29.3.2009 | 21:09
Stelpudagar
Það var starfsdagur á leikskólanum á föstudaginn svo stelpurnar voru í fríi. Við vorum bara að leika okkur saman stelpurnar og skemmtum okkur vel. Við byrjuðum daginn snemma á göngutúr um bæinn okkar.
Það þarf að gæta sín vel þegar farið er yfir götu. Við förum alltaf í leik. Ein er stjórinn (umferðarstjórinn), ein er Siggi lögga og ein er bílstjórinn. Þær segja mér svo hvenær er óhætt að ganga yfir götuna.
Eydís spáir í brunahana og leiddi mömmu sína í allan sannleika um það til hvers þeir eru ætlaðir.
Svo hittu þær vini sína úr leikskólanum. Þeir voru að sjálfsögðu líka í fríi.
Við litum á verðið á olíunni. Það er dýr dropinn og finnst mér fáránlegt að díselolían skuli vera dýrari en bensínið.
Ég þurfti svo að mæta á æfingu í ræktina. Gat ekki sleppt því svo stelpurnar komu bara með mér. Flott að hafa svona klapplið bara með sér Þeim leiddist ekkert heldur að fylgjast með þjálfaranum píska mömmu út. Þær sýndu honum líka hvað þær eru duglegar, gerðu handahlaup, kollhnísa og rústuðu mér svo með því að gera armbeygjur með annarri hendinni
Síðasta vika var menningarvika í Grindavík. Elstu krakkarnir af leikskólunum voru með ljósmyndasýningu með myndum sem þau höfðu tekið. Þemað hjá okkar leikskóla var "Bærinn okkar". Hér er Þórdís við myndina sína sem heitir "Fimleikahús". Þau voru líka spurð um ástæðu myndanna, og Þórdís sagði "af því að pabbi minn vinnur þar"
Svo er alltaf gaman að leika sér í húsinu í verslunarmiðstöðinni
Svo þarf að hvíla sig líka og knúsa smá
Þessi skvísa er ekkert í vandræðum með að finna sér kúrustaði.
Þessi dúkkubílstóll er fínn kúrustaður
Svo eru oft vinir í heimsókn. Hér er Hilmir að knúsast með Simba sem þau eru búin að klæða í dúkkukjól og húfu
Og þessum elskum leyfist ótrúlega mikið Simbi var hinn rólegasti yfir öllu þessu og var ekkert að flýta sér í burtu. Lá bara í makindum í þessum líka fína kjól af mér
Þessi elska fer svo í aðgerð á morgun. Hún hefur sofið svo illa síðustu mánuði. Hún er með svo mikinn kæfisvefn að hún er alltaf að vakna upp. Svo er hún þreytt mest allan daginn en fær svo kraft á kvöldin. Hún fer í kirtlatöku í fyrramálið. Það verða því stelpudagar áfram hjá okkur Eydísi, því hún verður heima í nokkra daga á eftir. Ég vona bara að litla skottan mín lagist við þessa aðgerð svo hún geti farið að sofa eðlilega
Bestu kveðjur og knús yfir til ykkar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær eru svo yndislegar stúlkurnar þínar allar þrjár .... fjórar? eða sko Simbi-stelpa í kjól sko
Frábært að hafa klapplið með sér á æfingu þ.e.a.s. þegar þær eru ekki slá manni við haha
Sendi ykkur Ljós og góðar kveðjur í morgundaginn
knús til ykkar Grindjánar
Ragnhildur Jónsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:37
Ragnhildur mín; hehe, Simbi mundi kannski móðgast ef hann fattaði að ég setti myndina á netið
Þórdísi fannst mamma sín voða dugleg á æfingunni; "mamma ég sá andlitið á þér, og þú varst alveg eldrauð í framan af því þú varst svo dugleg að gera æfingarnar" hahaha, svo bara rúllaði hún mér upp
Takk fyrir Ragga mín, ég vona að allt gangi vel hjá okkur á morgun
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:47
Þetta verður ekkert mál hjá þeirri litlu og fyrr en varir verður hún orðin frísk og hress
Eigið góðan dag elskuleg og gangi ykkur vel
Jónína Dúadóttir, 30.3.2009 kl. 09:19
Vonandi gengur allt vel með Eydísi. Yndislegar myndir og gaman að fá að fara í göngutúr með litlu stúlkunum þínum Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2009 kl. 10:12
Við erum komnar heim og allt gekk vel Smá erfitt og sárt en hún jafnar sig. Á núna fulla skúffu í frystinum af frostpinnum og er á þriðja pinna núna
Takk fyrir kveðjurnar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.3.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.