Fjölskyldudagur

Það er aldeilis verið að hrista vel upp í okkur Grindjánum þessa dagana. Við fundum talsverðan skjálfta hér í gærkvöldi. Stelpurnar voru alveg rólegar yfir þessu enda var ekkert að hrynja úr hillum hérna. Einu "alvarlegu" aukaverkanirnar af skjálftanum voru rafmagnsleysi í fimm tíma í morgun. Allir prímusar í sveitinni, svo ég gat ekki hellt uppá kaffi. En ég á svo dásamlegan nágranna sem þekkir kaffifíkn mína og hann "grillaði" kaffi sem hann færði mér Grin Aldeilis munur að hafa svona nágranna Smile Ég hafði reyndar sjokkerað hann aðeins um morguninn, þegar hann sá mig hlaupa út í bíl á náttsloppnum. Þar sem ég er ekki vön að spranga um úti á náttslopp einum fata, hélt hann náttúrulega að eitthvað hefði komið uppá, en sá svo að ég fór ekkert á bílnum heldur sat bara þar. Ég fór að hlusta á fréttirnar í bílnum því ég er ekki með neitt útvarp með rafhlöðum inni. Maður er svo háður rafmagninu, og líka án þess að fatta það. Ég kveikti á fartölvunni í morgun þar sem ég gerði mér grein fyrir að hún mundi virka smástund án innstungu. Ætlaði náttla að lesa fréttir á netinu en fattaði ekki fyrr en eftir að ég ræsti tölvuna að rouderinn gengur fyrir rafmagni... svona er maður fljótfær BlushLoL En eftir að hafa þambað kaffi nágrannans, skelltum við okkur í bæinn í Fjölskyldu og húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2.

IMG 5215

Það var fjölmennt á staðnum og meðal annars voru Skoppa og Skrítla að skemmta börnunum.

IMG 5242

Svo þótti stelpunum voða spennó að hlusta á Idol stjörnuna Hröfnu syngja, og fengu svo áritaða mynd á eftir.

IMG 5246

Það er gaman að hitta stjörnu Smile 

IMG 5260

Þær vildu að sjálfsögðu fá andlitsmálningu, alltaf jafn vinsælt hjá krökkunum.

IMG 5262

Eydís ljón og Þórdís kisa Grin 

IMG 5269

Svo fóru þær í hringekju, æðislega gaman Smile

IMG 5293

Hjá selunum hittum við svo Birgir Örn frænda. Þessi drengur er alinn á tröllamjöli eins og sést á stærðarmuninum Tounge Hann er á milli stelpnanna í aldri, 6 mánuðum yngri en Þórdís og 9 mánuðum eldri en Eydís.

IMG 5296

Svínin þóttu spennandi hjá stelpunum, enda voru grísirnir mjög fjörugir og skemmtilegir. Þeir voru svo kjánalegir þegar þeir voru að fara á milli stíanna, greinilega ekki að fatta hvað þeir væru búnir að stækka, því þeir tóku alltaf tilhlaup með tilþrifum til að reyna að troða sér undir stöngina sem er á milli, og gerðu endalausar tilraunir aftur og aftur, og komust sumir á endanum LoL 

IMG 5312

Eydís heillaðist af kiðlingunum og þeir eru svo gæfir og finnst bara gott að fá smá klapp Joyful Ég gæti vel hugsað mér að vera geitabóndi. Mér finnst geitur skemmtilegar og svo þyrfti ég ekki að gráta á eftir dýrum í sláturhús, því ég mundi bara rækta mjólk og osta Wink 

IMG 5316

Geitapabbi virðulegur

IMG 5326

Rebbi flottur. Hann er nú ekkert að derra sig neitt hérna, heldur var hann bara orðinn sybbinn og geispaði þessi ósköp Tounge 

IMG 5319

Tignarlegur, ekki satt? Hann var ótrúlega spakur og var forvitinn um krakkana. En stökk frá ef fullorðnir komu nærri.

Þetta var ofsalega skemmtilegur dagur, við vorum rúma 4 tíma í Húsdýragarðinum. Fengum okkur svo að borða á Fridays í Smáralindinni og komum svo við í ísbúðinni í Garðabæ í eftirréttinn Grin 

IMG 5172

Kettirnir voru heima á skjálftavaktinni á meðan. Dorrit Engill fór í ófrjósemisaðgerð á fimmtudaginn og er hér í pabbadekri. Ekki laust við að Simbi stóri bró sé smá abbó yfir athyglisskortinum... LoL hann er sko ekki vanur að leggjast á harðar flísarnar!!

IMG 5189

En Englakisa hefur ekki skilning á því að hún á að vera inni í heila viku Shocking Hún er alveg óð og reynir allar barbabrellur til að komast út. Hér settist hún í gluggann og ýtti svo með rassinum til að glugginn opnaðist LoL Kettir eru sko klárir og uppátækjasamir þegar þeir þurfa að bjarga sér. Og ég er eins og dyravörður á hlaupum allan hringinn í húsinu þegar krakkarnir (já og kallinn líka, haha) eru að ganga um. Spurning hvað mér tekst að halda kisu lengi innandyra Sideways 

Vonandi fáum við ekki fleiri stóra skjálfta en það er víst eitthvað sem enginn getur séð fyrir eða spáð um. Eigið yndislega hvítasunnu Joyful HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis flottur húsdýraheimsóknardagur.  Já það hristist hjá ykkur Grindvíkinum þessa dagana.  Kisulúran skilur auðvitað ekki að hún megi ekki fara út þessa elska, svona er lífið bara.  Takk fyrir þessar frábæru myndir og skemmtilega frásögn Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var skemmtilegt innlit til ykkarEigðu góðan dag Grindjánastelpa

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk stelpur mínar  Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.6.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh Sigrún, ég gæti sko hugsað mér að vera geitabóndi. Ég elska geitur!

Ég vona nú að allir skjálftar séu búnir á svæðinu í bili. Nóg komið og þegar ekki er hægt að hella á könnuna!! þá er manni nóg boðið hahaa lánsöm ertu að eiga góðan nágranna sem getur reddað kaffinu.

knús og kveðjur á ykkur elsku Grindjánar

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 11:01

5 identicon

;)

aurora Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband