Vorverkin

Hálfnað verk þá hafið er, er það ekki? Sumarið lét aðeins á sér kræla í síðustu viku og þá lét ég mig hverfa út í garð. Mér finnst alltaf jafn gaman að gera vorverkin í garðinum og sjá gróðurinn lifna við. Svo er maður alltaf að reyna að gera eitthvað fínt líka.

IMG 4884

Steini var að kantskera. Stelpurnar "hjálpuðu" til við að koma úrgangnum í safnhauginn.

IMG 4899

Svo fengu þær að keyra traktorinn og það var gaman. Hér er Þórdís að spreyta sig. Ég viðurkenni samt alveg að móðurhjartað tók smá kipp við að horfa á þetta en pabbi gekk meðfram og passaði allt.

IMG 4937

Og svo Eydís, hún vandaði sig mjög mikið við að keyra.

IMG 4944

Eydís einbeitt að keyra.

IMG 4998

Hér er ég búin að snurfusa fiskabeðið. Það fékk þetta nafn því það stækkaði alltaf smám saman og varð eins og fiskur út á túnið. Myndin er síðan í síðustu viku og nú er gróðurinn miklu grænni.

IMG 4910

Hér er svo aðstoðardaman mín í beðunum komin í pásu. "Vinnumenn" verða að hvíla sig líka LoL 

IMG 4828

Svo fórum ég og Dorrit Engill í smá göngu að skoða hraunið. Þetta er beint fyrir neðan garðinn minn. Mér finnst æði að hafa bara náttúruna fyrir neðan okkur og svo tekur við sjórinn og við hlustum á brimið hér á kvöldin.

IMG 4860

Hún er svo stillt og góð. Kemur um leið og ég kalla á hana.

IMG 4850

Svo fengum við okkur smá lúr í grasinu. Ef þetta er ekki að sleikja sólskinið, þá veit ég ekki hvað Tounge 

IMG 4870

"Mamma, sjáðu hvað ég kemst langt á grindverkinu. Viltu taka mynd af mér að klifra?"

IMG 5132

Litlu pottaskrímslin í kvöld og Katrín vinkona Þórdísar. Stelpurnar mundu alveg vilja vera í pottinum endalaust, sulla og leika sér. Enda eru þær, og krakkarnir í kring, dugleg að fara í pottana hjá hvort öðru. Þannig má líka krækja sér í "aukaferð" í pottinn þann daginn Tounge

IMG 5123

Túlipanar eru eitt af uppáhalds vorboðunum mínum. Silfursóleyin er líka aðeins byrjuð að blómstra.

Sumarblómin bíða allavega fram á miðvikudag, þá verður vonandi orðið óhætt að setja þau út. Ég geymi þau í bílskúrnum og opna fyrir þeim á daginn. Ég vona að það sé ekki ónýtt það sem ég setti niður í síðustu viku Crying Ég er alveg "on time" að klára garðinn. Ég miða alltaf við að hafa garðinn fínan á sjómannadaginn, eða í vikunni á undan, þegar Sjóarinn síkáti byrjar. En jamm, auðvitað klárar maður aldrei garðinn, ég er að dunda mér í honum allt sumarið Grin 

Vona að vikan verði góð hjá ykkur, verum góð hvort við annað. Knús á ykkur Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En yndislegt hjá ykkur. Alltaf svo mikil gleði og mikið um að vera. Það er auðvitað algjör draumur að hafa náttúruna óspillta við dyrnar og svo brimið í hæfilegri fjarlægð gaman gaman að fá að skoða myndirnar

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.5.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær lóðin ykkar og greinilega mikið fjörKnús til þín elskuleg

Jónína Dúadóttir, 27.5.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; mér finnst ég vera á draumastað hérna, er alveg búin að skjóta rótum hér. Gaflarinn á heimilinu er stundum að reyna að sjarma fyrir mér Hafnarfjörðinn aftur, en ég er mjöööög treg. Finnst svo æðislegt frelsið hjá krökkunum hérna, náttúran, jarmið í lömbunum, hestanærvera, brimið, jamm, og allt bara, sem heldur í mig. Þetta er ekki ósvipað Hafnarfirði og Mosó í gamla daga  Þið þurfið endilega að kíkja við einhvern tíman þegar þið farið "á rúntinn"

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.5.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín; þakka þér fyrir  Hér er alltaf nóg af fjörinu, það fylgir ungviðinu og hressir mann  Knús á þig mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.5.2009 kl. 15:07

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hvernig er hjá ykkur í Grindavíkinni þessa dagana? Leikur allt á reiðiskjálfi? Vona að allt sé í lagi hjá ykkur og ekkert skemmst.

Og takk, við værum alveg vís með að kíkja á ykkur á rúntinum. Ég vara þig samt við fyrst

knús og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; ég skellti bara ísdollunni á eldhúsborðið og eftir 5 mínútur kom ég og sótti sjeikinn  Nei það er nú kannski ekki alveg svo slæmt. Það hristist sæmilega húsið í gærkvöldi en ég hef ekki orðið vör við neinar skemmdir og stelpurnar pollrólegar yfir þessu. Einu "alvarlegu" aukaverkanirnar af þessu var fimm tíma rafmagnsleysi í morgun og mín frekar spæld yfir kaffileysinu  En ég á svo dásamlegan nágranna sem þekkir þessa kaffikerlingu og hann "grillaði" kaffi og kom færandi hendi til mín  Það var reyndar líka frekar svalt hérna, því nú erum við með varmaskipti og hann gengur fyrir rafmagni, en engum varð meint af því.

Verið velkomin, það verður bara gaman að fá ykkur í heimsókn. Knús og takk fyrir hugulsemina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband