Gleði

Það er alltaf gleði sem fylgir vorinu. Allt er að lifna við eftir vetrardvalann, bæði menn og gróður. Allir verða bjartsýnni og börnin eru um allt að leika sér.

Hér hefur gleðin ríkt. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Lárus, fóstursonur minn, og Stine, kærastan hans, komu til Íslands og voru hjá okkur, hann í 10 daga og hún í 5 daga. Það var liðið heilt ár síðan við hittum Lárus síðast, það hefur aldrei liðið svona langur tími áður án þess að hittast. Stelpurnar eru mjög tengdar bróður sínum og nutu þess vel að hafa hann heima InLove 

IMG 4235

Mikil gleði - mikið gaman Smile 

IMG 4161

Þau eru svo flott kærustupar. Hann trítar hana eins og prinsessu og hún dekrar hann eins og hefðarprins Smile 

IMG 4077

Lárus kom með fulla ferðatösku af fötum sem mamma hans sendi stelpunum. Þær voru alveg í skýjunum að máta herlegheitin Smile 

IMG 0161

Alltaf jafn gott að knúsast InLove  En nú eru þau farin. Lárus kemur vonandi aftur í sumar.

IMG 4126

En hér er alltaf sama fjörið. Andlitsmálun er vinsæl og hér er ég búin að gera Ástu vinkonu Þórdísar að vampíru og Þórdís er hvolpur.

IMG 4144

Og Eydís firðildi Grin 

IMG 4189

Hvolpurinn varð vinsæll og hér er komin heil hundafjölskylda LoL 

IMG 4173

Og Eydís er litli hvolpurinn Grin 

IMG 4338

Það eru oftast nokkur aukabörn í heimsókn og alltaf nóg að gera þótt rigni úti. Hér er Hafþór að mála með stelpunum.

IMG 4336

Ætli þetta sé kannski Hulk? Tounge 

IMG 4358

Og maður verður líka stundum þreyttur Grin Eydís og Hilmir, bestu vinir InLove

IMG 4350

Stelpurnar fengu nýja hjólahjálma í sumargjöf frá ömmu sinni og afa. Þær völdu sjáfar hjálmana, Eydís löggu og Þórdís prinsessu. Þórdís er alveg bleik í gegn en Eydís er hrifin af öllu "stráka" í bland við kjólana sína. Hún ætlar að verða sjúkrakona (hjúkrunarkona) og lögga Grin 

Þær taka varla niður hjálmana, enda eins gott að hafa öryggið í lagi. Þær stálust um daginn á rafmagnsbílnum yfir í aðra götu í bænum, að heimsækja vinkonu. Plöntuðu bílnum í stæði þar eins og þær gerðu ekkert annað en að keyra bíla LoL 

IMG_4352

En það er vonandi komið á hreint núna að bíllinn má ekki fara úr götunni heima BlushHaloLoL Simbi fær sér lúr í skugganum og vaktar bílinn í leiðinni Police 

Bestu kveðjur og knús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Myndarstrákur sem þú hefur fengið þarna alveg ókeypis  Og þau eru sæt saman.  Stelpurnar greinilega í skýjunum.  Gaman að málamyndunum  Litlu fjörkálfarnir skemmta sér greinilega vel.  Knús á þig elsku Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alltaf skemmtilegt fjör í gangi hjá ykkur Mikil vorstemning komin í hópinn greinilega og gaman að vera til.

Knús á hópinn Sigrún

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín, já  ég var heppin að eignast þennan myndarlega son, alveg ókeypis  Hann er bara yndi og stelpurnar dýrka hann. Knús á þig elskuleg

Ragnhildur mín; hér er sko endalaus gleði og fjör. Krakkarnir eru miklu meira hlaupandi á milli núna heldur en í vetur, greinilega komið vor, og er heimilið hér eins og félagsmiðstöð alla daga  Hópknús til þín elsku Ragnhildur  og risaknús frá Dorrit Engli sem er að kæfa mig með knúsi í augnablikinu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 06:35

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín; knús

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.5.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband