29.10.2009 | 19:54
Fjörheimar
Þar sem eru börn, þar er líf og fjör. Og heimilið mitt er yfirleitt fullt af börnum. Og mér finnst það fínt. Það segir mér að börnin mín eiga vini. Einhvern veginn er það svo, að hingað sækja krakkarnir mikið. Stelpurnar leika að sjálfsögðu líka við vini sína heima hjá þeim en eru oftar hér með vinum sínum. Ég fæ þá líka að kynnast vel þeirra vinum sem eiga eftir að verða vinir þeirra í framtíðinni.
Hér er Þórdís og vinkona hennar. Þær hjálpuðu til við bakstur
Það fer ekkert krem til spillis hér
Þórdís er myndarleg að brjóta saman þvott
Svo þarf að fara með allt í skúffurnar... í einni ferð
Eydís fjörkálfur hjálpar til við að setja í þvottavélina
Svo eru kósý stundir þar sem er teiknað. Þær gera mikið af því að teikna.
Svo þarf stundum að taka smá auka fimleikaæfingar heima. Hér er Eydís að taka tilhlaup.
Og svo framheljarstökk
Og Þórdís líka
Svo var mamma klöppuð upp líka
Og það var mjög fyndið og skemmtilegt að horfa á mömmu stökkva
Hér kemur pabbi svífandi líka
Svo þarf að æfa líkamsstöðuna líka
Ekki slæmt að hafa svona einka-fimleikaþjálfara heima
Já það er ýmislegt brallað hér og alltaf fjör
Framkvæmdir mjakast áfram í rólegheitunum. Það hafa komið nokkur stopp í þær hjá okkur. Fengum bæði flensu um daginn og svo nóg annað að gera. En nú er að komast meira skrið á þetta. Þórdís á afmæli 8. nóvember og það var alltaf ætlunin að klára herbergið fyrir afmælið hennar. Steini og Garri hafa séð mest um smíðarnar og stóru verkin. Ég hef bara verið í niðurrifi og tilfæringum en svo styttist í að ég geti farið að mála og fínisera Þangað til þá ætla ég að hafa það gott í draslinu hérna og svo kemur í ljós hvort næst að klára á tilsettum tíma.
Bestu kveðjur og knús í helgina ykkar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús í þitt fjöruga hús mín kæra

Jónína Dúadóttir, 29.10.2009 kl. 23:11
Knús á þig Jónína mín. Fjörkálfarnir sofa núna og ég prjóna.


Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.10.2009 kl. 23:54
Takk fyrir þessar flottu myndir Sigrún mín. Og skemmtilega frásögn. Það er greinilega margt að gerast á góðu heimili.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2009 kl. 18:17
Takk Ásthildur mín. Það er alltaf nóg að bralla, ekki síst hjá smáfólkinu eins og þú þekkir
Knús á þig. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.