Kisublogg

Fjölskyldan er búin að vera í krúttkasti í dag. Við sóttum kisu litlu í gærkvöldi og hér hefur allt snúist í kringum þessa litlu elsku.

IMG 9561

Kveðjukossinn frá mömmu InLove Lady Alexandra knúsar krílin sín áður en þau flytja að heiman. Guðni var líka að sækja sinn kisa. Hér er fjölskyduknús rétt áður en við fórum.

IMG 9530

Og líka knús frá "mömmu" Ragnhildi InLove 

IMG 1974

Þórdís og Eydís eru orðnar heimavanar hjá Ragnhildi og fjölskyldu. Þær fara bara beint að leika sér Smile 

IMG 1982

Tilbúnar fyrir heimferðina. Við Guðni eigum kattabúr saman, og Guðni var að nota það undir sinn kisa. Eydís leysti málið með sínu dóta-dýrabúri og kisa litla komst alveg inní það. Hún var alveg sallaróleg á heimleiðinni, enda vel gætt af þeim systrum Wink 

IMG 1986

"Mýsla" er gælunafnið hennar kisu, sem hún fékk frá Ragnhildi. Hér hittast hún og Simbi í fyrsta sinn...

IMG 1990

Hann skoðaði aðeins þetta litla undur og fór svo bara út á kattaþing W00t 

IMG 2013

Steini og Mýsla litla komin í samræður og hún var sko fljót að bræða hann Grin 

IMG 2028

Hver mundi ekki bráðna fyrir svona krútti?

IMG 2059

Þórdís og Eydís eru voða góðar við kisu

IMG 2086

Svo verða smá árekstrar LoL Þau hafa bæði hvæst á hitt.

IMG 2099

Og stundum er betra að halda sig handan við hornið...en fylgjast samt vel með.

Ég er ekki frá því að Simbi sé pínu abbó. Hann hefur bara haldið sig í bílskúrnum. En það gæti líka átt sér aðrar skýringar. Það komst mús þangað inn og hann hefur staðið vaktina í tvo daga í bílskúrnum. Veiddi reyndar músina í gær, en er eitthvað að fylgjast með ennþá...

IMG 2118

Þótt maður sé pínulítil þá vantar ekkert uppá kjarkinn Grin 

IMG 2134

Alltaf einhverjar litlar hendur að strjúka manni Joyful 

IMG 2128

Það voru ekki vandræði að finna rúm handa kisu. Þórdís var fljót að búa um hana í dúkkurúmi.

IMG 2141

Svo skríður kisa öðru hvoru í "kattabúrið" til að kúra. Fer greinilega vel um hana þar InLove Grin

Það er ennþá verið að máta nöfn á krúttu litlu sem allir sætta sig við, verður vonandi búið að ákveða það á morgun... Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Kisuknúskveðja frá Guðna og Magna Mafíukisa

gudni.is, 10.1.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sömuleiðis til ykkar Magna Mafíósa og Pútíns  Það er örugglega jafn mikið fjör hjá ykkur eins og er hér

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

er komin lítil kisa á heimilið ég þarf að koma og skoða ..til hamingju með hana hún er svakalega sæt.

Súper trúper kveðja frá Sokk og Skellu...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.1.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þið eruð nú bara öll krútt, heila familían!

Við Lady Alexandra og allir hinir ættingjarnir biðja að heilsa

kisuknús

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:31

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Heiður mín; kíktu endilega yfir í skoðunarferð  

Ragnhildur mín; krúttkveðjur frá okkur og spes kisuknús á Lady Alexöndru  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.1.2009 kl. 15:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að sjá og lesa þetta Sígrún mín.  Fallegar eru bæði litlu kisurnar og litlu stelpurnar þínar.  Auðvitað bræddi hún stóra karlmannshjartað eins og skot  Og auðvitað er Simbi afbrýðisamur  allt umstangið í kring um þetta litla dýr er alveg meira en nóg til að vera abbó. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2009 kl. 10:57

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;

Ásthildur mín; held það mundu bara allir bráðna fyrir svona krútti. Ég vona að Simbi fari að jafna sig. Hann "býr" ennþá í bílskúrnum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband