Íslenskt - já takk!

Eitt af því sem mér finnst ekki skemmtilegt að gera, er að versla í matinn. Helst mundi ég vilja fylla frystinn minn af mat og síðan mundi mjólkurpósturinn sjá um að skilja eins og tíu lítra dúnk eftir á tröppunum annan hvern dag. Reyndar mætti hann hafa með sér ávaxtakörfu í leiðinni.. Fengi jafnvel kaffisopa suma morgna W00t Já, ég veit mig er að dreyma þetta, og það hljómar sjálfsagt stórundarlega að mig skuli ekki dreyma gylltar sólarstrendur og ævintýri. Mitt ævintýri er mitt hversdagslega líf með mínu húsbandi og börnum.

En þar sem þetta er bara draumur, þá fer ég að sjálfsögðu í búðir og versla í matinn og þykir í raun ekkert sjálfsagðara Grin Ég hef alltaf haft það í huga að velja íslenska vöru í innkaupakörfuna og aldrei meira en nú. Ég passa sérstaklega uppá það þessa dagana og mun gera það áfram. Ég fór til dæmis í búð í dag og verslaði slatta. Allt var það íslensk vara, nema ávextirnir. Hefði keypt þá íslenska ef þeir hefðu verið í boði. Við getum öll gert okkar til að stuðla að íslenskum iðnaði sem skapar okkur störf. Með því að velja íslenskt stuðlum við að atvinnusköpun fyrir okkur sjálf.

Og nota bene, svona prjónakelling eins og ég prjónar að sjálfsögðu eingöngu úr íslenskum lopa þessa dagana Wink 

IMG 9126

Íslenskt - já takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 05:54

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Íslenska skyrið fer líka svo einstaklega vel á svona fallegu íslensku broskrúttuandliti

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;

Ragnhildur mín; að ég tali nú ekki um hvað það er gaman fyrir svona krútt að borða það  (alveg sjálf sko!)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.2.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha yndisleg mynd full af hreysti, kátínu og Íslandi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 11:07

5 Smámynd: Tiger

  Haha .. yndislegt krútt þarna - en ég er feginn að þurfa ekki að þrífa upp eftir matinn sko .. haha!

Sammála með að versla íslenskt þar sem hægt er að koma því við - styðja við íslenska framleiðslu sem kostur er. Spurning hvort íslensk vara myndi ekki lækka í verði ef allir færu að standa við bakið á þeim sem slíkt framleiða.

Knús og kram í helgina ykkar Sigrún og hafið það gott í kuldanum...

Tiger, 12.2.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; haha, já, alveg hreystin upp"máluð"  

Tiger minn; slubbedíslubb, ég er sko komin með próf á tusku.. haha  

Já ég held að ef allir leggjast á eitt og reyna að versla íslenskar vörur þá muni það koma okkur til góða. Fyrir utan það að íslenskar vörur eru í flestum tilfellum alls ekkert síðri en erlendar. Knús á þig kappi, í rigninguna og slabbið..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Mikið er þetta fallegur draumur sem þú átt.

Ég gef alltaf lagt mig fram við að velja Íslenskt og tekið það Íslenska fram fyrir það útlenska, svona yfirleitt og ætla að halda því áfram.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.2.2009 kl. 21:20

8 Smámynd: Tiger

Hmm ... það er víst fleiri en ég latir á blogginu um þessar mundir!

Knús og kram sendi ég þér - þó latur sé ...

Tiger, 18.2.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband