Krúttfærsla

Ég hef verið frekar löt á blogginu undanfarið. Hef verið upptekin af einhverju allt öðru. Er mikið í handavinnu þessa dagana, prjóna, prjóna, prjóna og sauma gardínur. Bara gaman. Nýti mér síðustu metrana af vetrinum í þetta. Svo kasta ég öllu frá mér og fer út að skoða tilhugalíf plantnanna þegar vorlyktin kemur í loftið.

Stelpurnar voru lasnar til skiptis alla síðustu viku. Fengu hálsbólgu, kvef og hita. Ég hélt að ég hefði sagt upp þessum pestum, en varð að næla mér í smá afleggjara af þessu líka. Held samt að allir séu orðnir sprækir aftur núna. 

IMG 2512

Við Eydís áttum notalega daga saman. Hún var ekki það lasin að við gátum spilað. Henni finnst mest gaman að spila Olsen.

IMG 2520

Spilaáhugann hefur hún fengið með genunum. Hún minnir mig oft á Nennu ömmu mína heitna. Hún hefur sömu hreyfingar og takta og hún. Ekki leiðum að líkjast þar skal ég segja ykkur InLove

IMG 2564

Svo var mikið litað, teiknað og málað. Og þar sem Eydís er, þar er Dorrit Engill líka Smile 

IMG 2732

"Mamma, ég ætla að verða dýralæknir" sagði Eydís við mig í kvöld. Það kæmi ekkert á óvart miðað við hvað hún hefur mikinn áhuga á að spá í dýrin Wink Og litla skottið leyfir henni að dröslast með sig um allt Grin

IMG 2582

Svo er hárgreiðsla líka í uppáhaldi hjá ungum konum Smile

IMG 2444

Ég er komin í orlof og við hefur tekið alvöru "pappírstígrisdýr" Tounge 

IMG 2461

Hmmm...kunnuglegt andlit...skildi hún nokkuð vera með heimþrá?

IMG 2700

Þetta er sparnaðarráð í kreppunni. Nýi pappírstætarinn minn LoL ´

IMG 2482

Dorrit litla Englakisa er liðtæk á öllum sviðum. Hér aðstoðar hún mig við prjónaskapinn.

IMG 2605

Hér er ein afurðin. Fanný vinkona er svo flott fyrirsæta að hún var að sjálfsögðu fengin í myndatöku. Fallegt veðrið og gott að búa í sveitinni. Maður þarf bara að fara út í garð og er kominn í paradís Wink 

IMG 2684

Dorrit gefst ekkert upp á að reyna að nálgast Simba. Hann er ekkert allt of hrifinn af þessum litla fjörkálfi en stundum tekst henni að lauma sér að honum.

IMG 2592

Atli frændi stelpnanna er búinn að vera hjá okkur síðan á föstudaginn. Hér eru hann og Þórdís í fyrirsætuleik með sjal sem ég prjónaði. Stelpunum finnst voða gaman að hafa hann og hann hefur gott lag á þeim. Ég er ekki viss um að ég ætli neitt að skila honum...voða gott að hafa svona aðstoðarmann á heimilinu Tounge 

IMG 2532

Ég bíð spennt eftir að sjá hvað ný ríkisstjórn getur gert fyrir okkur. Vonandi eru betri tímar framundan, ég hef trú á því. Eigið góða viku elskurnar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að fá lífsmark frá þér ljúfan mínSkemmtilegar myndir og viðfangsefnin frábær og fallegEigðu góða viku líka og góða skemmtun við prjónana

Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 07:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábærar myndir Sigrún mín.  Stelpurnar eru auðvitað bara að ná sér í mótefni fyrir lífið.  FLott fyrirsæta og flott peysa, flottastar af öllu eru samt leikfélagarnir Dorrit og Eydís og Þórdís englabörn.  Fyndið að sjá litla kettlingin leika sér í garninu þínu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín; takk fyrir. Ég skemmti mér alltaf vel við prjónaskap

Ásthildur mín; takk fyrir. Þær eru æðislegar saman leikfélagarnir. Hehe, já Dorrit er mjög iðin við að hjálpa til með garnið

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mikið svakalega er Dorrit Engill flink að prjóna Það er svo gott að hafa eitthvað að gera í höndunum, prjóna, hekla eða sauma talandi um það þá fer að nálgast að fuglamyndin verði tilbúin

Gott að sjá færslu frá þér Sigrún. Ég og Dúfa ;-) biðjum kærlega að heilsa ykkur öllum

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín; það veitir mér hugarró að dútla mér við handavinnu, fyrir utan það hvað það er gaman að skapa og hanna sjálf flíkur á fjölskylduna og næsta nágrenni  Fuglamyndin verður þá kannski tilbúin þegar mamma fer í sauðburðinn. Þú lætur mig bara vita, ekkert stress hér  Við biðjum að heilsa Dúfu líka og svo öllum hinum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Yndislegur þessi litli kettlingur. Við höfum verið að spá í að fá okkur kettling en erum ekki viss um hvað sú gamla segði við því.

Helga Magnúsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:25

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Helga mín; já hún er algjört krútt. Ég hef heyrt marga tala um að kettir fari í fýlu þegar "nýr" köttur mætir á svæðið. Ég held samt að þeir jafni sig alveg á endanum, það ætla ég a.m.k. að vona! Ef þú ert heit, þá geturðu kíkt á síðuna hennar Ragnhildar bloggvinkonu, ég held að hún eigi 4 krútt eftir af 11

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:40

8 Smámynd: Tiger

  Frábærar myndir hjá þér og skemmtilegar líka. Það er ekki að spyrja að því með blessaða ungana - þeir draga bara að sér hinar ótrúlegustu flensur - alveg sama hve mikið maður reynir að loka þær úti - flensurnar sko. Er samt handviss um að þær hafi haft það ljúft með múttunni heima við spil og prjónaskap - þar sem myndarskapinn vantar ekki sko. Flott peysa á flottri fyrirsætunni .. wúha!

Alveg brilljant þessi litli köttur - best geymdur í ruslinu sko... neinei, bara djók. En hann er flottur þessi köttur og greinilega mikill fjörkálfur..

Knús og kram ..

Tiger, 4.2.2009 kl. 01:13

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Tiger minn; takk. Við höfðum það mjög ljúft saman. Stelpurnar verða ekkert oft lasnar, það er bara mamman sem á auðveldara með að krækja í pestar heldur en að losna við þær aftur sko! En það kemur með tímanum.

Ég var að spá í að stofna nýtt fyrirtæki; Vistvæn gagnaeyðing ehf. Gæti tekið að mér ýmisleg verkefni t.d. fyrir Glitni, Kaupþing eða Seðlabankann. Fljót og örugg eyðing gagna á vistvænan hátt. Spurning hvort ég verði kærð fyrir að hafa kettling í vinnu..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.2.2009 kl. 11:03

10 Smámynd: Tiger

Hahaha .. vistvæn gagnaeyðing ... viss um að Davíð Oddsson mun verða fyrsti viðskiptavinurinn - og spurning um hvort þú ráðir nokkuð við aðra viðskiptavini á meðan þú ert með DO - því það er örugglega svo miklu sem hann þarf að koma undan og í felur .. múhaha!

Hugsa að þú komist upp með að hafa kettlinginn í þrælkun hvað þetta varðar - Davíð myndi sjá til þess sko ...

Tiger, 5.2.2009 kl. 17:08

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Haha, já DO yrði kúnni númer eitt og sennilega myndi hann alveg sjá til þess að dýrið hefði vinnufrið  Verkefnin væru ekkert af skornum skammti, gæti örugglega skaffað einhverjum vinnu við að "mata" dýrið.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband