Beðið eftir sumrinu

Það mætti eiginlega halda að það væri haust hérna frekar en vor.. Það hefur viðrað vel í maí síðustu árin, allavega hérna, en nú er bara sem haustvindar þjóti endalaust. Það er ekkert kalt, en endalaust rok og meira rok og svo rigning af og til. Ég sá á færslu sem ég gerði 19. maí í fyrra að ég var búin með vorverkin í garðinum og Steini búinn að slá grasið. Ég nenni ekki einu sinni út í garð í þessu veðri sem er núna, held ég mundi bara fjúka W00t Steini er að vísu búinn að mosatæta og bera á, lengra komast ekki vorverkin fyrr en veðrið skánar.

IMG 4426

En þá bara kósum við okkur inni. Alltaf hægt að hafa kósíkvöld Joyful

IMG 4463

Og fá sér ís Smile

IMG 4443

Og jafnvel taka smá dans Tounge

IMG 4469

Það er líka gaman að klæða sig upp í alls konar búninga

IMG 4475

Og pósa svo aðeins fyrir myndavélina

IMG 4552

Ég held bara áfram að prjóna. Er vön að verða latari við það á sumrin en hætti við að detta úr prjónagírnum..í bili. Hér er Eydís í nýja vestinu sínu.

IMG 4555

Stelpurnar ánægðar með nýju vestin sín Smile Er svo komin með allavega eitt í viðbót í pöntun.

IMG 4486

Steini athugar rör sem brotnaði þegar stéttin var brotin niður. Við erum byrjuð að huga að hellulagningu á bílastæðið og gangstétt. Það er á fjárlögum þessa árs. Bíðum eftir að pípari láti sjá sig til að leggja hitann í planið. Það verður munur að þurfa ekki að ryksuga sandhrúguna í forstofunni þrisvar á dag Wink

IMG 4497

Dorrit Engill fylgist með

IMG 4435

Simbakrús

IMG 4407

Kisurnar horfa út um gluggann og bíða eftir vorinu. Það er komin svo mikil selta á rúðurnar eftir allan þennan vind, að bráðum hætti ég að sjá út. En ég vona bara að sumarið sé rétt handan við hornið Smile Knús á ykkur kæru vinir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær myndu nú aldeilis vera eins og heima hjá sér í kúlunni prinsessurnar þínar, því þetta er mjög líkt því sem börnin gera þar.   FLottar og glaðlegar eru þær á þessum myndum.  En hvað er það sem Simbi er að fyolgjast með?  er það fluga eða fuglarnir úti.  Hann virkar mjög áhugasamur svo ekki sé meira sagt þarna á neðstu myndinni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er komið logn!!! hahah Nú getur maður farið að stússa í garðinum, loksins!!

En þeim leiðist greinilega ekki litlu prinsessunum á bænum Það er algjörlega nauðsynlegt á hverju heimili að eiga fatakassa með ævintýrafötum og skrítnu dóti. Bara skemmtilegt  

Knús til ykkar Grindjánar

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; það er líka oft eins og að vera heima, að sjá myndirnar úr Kúlunni. Börnin að brasa svipað og svo eru Hanna Sól og þórdís svo líkar og Eydís og Ásthildur svo líkar. Ég sé alveg karakterana mína í þínum stelpum, prinsessuballerínubleikar og fjörugar eldri stelpur, og grallaraspóar en samt prinsessur líka yngri stelpur 

Haha, Simbi var að fylgjast með ROKINU sem hefur verið hér síðustu viku. Plastið á trampólíninu var byrjað að rifna og flygsaðist í vindinum, hann hefur sennilega verið að bíða eftir að það flygi alveg af  

Ragnhildur mín; Loksins kom lognið. Þetta hefur verið ótrúlegur vindur undanfarið. Það verður gaman að komast loksins af stað í garðinum  Ég veit fátt betra en dútla mér þar  Ævintýra kistillinn er alltaf vinsæll. Það er alltaf gaman að klæða sig upp og fara inn í hin ýmsu ævintýri  Knús í Fjörðinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.5.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Knús á þig í rokinu skvísa

Jónína Dúadóttir, 16.5.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband