24.1.2009 | 23:38
Heimsborgarar
Í tilefni bóndadagsins ákvað ég að viðra húsbandið mitt í gærkvöldi. Þórdís hefur lengi verið að biðja um að fá að gista hjá ömmu og afa og það varð úr að stelpurnar fóru þangað í gær. Ég fékk gjafabréf á Lækjarbrekku í afmælisgjöf og því var tilvalið að fara þangað og njóta alls þess góða sem þar er boðið uppá. Mér hefur alltaf þótt villibráð góð, en er víst ein um það á mínu heimili, svo ég hef ekkert verið að elda svoleiðis síðustu árin. Á matseðlinum var hreindýrasteik, eitthvað sem mig hefur dreymt lengi um að fá mér. Meira að segja Steini ákvað líka að prófa hreindýr. Þjónninn var alveg frábær, eins og alltaf þegar maður heimsækir Lækjarbrekku, og hann gat blikkað kokkinn til að setja líka tvo humarhala á diskinn hans Steina.
Við fengum steikurnar okkar og byrjuðum að borða. Þetta var alveg ljúffengt og kjötið bráðnaði uppí manni. Þjónninn kom og spurði hvernig smakkaðist og ég sagði náttla bara að þetta væri voða gott, eins og þetta var. En mér fannst samt eitthvað vera skrýtið... ég smakkaði næsta bita, og næsta bita, og alltaf fannst mér eins og þetta væri eitthvað öðruvísi en síðast þegar ég smakkaði hreindýr. Mér fannst kjötið óvenju dökkrautt á litinn, minnti frekar á hrefnukjöt en hreindýr. En ég bjóst við því að í rökkrinu þarna inni þá liti þetta bara þannig út. Ég sagði Steina að síðast þegar ég smakkaði hreindýr, þá hefði það verið miklu betra, ég hefði bókstaflega getað slefað yfir því þá. Svo fór ég að spá, það gæti bara verið að ef maður hætti að borða villibráð, þá mundi manni hætta að þykja hún eins góð. Steini lét mig smakk af sínum mat, því honum fannst skrýtið að finna lýsisbragð. Hélt kannski að það kæmi bragð af humrinum, en þetta var sama bragðið og af mínum mat, þ.e. maður fann lýsisbragð af einum og einum bita. Við kláruðum svo bara að borða og fengum okkur góðan kaffibolla á eftir. Réttum þjóninum svo gjafabréfið og fengum það til baka með því sem er eftir af inneigninni, ásamt kvittuninni. Svo röltum við út og ég fór að ganga frá kvittuninni í veskið mitt, þegar ég leit á hvað þar stóð: 2 x hrefnusteik Við biluðumst úr hlátri yfir þessu. Við vorum þá ekki eins vitlaus og við héldum, hahaha, en ég passa mig á því næst að spyrja þjóninn ef mér finnst eitthvað ekki vera eins og ég held það eigi að vera Svona er það þegar sveitalúðarnir fara á kreik og halda að þeir séu einhverjir heimsborgarar, haha. En við ætlum að fara fljótlega og klára inneignina. Ætlum þá að taka stelpurnar með okkur. Ég hugsa að þegar ég hringi og panti borð, þá láti ég það verða á nafni Hrefnu
Við fórum svo í bíó á eftir og sáum myndina Slumdog millioner. Alveg frábær mynd sem ég get vel mælt með. Kvöldið var einstaklega skemmtilegt, og gaman að smakka óvart hrefnukjöt
Það lítur út fyrir að styttist í að kettir heimilisins semji frið Set þessa mynd inn fyrir hana Röggu
Ég kíkti aðeins á Austurvöll í dag en var frekar seint á ferðinni. Heilmikil samstaða og stemming þar. Mig langar á mótmælafundinn á morgun en við verðum í afmæli í næsta húsi á sama tíma. Kemst vonandi á þann næsta. Eigið góðan sunnudaginn elskurnar mínar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haahah fyndið með kjötið Æ, hvað er gott að sjá að kisurnar eru farnar að nálgast hvor aðra þetta er greinilega allt að koma
Bestu kveðjur og ljós
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:21
Elskan mín þið eruð einmitt heimsborgararSveitalúðar hefðu orðið vitlausir yfir að fá hrefnu í staðinn fyrir hreindýr og verið með leiðindi og læti, á meðan heimsborgarinn tekur öllu með jafnaðargeði og hlær svo að öllu saman
Jónína Dúadóttir, 25.1.2009 kl. 09:39
Ragnhildur mín; já þetta var bara skemmtilegt og fyndið. Englakisa gefst ekkert upp á að reyna að fá þann gamla til að leika við sig hann á eftir að gefa sig á endanum.
Jónína mín; þú segir nokkuð. Ég var ekki búin að átta mig á þessari hlið málsins. Við erum þá bara flottir heimsborgarar eftir allt saman
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:37
Alltaf sama atið í kringum þig addna ... annars bara stutt innlit og kveðja ljúfust.
Kisskiss og hafðu frábæra helgi.
Tiger, 31.1.2009 kl. 15:02
Tiger minn; en óvænt ánægja að sjá þig hér snúðurinn Hafðu góða helgi sömuleiðis
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.1.2009 kl. 20:06
Haha .. guess who!
Tiger, 2.2.2009 kl. 15:16
??? Þú addna grallaraspói! Varstu kannski að elda hrefnukjöt???
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.2.2009 kl. 16:12
Hahaha .. neinei .. ég bara var að forvitnast um hvort það væri komin ný færsla, en sumir eru latari en aðrir sko .. *flaut* ...
Tiger (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:35
Nei nei, það er ekki rétt. Sumir eru bara ofvirkari en aðrir, híhí..*ulla*
En jamm ég skal alveg viðurkenna að ég er haldin smá bloggleti...en það rætist úr því og kannski áður en kvöldið er liðið...
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.2.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.