Kósýhelgi og kattafjör

Helgin hjá okkur er búin að vera kósý. Ekkert barnaafmæli eins og planið var. Það verður um næstu helgi, verð vonandi nógu hress í það þá. En við vorum með smá afmæliskaffi á föstudaginn. Ömmur og afar geta ekkert beðið heila viku með að koma með afmælisgjöf handa barnabarninu Tounge Afi og amma sóttu stelpurnar á leikskólann, en það er sérstakur heiður að vera sóttur af þeim Smile Afi bakaði svo pönnukökur. Eddi frændi kom líka óvænt svo það var bara orðið afmælisfært Wizard 

IMG 2889

Hér sýnir Eydís afmælisstelpa afa sínum hvað hún er orðin gömul Grin 

IMG 2914

Eydís afmælisstelpa með ömmu sinni. Og Dorrit líka búin að koma sér vel fyrir.

IMG 2902

Afakrús Smile Og afi fékk líka þann heiður að svæfa dúkkuna hennar.

Við bjuggum okkur til risa flatsæng á stofugólfinu og hreiðruðum um okkur þar og horfðum á grínmynd saman. Hentar vel fyrir mömmur sem eru ekki í sínu besta standi W00t 

IMG 2954

Svo bara sofnaði hver og einn eftir hentugleika Grin Sleeping 

Ég get skemmt mér vel við að fylgjast með kattalífinu. Litli og stóri að reyna að verða vinir...

IMG 2981

Simbi hefðarprins í pabbadekri. Dorrit skoppar fyrir aftan hann. Hún gefst ekkert upp á því að fá hann í leik Halo 

IMG 2989

Simbi lokar augunum og býr sig undir höggið...

IMG 2993

... og litla dýrið lætur vaða W00t 

IMG 2999

Simbi gefur Dorrit smakk. Hann er samt ekkert kampakátur yfir "ófriðnum" af þessu litla dýri GetLost 

IMG 3001

Enda aldrei flóafriður fyrir henni LoLHalo En þau kúra saman, ekki kannski alveg klesst saman, en saman samt.

IMG 3030

Við dunduðum okkur við andlitsmálun í dag. Búið að gera hinar ýmsu prufur, kanínur, fiðrildi og tígrisdýr.

IMG 3020

Maður fær nú bara krúttkast þegar maður mætir þessu tígrisdýri LoL

Það verður frí í leikskólanum á morgun svo það verður framhald á helginni hjá okkur. Knús á ykkur inn í nýja viku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 06:12

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh hvað þið eruð alltaf yndisleg Krúttprinsessur og krúttkisur um allt hús mér sýnist hún Dorrit litla Engill vera alveg að ná honum Simba í vinahópinn haha en ekki hægt að standast hana lengi

Eruð þið allar lasnar mæðgurnar?

hugg og knús úr kisusveitinni

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.2.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;

Ragnhildur mín; takk fyrir huggið  Stelpurnar eru orðnar hressar. Það er bara ég sem hangi alltaf svo lengi með þessar pestar. Er að upphugsa mér eitthvað nýtt prógramm til að byggja upp ónæmiskerfið mitt. Það er svooo leiðinlegt að vera alltaf að krækja í þetta. Híhí, já litla Englakisa nær honum á endanum. Hann þarf bara að hætta að líta svona stórt á sig og fatta hvað hún mikil dásemd  Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Yndislegar stelpur og kisur. Dorrit á eftir að ná honum Simba á sitt band

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.2.2009 kl. 18:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessum myndum Sigrún mín, kisurnar eru frábærar ekki síst þessar síðustu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Matthilda mín; ég held það, ekki hægt að vera í eilífu kattastríði  

Ásthildur mín; þessar síðustu eru náttla langflottastar  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.2.2009 kl. 15:22

7 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. þetta var gaman að sjá og lesa. Gott að hafa smá hamagang í kringum bæði börn og dýrin - og bara gaman þegar börnin fara að líkjast dýrunum líka sko ...

Flottir kettirnir sko - og tígrisdýrin eru ekkert smá töff!

Knús og kram í dýraland ...

Tiger, 10.2.2009 kl. 17:33

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha..já Tígri minn, þú ert ekki eini tígristöffarinn  Það er bara upplífgandi að hafa smá hamagang í kringum sig sko! Bestu kveðjur og knús héðan úr heimi dýranna, bæði villidýra og kattardýra..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.2.2009 kl. 20:15

9 identicon

skviss

aurora Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband