Letirófa eða dugnaðarforkur

Ég var sökuð um að vera letirófa - sem nennir ekki að blogga.. Til skemmtunar (já já, og mér til málsbóta) ætla ég að rifja upp hérna smá lýsingu á Voginni, eftir Lindu Goodman:

Stjörnumerkið Vog er þekkt undir nafninu "lata Vogin", og það er eitt ósamræmið. Dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman, getur Vogin verið svo önnum kafin og iðjusöm, að hún má ekki vera að því að bregða á leik. Hún getur þá unnið alla nóttina, og hlaupið út um morguninn, kát og glaðhlakkaleg, við fyrsta hanagal. Þú verður hreint og beint uppgefinn við að fylgjast með henni, þegar þannig blæs í bólið hennar. En áður en varir hlassar hún sér niður í stól, og segir: "Ég er alveg uppgefin," og þá getur hún gert sér upp það dæmalausasta letikast, sem þú hefur nokkurn tíma séð mann í (að minnsta kosti eftir önnur eins gleðilæti og þú varst rétt áðan áhorfandi að). Og þegar Vogin hefur einu sinni hlassað sér niður, mun hún ekki hreyfa legg né lið, hvað sem þú reynir til að hrista hana til. Henni mun reynast hreinasta raun, að eiga að lyfta hnífi eða gaffli (þó henni takist það sennilega að lokum). En sé einhver nærstaddur, ætlast hún til, að henni séu réttir hlutirnir upp í hendurnar, og henni þjónað á allan hátt. Þegar vogarskálin fer að hallast á letihliðina, gætir þú ekki reist hana við, þótt þú hefðir gufuvélkrana tiltækan. Hún mun tala, lesa, geispa, móka, horfa á sjónvarpið, stara út um gluggann og verður að taka á öllu sínu til að skreiðast upp í rúmið. Það er alveg sama hvað á gengur í veröldinni, það snertir hana ekki. Það er engu líkara en hún sé í öðrum heimi. Loks, þegar hún hefur safnað kröftum aftur, rís hún upp, og þrammar niður götuna. Þá horfir hún beint niður á fæturnar á sér, og strunsar eftir götunni með miklum handaslætti, og horfir hvorki til hægri né vinstri. Og nú er tekið til óspilltra málanna, fullt jafnvægi komið á, og friður í sál hennar, því nú hefur hún sett sér mark, og hún vinnur að því, leikandi og létt, að ná því, á sem skemmstum tíma.

Annars góð bara, fyrir utan smá letikast Grin Er dugleg að æfa, elska að vera komin aftur í ræktina og er ekkert á leiðinni að hætta þar.

Litla skottið mitt, hún Dorrit Engill, nagaði roudersnúruna mína í tætlur í gær. Ótrúlegt hvað maður er háður þessu interneti. Ef það hverfur er ekkert sjónvarp, engin tölva Shocking Ekki veit ég hvort hún skammaðist sín eitthvað, ég reyndar stórlega efast um það LoL en hún hvarf allavega..

IMG 3323

Svo sá ég eitthvað kunnuglegt munstur í skápnum þegar ég fór að ganga frá þvotti.

IMG 3324

Prakkaraskott, henni hefur tekist að lauma sér þarna inn þegar Þórdís náði sér í föt í morgun Joyful 

IMG 3160

Ég kláraði þessa peysu um daginn, handa Steina. Það færir mér ró og frið í sálina að prjóna. Svo er líka gaman að gleðja aðra með góðum flíkum Smile 

Vona að vikan sé frábær hjá ykkur Smile Knúsí knús Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þekkir hún mig þessi Linda sem skrifaði þetta ???? Í alvöru, þetta er alveg lýsingin á mér

Flott peysa, alveg virkilega, þú ert greinilega smekkmanneskja mín kæraÉg prjóna líka af því að mér finnst það bæði róandi og notalegt

Jónína Dúadóttir, 4.3.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þetta gæti alveg verið lýsing á mér, nema ég er vatnsberi. Prakkarskottið hún Dorrit, henni hefur örugglega liðið rosalega vel þarna í hlýjunni.

Ég segi stundum að prjónarnir eru minn sælfræðingur. Peysan er rosalega flott og fallegt munstrið.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.3.2009 kl. 15:30

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín; taakkk  Haha, já ætli hún hafi ekki bara verið með þig í sigtinu þegar hún var að skrifa þessa bók  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Matthilda mín; þú ert ábyggilega með einhver áhrif frá Vogarmerkinu. Hehe, ég finn mjög oft á hinum skrýtnustu stöðum  

Það er alveg víst að prjónaskapur er alveg á við tíma hjá sála. Ég ætla að kíkja á prjónakaffihús í kvöld. Hef ekki farið áður en finnst það spennó..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég ætlaði náttla að segja að ég finn Dorrit oft á mjög skrýtnum stöðum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Tiger

  Hmmmm ..... Sko, ég er Vog - og ég er sko ekki eins og þessi lýsing þarna uppi! Bara svo það sé á hreinu ... grrrr!

  Annars bara góður og saklaus ... *flaut*.

Algert skott þessi köttur þinn - mín reynir þetta líka, að troða sér inn í alla skápa sem eru opnaðir! Hún fær ekki að fara í skáp - nema bara þegar hún er með kettlinga ... á tveggja til þriggja ára fresti.

Reyndu að gefa kisu að borða svo hún sé ekki að narta í snúrur á milli mála ... :)

Flott peysan sem þú prjónaðir - bara glæsileg!

Tiger, 4.3.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn; hehe..ertu viss...? Það má örugglega finna eitthvað þarna sem getur uppfærst á þig, eins og til dæmis "að ef þú flækist einu sinni í neti Vogarpiltsins, ertu í eitt skipti fyrir öll fallin fyrir töfrum hans, og það verður ekki auðvelt fyrir þig að losna þaðan."  

Kettirnir mínir fá ekkert að vaða inní skápa, en þeir eru ótrúlega lúmskir að skjótast inn þegar litlar verur eru að ganga um skápana  Heyrðu, ég athuga þetta með að gefa kisu að borða.. það var ekkert um það í leiðbeiningunum sko

Takk fyrir hólið  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.3.2009 kl. 19:50

8 Smámynd: Tiger

  Hey sko ... ég ætla ekkert að fara að flækjast í net einhverra Vogapilta sko! Sætti mig bara við það að Vogastelpan er löt - og reyni að bæta það upp með töfrum mínum sko .. *flaut*!

Tiger, 4.3.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æðisleg peysa! og Steini greinilega ánægður með hana, ljómandi út að eyrum gastu lagað snúruna eða þurftirðu að kaupa nýja? Ég er stökkvandi hér á eftir Jóla litla, hann er MJÖG hrifinn af ýmsum snúrum enda lítil göt hér og þar.... svo liggur hann svo saklaus við hliðina á mér núna eins og hann geri aldrei neitt af sér

Vogin þú, er greinilega einum of mikill dugnaðarforkur sem vinnur þangað til orkan er alveg búin og þarf letikast (hvíld) á eftir

Prjónakaffihúsið hljómar vel  

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:56

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn;  sko, fattaðirru þettekki? ÞÚ ert Vogarpilturinn sem töfraði okkur allar í netið  Knús á þig, yndislegi töframaður  Og hættu svo að kalla mig letingja..

Ragnhildur mín; oh já, Steini er svooo ánægður með peysuna sína.

Hmmm..ætli þetta sé í genunum hjá þessari kattafjölskyldu.. Simbi var allavega ekki alveg jafn nag-óður og Dorrit, nema ég sé þeim mun gleymnari  Reyndar er "úrvalið" meira núna því ég átti engin börn þegar Simbi var kettlingur, en ég er alltaf að finna ný sönnunargögn..  Það var ekki hægt að laga snúruna. Hún var farin í sundur á tíu stöðum eða svo. En strákarnir í tæknibúðinni hér voru svo sætir í sér að þeir gáfu mér nýja.

Dugnaður og leti (hvíld) fer ágætlega saman ef maður kann að raða hlutföllunum rétt  Og prjónakaffihús, það var náttla bara æði, hvíld og skemmtun  

Knús í Hafnarfjörðinn (Dýrafjörðinn)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:26

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Rosalega eru þeir næs í tæknibúðinni hjá þér já ætli þessi nagósköp séu ekki í ættinni, þetta byrjaði allt með Lafði Alexöndru gömlu, hún nagaði allar gemsahleðslusnúrur heimilisins fyrstu mánuðina sína...... en sem betur fer eldist þetta af þeim. Hundurinn hins vegar var meira fyrir að naga stóla og sófa, skó og tær eltist sem betur fer af henni líka   það skrítna er að maður(ég) gleymir þessu á milli kettlingagota .... og man bara krúttlegheitin....

Mér líst vel á þetta prjónakaffihús hjá ykkur

knús í víkina ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 10:15

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þeir eru mjög almennilegir, enda versla ég hjá þeim þegar mig vantar tæknivörur  

Hehe, auðvitað man maður bara krúttlegheitin, náttúran sér til þess að við gleymum hinu  Það er alveg hægt að verða pirraður ef eitthvað skemmist í nagæði en mér líður bara ekkert betur þannig, svo það er miklu þægilegra að sjá húmorinn í þessu

Þú kannski mætir einhvern tíman í prjónakaffi í Grindó..?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.3.2009 kl. 12:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá flott peysa og flottur gaur henni, og skottið hehehehe prakkaraskottið, þú ert greinilega að blómstra elskuleg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín. Ég fer að verða eins og blóm í eggi

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.3.2009 kl. 11:00

15 Smámynd: gudni.is

Hmmm...Flott peysan hans Steina. Mér finnst nú að ég eigi svolítið í henni þar sem ég samþykkti að undirgangast þá lygi að ég ætti að fá peysuna í jólagjöf   (á meðan þú prjónaðir hana fyrir augum Steina)

gudni.is, 8.3.2009 kl. 23:22

16 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hehe. Reyndar varð sú peysa of lítil svo ég á hana. Þessi er öðruvísi, en eiginlega miklu flottari  En já, ég samþykki alveg þinn part í peysunni  Og ef þig langar í alveg heila peysu handa sjálfum þér, þá er bara að kvaka og ég prjóna hana um hæl

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.3.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband