21.1.2009 | 01:15
Merkisdagur
Lýðræðið sigraði í Bandaríkjunum og vil ég óska Bandaríkjamönnum til hamingju með nýjan forseta, Barack Obama. Þar er á ferðinni maður sem getur sætt sjónarmið og blásið vonarneista í brjóst, eitthvað annað en stjórnvöld hér geta státað af. Íslendingar grátbiðja um lýðræði en er hafnað... ég veit ekki hvar þetta endar allt saman. Ég er þó viss um að dagurinn í dag gerði þáttaskil.
En hér var afmæli í dag
Pabbi fær afmæliskoss í morgunsárið, og afmælisgjöf frá okkur stelpunum.
Við bökuðum í gær og stelpurnar skreyttu tertuna í dag
Dorrit Engill varð að forvitnast aðeins hvað væri í gangi
Tertan tilbúin, aldeilis flott hjá þeim
Alltaf nóg af uppátækjum hjá þessu krútti. Hér er hún mætt ofan í skúffu að skoða prjónadót
Simbi er ekki alveg fluttur inn aftur. Hann kemur svona smástund inn af og til. Annars er það bara bílskúrinn. En Dorrit Engill gefst ekkert upp á því að reyna að fá hann í leik Þau eru aðeins byrjuð að "tala" saman.
Simbi stelst í matinn hennar en það er fylgst grannt með... og svo stelst hún í hans!
Dorrit Engill í "stökkvayfirhindrunleik"
"Náði þér"
Mamma og pabbi komu í afmæliskaffi í kvöld og fengu alvöru trakteringar
Og afmælisbarnið líka
Góða nótt elskurnar mínar og eigið góðan dag á morgun
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu líka góðan dag dúllan mín og til hamingju með manninn
Jónína Dúadóttir, 21.1.2009 kl. 10:40
Til lukku með bóndann.
Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:29
Takk stelpur mínar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:52
Til hamingju Steini! frá okkur Lalla
Já þetta var mikill dagur í gær og skrítinn vægast sagt. 2 miljónir manna glaðir og friðsælir í Bandaríkjunum að fagna voninni okkar allra en læti, eldar og gas í Reykjavíkinni! Öðruvísi mér áður brá
En dásamlegt að sjá hana Dorrit litlu Engil, hún greinilega á vel heima þarna með ykkur hinum krúttunum
Bestu kveðjur og knús til ykkar allra
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 12:48
Hæ hæ !
Alltaf jafn gaman að fá að fylgjast með ykkur.
Skemmtilegar frásagnir og flottar myndir.
Vona að þið hafið það gott.
Kv. Þóra Lilja.
Þóra Lilja (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:02
Ragnhildur mín; takk fyrir kveðjuna. Já þetta er sannarlega skrýtið ástand. En það birtir vonandi um síðir. Það fer sko vel um hana Dorrit Engil. Og hún og Eydís eru eins og síams!
Þóra Lilja mín; Takk fyrir innlitið, gaman að "sjá" þig Vona sömuleiðis að þú hafir það gott.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.