Hönnunardagar

Ég var í búð um daginn að kaupa lopa í peysu. Þórdís var með mér og rak augun í skærbleikan neon litaðan lopa. Hún vildi ólm kaupa hann og bað mig um að prjóna veski handa sér úr honum. Hún sagðist skyldu teikna upp veskið og svo ætti ég að prjóna það W00t Ég gat ekki annað en keypt lopann og þegar heim var komið var strax hafist handa við að hanna veskið.

IMG 3938

Þetta er reyndar ekki upprunalega hönnunin. Þessi hönnun er eftir Eydísi, ein af mörgum sem hún gerði Grin 

IMG 3852

Hér er veskið hennar Þórdísar. Búið að þæfa lopann.

IMG 3854

Hér er svo Þórdís yfirhönnuður, svaka ánægð með veskið sitt Smile 

IMG 4020

Hér er Eydísar veski. Hún var alveg ákveðin hvernig hún vildi hafa sitt veski. Skrautið er sérvalið af henni og saumað í nákvæmlega eftir hennar óskum Wink 

IMG 3899

Það er ekkert smá flott að eiga svona fínt veski. (það er miklu meira neon litað heldur en sést á myndunum) Svo pæjast þær með þetta með sér á leikskólann og hvert sem við förum Grin 

IMG 3756

Ætli Dorrit Engill hafi valið sér þetta fyrir veski?

IMG 3778

Hún elskar að dröslast með stelpunum í öllu LoL 

IMG 3995

Kvöldkúr Grin 

IMG 3968

Það er greinilega komið vor. Það var svo hlýtt í gær þegar við vorum í pottinum.

IMG 3919

Þórdís pottormur í fullu fjöri

IMG 4014

Hér eru þau svo farin að tálga trjágreinar, Hafþór og Þórdís. Spennó!

En það er líka fleira sem er komið á hönnunarstig. Herbergið hennar Eydísar er pínulítið. Við höfum stundum spáð í að gera breytingar hér heima. Forstofan hér er risastór með stórum gangi inn af, sem er fyrir framan lítið herbergi. Þar langar okkur að stækka herbergið og breyta innganginum inn í íbúðina. Það þarf reyndar að fórna gestasnyrtingunni fyrir þetta, í bili allavega. Steini trúir mér ekki að hann muni vilja hafa tvö baðherbergi þegar stelpurnar eldast Whistling ég ætla að minna hann á þetta eftir nokkur ár, híhí.

En sem sagt við vorum að ræða þetta eitthvað í fyrradag, og án þess að stelpurnar heyrðu til. Ég skrepp í búðina og þegar ég kem heim fæ ég þær fréttir hjá Þórdísi að pabbi hennar sé að fara að gera nýtt herbergi handa þeim. Svo þá er ég hrædd um að við verðum að haska okkur í þetta verk fyrr en seinna, því Þórdís mun sjá til þess að pabbi hennar fái engan frið. Hún er jú búin að bjóða öllum vinum sínum í innflutningspartý WizardToungeLoL

Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska. Hafið það gott elskurnar. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AÆdeilis flott veski sem þú hefur búið til fyrir stelpurnar og gaman að þær skuli sjálfar hafa haft hönd í bagga, eða auðvitað hannað þetta alveg sjálfar, þær verða einhverntímann góðar.   Ég er alveg sammála þér um þetta með baðherbergin og börnin   FLott hjá ykkur að komast í pottinn.  Og gaman að vinna að því að breyta og fá stelpunum stærra og betra herbergi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær veski! þessar stúlkur þínar eru snilldarhönnuðir, það er alveg greinilegt Þú ert ekki lengi að þessu kona! og krafturinn í ykkur að fara að breyta og laga. Þið eruð æðisleg

Það er svo dásamlegt að sjá hvað þessi litla kisa hún Dorrit Engill lenti akkúrat á réttu heimili fyrir sig yndislegt. Hafið það gott öllsömul. knús

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur mín; takk  þær vita sko alveg hvað þær vilja, og já, þær verða góðar einhvern tímann  Haha, það verður örugglega ekki langt að bíða þar til Steini þarf að dansa fyrir framan baðherbergið á morgnana  En þá verður bara sett annað baðherbergi. Hef alveg nóg pláss fyrir það, kostar bara meira vesen að færa það þangað núna. Það bíður bara þar til sumir átta sig  Mér finnst bara skemmtilegra að þær fái báðar stórt herbergi fyrst það er í boði. Þetta eru náttúrulega dúllurnar mínar og ég geri allt til að láta fara vel um þær  

Ragnhildur mín; takk. Þetta er alfarið þeirra hugmynd, ég fékk bara að útfæra það og sjá um framkvæmdina  Þessar framkvæmdir hafa verið draumur lengi. Var eiginlega búin að fá nóg í bili..en ég virðist aldrei geta hætt  

Dorrit Engill er bara voða ánægð og passar vel hér inn. Hún elskar stelpurnar og þær hana, og auðvitað við líka. Simbi elskar hana líka, hann er bara ekki eins mikið fyrir að sýna það  Annars eru þau alltaf að verða betri vinir, eru saman úti að leika og elta okkur bæði á leikskólann á morgnana  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.4.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott veski ! Þið eru æðilslegar

Gleðilega páska mín kæra

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:12

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég biðst afsökunar á einu auka L-i sem læddist þarna með

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:14

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Jónína mín. Þú ert æði  Gleðilega páska

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.4.2009 kl. 08:44

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur hjá þér heimilisiðnaðurinn. Þær vita hvert þær eiga að snúa sér, dömurnar.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband