út. Ég geymi þau í bílskúrnum og opna fyrir þeim á daginn. Ég vona að það sé ekki ónýtt það sem ég setti niður í síðustu viku Ég er alveg "on time" að klára garðinn. Ég miða alltaf við að hafa garðinn fínan á sjómannadaginn, eða í vikunni á undan, þegar Sjóarinn síkáti byrjar. En jamm, auðvitað klárar maður aldrei garðinn, ég er að dunda mér í honum allt sumarið
Vona að vikan verði góð hjá ykkur, verum góð hvort við annað. Knús á ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2009 | 20:13
Beðið eftir sumrinu
Það mætti eiginlega halda að það væri haust hérna frekar en vor.. Það hefur viðrað vel í maí síðustu árin, allavega hérna, en nú er bara sem haustvindar þjóti endalaust. Það er ekkert kalt, en endalaust rok og meira rok og svo rigning af og til. Ég sá á færslu sem ég gerði 19. maí í fyrra að ég var búin með vorverkin í garðinum og Steini búinn að slá grasið. Ég nenni ekki einu sinni út í garð í þessu veðri sem er núna, held ég mundi bara fjúka Steini er að vísu búinn að mosatæta og bera á, lengra komast ekki vorverkin fyrr en veðrið skánar.
En þá bara kósum við okkur inni. Alltaf hægt að hafa kósíkvöld
Og fá sér ís
Og jafnvel taka smá dans
Það er líka gaman að klæða sig upp í alls konar búninga
Og pósa svo aðeins fyrir myndavélina
Ég held bara áfram að prjóna. Er vön að verða latari við það á sumrin en hætti við að detta úr prjónagírnum..í bili. Hér er Eydís í nýja vestinu sínu.
Stelpurnar ánægðar með nýju vestin sín Er svo komin með allavega eitt í viðbót í pöntun.
Steini athugar rör sem brotnaði þegar stéttin var brotin niður. Við erum byrjuð að huga að hellulagningu á bílastæðið og gangstétt. Það er á fjárlögum þessa árs. Bíðum eftir að pípari láti sjá sig til að leggja hitann í planið. Það verður munur að þurfa ekki að ryksuga sandhrúguna í forstofunni þrisvar á dag
Dorrit Engill fylgist með
Simbakrús
Kisurnar horfa út um gluggann og bíða eftir vorinu. Það er komin svo mikil selta á rúðurnar eftir allan þennan vind, að bráðum hætti ég að sjá út. En ég vona bara að sumarið sé rétt handan við hornið Knús á ykkur kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2009 | 01:06
Gleði
Það er alltaf gleði sem fylgir vorinu. Allt er að lifna við eftir vetrardvalann, bæði menn og gróður. Allir verða bjartsýnni og börnin eru um allt að leika sér.
Hér hefur gleðin ríkt. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Lárus, fóstursonur minn, og Stine, kærastan hans, komu til Íslands og voru hjá okkur, hann í 10 daga og hún í 5 daga. Það var liðið heilt ár síðan við hittum Lárus síðast, það hefur aldrei liðið svona langur tími áður án þess að hittast. Stelpurnar eru mjög tengdar bróður sínum og nutu þess vel að hafa hann heima
Mikil gleði - mikið gaman
Þau eru svo flott kærustupar. Hann trítar hana eins og prinsessu og hún dekrar hann eins og hefðarprins
Lárus kom með fulla ferðatösku af fötum sem mamma hans sendi stelpunum. Þær voru alveg í skýjunum að máta herlegheitin
Alltaf jafn gott að knúsast En nú eru þau farin. Lárus kemur vonandi aftur í sumar.
En hér er alltaf sama fjörið. Andlitsmálun er vinsæl og hér er ég búin að gera Ástu vinkonu Þórdísar að vampíru og Þórdís er hvolpur.
Og Eydís firðildi
Hvolpurinn varð vinsæll og hér er komin heil hundafjölskylda
Og Eydís er litli hvolpurinn
Það eru oftast nokkur aukabörn í heimsókn og alltaf nóg að gera þótt rigni úti. Hér er Hafþór að mála með stelpunum.
Ætli þetta sé kannski Hulk?
Og maður verður líka stundum þreyttur Eydís og Hilmir, bestu vinir
Stelpurnar fengu nýja hjólahjálma í sumargjöf frá ömmu sinni og afa. Þær völdu sjáfar hjálmana, Eydís löggu og Þórdís prinsessu. Þórdís er alveg bleik í gegn en Eydís er hrifin af öllu "stráka" í bland við kjólana sína. Hún ætlar að verða sjúkrakona (hjúkrunarkona) og lögga
Þær taka varla niður hjálmana, enda eins gott að hafa öryggið í lagi. Þær stálust um daginn á rafmagnsbílnum yfir í aðra götu í bænum, að heimsækja vinkonu. Plöntuðu bílnum í stæði þar eins og þær gerðu ekkert annað en að keyra bíla
En það er vonandi komið á hreint núna að bíllinn má ekki fara úr götunni heima Simbi fær sér lúr í skugganum og vaktar bílinn í leiðinni
Bestu kveðjur og knús á ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2009 | 10:53
Gleðilegt sumar
Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Við fögnum honum á þessum bæ, með gleði í hjarta.
Við hittum Skoppu og Skrítlu í búðinni í gær þar sem þær árituðu nýja dvd diskinn sinn. Við fengum okkur eintak, enda elska stelpurnar þessar skemmtilegu fígúrur. Þær eru líka svo elskulegar og gefa sér góðan tíma í spjall við börnin og myndauppstillingu
Stelpurnar fengu að velja sér sumargjöf og þær völdu sundgleraugu sem við keyptum í sundlauginni í gær.
Tilbúnar í sund og pottinn
Gleðilegt sumar kæru bloggvinir, takk fyrir samveruna í vetur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar