14.1.2009 | 12:03
Góður dagur
Stelpurnar fengu fríi í leikskólanum í gær og við fórum saman í stelpuferð í bæinn. Ég átti að mæta á Landspítalann í mitt hefðbundna eftirlit. Stelpurnar fóru í afa vinnu á meðan. Þar mætti amma líka svo þær höfðu í nógu að snúast (allavega amma og afi ) Svo skruppum við í heimsókn til Hildar og þar gátu þær leikið sér við Bigga frænda. Hann er á milli stelpnanna í aldri og þau ná alltaf svaka vel saman
Niðurstöðurnar úr rannsóknunum eru bara fínar og lækninum líst vel á mig. Hann hafði samt enga skýringu á svimanum sem hefur verið að hrjá mig, og svo titringurinn í handleggnum á mér er líklega vegna taugaskemmda eftir lyfin. Ég verð bara að þola það og vona að það lagist með tímanum. Á svo að halda áfram að taka því rólega og hugsa vel um sjálfa mig. Sem sagt allt hið besta mál
En hér heima hefur verið líf og fjör, nema þá kannski hjá Simba greyinu. Hann býr ennþá í bílskúrnum Er samt farinn að kíkja aðeins oftar í gættina... Litla dýrið reynir að gera sig eitthvað breiða þegar hún sér hann, en þegar hann labbar einu skrefi lengra og sest og horfir á hana, þá flýr hún
Allt er svo skemmtilegt sem ég finn á gólfinu
Dorrit Engill heitir kisa. Ég reyndi að fá því breytt í Dorrit Englakisa en Þórdís er ákveðin dama og auðvitað leyfi ég bara þeim að ráða. Engill eins og Englakonan og sem Þórdís kallar líka stundum "góðu konuna" Ragnhildur mín, þú ert á þvílíkum stalli hér á bæ
Eydís að leika við Dorrit Engil. Hún er ofsalega góð við hana enda hefur hún alltaf verið algjör dýrastelpa.
Þar sem Eydís er, þar er yfirleitt Dorrit líka
Það er mikið að gera. Hér eru kótilettur borðaðar á hlaupum!
Hér er Logi vinur mættur í heimsókn að skoða
Er einhver að fara að kúra? Ég kem með Hér kúrir Dorrit hjá Þórdísi
Það má enginn verða útundan svo Dorrit er bara á kúruvöktum. Hér sefur hún með Eydísi
Ég notaði tækifærið í bænum í gær og keypti klórutré fyrir kettina. Það er svo sem ekkert merkilegt við það, nema ég byrjaði á Dýraríkinu. Þar kostaði klórutré 8.871 kr. Mér fannst þetta fáránlegt verð og ég var ekki tilbúin að borga það. Átti svo leið hjá Trítlu gæludýrabúð og leit þar inn. Þar fann ég nákvæmlega eins klórutré og það kostaði 4.300 kr. og keypti það. Þetta er það sem ég sé oft þessa dagana; kaupmenn eru í miklum mæli að misnota sér gengishækkun á vörum. Það má líka vel vera að þessi vara hafi verið nýkomin í Dýraríkið, en Trítla hefur a.m.k. ekki hækkað gamla lagerinn sinn upp úr öllu eins og gerist víða. Munið að hafa augun opin og spá í verðlagningu.
Kisukrúttknúskveðjur á ykkur öll
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég roðnaði nú bara og fékk tár í augnkrókana ... og lét svo alla fjölskyldumeðlimi lesa bloggið þitt hahaha
En það fer greinilega þvílíkt vel um þessa litlu dekurdúllu hana Dorrit Engil yndislegt að sjá þessar myndir. Ég vona að hann Simbi fari að flytja inn aftur.
Þið eruð algjört æði og Þórdís, ég geymi fallegu "Mýslu og mýslu myndina" sem þú teiknaðir hérna hjá mér.
Knús og kveðjur til ykkar Grindjánar, tví-þrí-og ferfætt
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 14:46
Ragnhildur mín; Þórdís er mjög næm, hún finnur greinilega hlýjuna og kærleikann sem fylgir þér. Það varð harmagrátur þegar uppgötvaðist að myndin gleymdist hjá þér, en ég sagði henni að þú mundir örugglega geyma hana. Simbi flytur örugglega inn aftur, tekur bara smá tíma að aðlagast. Knús á ykkur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:32
Frábært að þú skyldir fá svona góða skoðun mín kæra
Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 19:46
Jónína mín; takk. Ég stefni líka að því að svo verði áfram
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:40
Gaman að sjá Dorrit Engil hjá ykkur. Hún er alveg yndislegt krútt rétt eins og hann Magni minn. Ég þarf að heimsækja ykkur Grindjánana fljótlega. Kannski um helgina..?? (Hmmmm.... Skildi vera kominn út netmatseðill fyrir helgina í Grindavík.....??)
Það er eiginlega svipað ástand hérna heima hjá mér eins og hjá ykkur. Nýja kisukrúttið hann Magni litli Mafíukisi unir sér alveg yndislega vel og er algjör perla í alla staði. Eeeeeen,,, hann Pútín minn er eiginlega álíka fúll yfir þessari "nýjung" og hann Simbi þinn. Pútín kemur alveg óskaplega lítið inn þessa dagana. Hann dvelur flestum stundum hjá fólkinu og kettinum á neðri hæðinni. Og þegar hann kemur hingað inn þá vill hann ekkert vera að blanda geði of mikið við þessa litlu fjörugu "nýjung". Hann stoppar stutt við inni og heldur svo út með fýlusvip.
Ég vona nú að þetta fari eitthvað að lagast bæði hjá Magna og Pútín sem og hjá ykkur Dorrit og Simba
Æðisleg kisuknúskveðja á ykkur öll,
Guðni
gudni.is, 15.1.2009 kl. 00:47
Guðni minn; hehe, það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þessum kisukrílum. Ég prófaði að loka fram í bílskúr og hafa Simba inni. Þau fara mjög varlega í að skoða hvort annað. Fyrsta sinn sem ég hef heyrt Simba URRA ég hélt það væri kominn sjefferhundur inn. Hann er farinn að koma aðeins oftar inn að snuðra, meira að segja búinn að éta matinn hennar Dorritar líka. Hann var örugglega bara að gá hvort hún fengi einhverja sér meðhöndlun
Netmatseðill fyrir helgina: Ég væri nú alveg til í mexíkanskt lasagne, svona ef einhver kemur og borðar það með mér. Nenni ekki að elda það fyrir mig eina sko... En erum við svo ekki líka að hittast á sunnudaginn í öðru boði? Þú getur komið hingað á laugardaginn ef þér líst á. Knús á ykkur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 10:22
Fátt er jafnyndislegt og litlir kettlingar. Er samt ekki viss um að hún Trítla mín myndi samþykkja svona viðbót við fjölskylduna.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:20
Helga mín; það er bara æðislegt að hafa svona kettling. Það er hægt að fylgjast endalaust með uppátækjunum Ég verð nú að viðurkenna að ég átti ekki von á því að Simbi yrði svona sármóðgaður, a.m.k. ekki svona lengi. En hann jafnar sig.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.1.2009 kl. 11:20
Þær eru svo flottar allar þrjár, litla kisulúran og stelpurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:37
Takk Ásthildur mín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.