14.10.2009 | 01:37
Vinur kvaddur
Yndislegur ljúflingur, gamall vinur minn og félagi frá Ísafirði, Júlíus, er látinn. Ég kynntist Júlla fyrst þegar ég heimsótti Ísafjörð í gaggó. Síðan fór ég í Menntaskólann á Ísafirði og urðum við þá vinir og brölluðum ýmislegt saman. Fyrsta stóra ástin í lífi mínu er bróðir Júlla og bjó ég til skamms tíma hjá fjölskyldunni yndislegu í Kúlunni. Ég hef ekki hitt Júlla nýlega, en alltaf þegar ég hitti hann var eins og ég hafi hitt hann í gær. Hann var alltaf eins, sami ljúfi drengurinn með grallarabrosið.
Þegar ég heyrði sorgarfréttirnar ákvað ég strax að fara vestur. Við Aurora ákváðum að keyra saman og svo bættist Nonni með í för. Það var sárt að koma til Ísafjarðar af þessu tilefni, en jafnframt ljúft að koma þangað, því það eru nokkur ár síðan ég heimsótti Ísafjörð síðast.
Veðrið var ekki alveg uppá það besta þegar við lögðum af stað og sumir reyndu jafnvel að telja okkur ofan af því að fara, en við vorum ákveðin í að komast.
Á vegaskilti á Kjalarnesi stóð "ÓVEÐUR" og vindur 50 M. Þetta skilti hefur aðeins tekið dansspor í vindinum.
En þá er bara að halda fast um stýrið
Hér er nýja heiðin, Arnkötludalur.
En við sáum ekki mikið af nýju heiðinni. Þetta er útsýnið út um framrúðuna.
Komin á Hólmavík. Aurora með fast tak á mér haha, lafmóð eftir heiðina.
Ég hringdi í pabba til að tékka á færðinni yfir Steingrímsfjarðarheiði
Nonni og Aurora, skemmtilegir ferðafélagar
Tilkynningaskyldan
Aftursætisbílstjórinn
Hér sést útsýnið á Steingrímsfjarðarheiðinni
Nýja brúin í Mjóafirði. Veðrið var miklu skaplegra í Djúpinu en samt ennþá mjög hvasst.
Hér hélt ég að nýju bremsurnar væru að bila. Það ískraði í öllu en svo virtist það hafa verið grjót. Við vorum eiginlega með Júlla með í bílnum, því við tókum með okkur listaverk eftir hann sem þurftu að komast vestur. Hér sést "Hulk" uppstilltur fyrir myndatöku. Ekkert smá flott hjá Júlla.
Hér erum við komin í Álftafjörð og sjórinn var kominn uppá rúðu í Básavindinum
Við fréttum svo af því að við hefðum verið í brjáluðu veðri, með heilu gámana og þökin bókstaflega í "rassgatinu" á leiðinni
Mætt í Kúlu
Sem betur fer eru yndislegar gleðiskottur í Kúlunni sem eiga eftir að hjálpa ömmu og afa í sorginni
Það var notalegt að koma saman hjá Önnu Rögnu og baka
Flottar aðstoðarkonur, skáru niður ávexti af miklum móð
Bakað til heiðurs Júlla
Aurora og Sigurlaug skoða myndir af Júlla eftir jarðarförina. Minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar
Það sprakk á bílnum þegar ég skutlaði Sigurlaugu heim. Þá var ekkert að gera nema fara úr sparikápunni og í hvítu úlpuna og skipta um dekk
Og svo herða
Fallega kærleikskúlan
Litla skottan Ásthildur hjá Báru, mömmu sinni
Kveðjustund í Kúlu hjá elskulegu Ásthildi minni
Yndislega Ásthildur sem tók mér eins og dóttur á sínum tíma. Kona sem hefur haft ótrúleg áhrif á mig fyrir allt lífið
Og svo að kveðja Önnu Rögnu. Kærar þakkir fyrir mig
Við fengum fallegt veður á heimleiðinni
Fjallafegurð
Gömul mynd úr Kúlunni, Júlli og Ingi Þór. Þarna vorum við Júlli í tilraunaeldhúsi og komumst meðal annars að því að það borgar sig ekki að sjóða egg í örbylgjuofni...
Hvíl í friði kæri Júlli. Megi englar guðs vaka yfir sonum þínum og fjölskyldu.
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 14.10.2009 kl. 05:25
Elsku Sigrún mín ég var svo glöð yfir að þú skyldir koma. Og ég sit hér með tárin yfir fallegu færslunni þinni. Takk innilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 15:02
Elsku Ásthildur mín, það var líka ómetanlegt fyrir mig að koma. Þið eruð í huga mínum alla daga. Kærleikur og Ljós til þín.
Jónína mín; Knúús
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.10.2009 kl. 23:48
Takk ljósið mitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.