9.1.2009 | 00:24
Spenningur í loftinu - haldið í hefðir
Það ríkir mikil spenna og eftirvænting á heimilinu. Við erum að eignast lítinn ferfætling, eitt af kisukrúttunum hennar Ragnhildar bloggvinkonu. Þegar Guðni ákvað að fá sér kisu fyrir nokkrum árum, þá fengum við okkur líka kisu, bróður Guðna kisu. Nú er Guðni að fá sér aðra kisu og við ætlum ekkert að brjóta upp hefðina, heldur fá okkur aðra kisu líka, systur Guðna kisu
Flott að fá ferfætta kisu stelpurnar munu þá venjast því að þannig eru kettir "normal". Við vorum nefnilega í heimsókn í fyrra þar sem var kisa, þegar Þórdís leit á mig undrandi og sagði "Mamma, sjáðu hvað þessi kisa er skrýtin, hún er með fjórar fætur!" Hann Simbi okkar er nefnilega bara með þrjá fætur eftir slys sem hann lenti í fyrir fjórum árum.
En ég ákvað að drífa mig í að taka niður jólaskrautið og seríurnar til að undirbúa komu kisu. Ekki það að henni mundi leiðast neitt skrautið, heldur mun ég annars ekki nenna því. Verð of upptekin af litla krúttinu
En Simbi var ekkert sérlega hrifinn. Honum finnst best að liggja og kúra undir jólatrénu.
Svo þá var ekkert annað í stöðunni hjá honum heldur en að skella sér uppá borð og leggjast á jólakúlurnar
"Þetta er mitt dót" gæti hann verið að hugsa.
En við ætlum ekkert að henda Simba þótt við fáum okkur aðra kisu... Þórdís hefur átt þann draum að eignast hund. Hún hefur suðað um hund í örugglega tvö ár eða svo. Einhvern tíman þegar hún var að suða, þá asnaðist ég til að spyrja hana hvað við ættum þá að gera við Simba? "Við hendum honum bara" var svarið En auðvitað var þetta ekki þannig meint hjá henni, hún er voða góð við hann. Það var bara ég sem hefði ekki átt að spyrja barn svona fáránlegrar spurningar
Við erum öll mjög spennt. Við förum á morgun að heimsækja kisu og tökum hana svo heim þegar hún fær leyfi frá "mömmu" sinni. Þórdís var meira að segja búin að hafa til budduna sína, því hún sagðist eiga pening til að borga kisu Hún er ekki alveg að skilja af hverju hún þarf ekki að borga fyrir kisuna. Kisukrúttkveðjur
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta er frábært, ég hef einmitt verið að skoða myndir af kisunum hennar Ragnhildar, þær eru yndislegar. Það er ákveðið að Hanna Sól fái kisu þegar hun verður 5 ára 23 febrúar. Vonandi tekur Brandur henni vel. En mamma hennar ætlar að velja kisuna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:24
En gaman. Börn hafa bæði gott og gaman af dýrunum. Ég vona líka að Simbi taki kisu vel.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.1.2009 kl. 10:53
Jónína Dúadóttir, 9.1.2009 kl. 19:21
Miðað við mína reynslu af að taka kettling inn á heimilið þegar þar er annar fullorðinn köttur fyrir, þá mun þetta ganga á endanum. Tommi var ekkert hrifinn í fyrstu þegar Blíða kom, en það leið ekki á löngu að hún var búin að vinna hann á sitt band og núna kúra þau saman.
Simbi greyið reynir að halda sem lengst í jólin og fallegu kúlurnar, sem hann hefur eflaust danglað í annað slagið.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.1.2009 kl. 10:52
Hann Simbi er nú algjört megakrútt Auðvitað vill hann hafa þetta fallega og skemmtilega jólskraut lengur.
Sigrún, ég er svo ánægð að láta kettling frá mér til ykkar. Ég veit að það verður vel hugsað um kisukrúttið hjá ykkur og eins hitt kiskrúttið sem fór til Guðna bróður þíns.
Knús og kveðjur og gangi ykkur vel með aðlögunina hjá kisunum. Ég er alveg sannfærð um að Simbi taki "Mýslu" litlu vel eftir smá tíma.
Alex er alveg sátt og róleg. Ég held hún hafi verið búin að taka sjálfa sig í aðlögun með að sleppa börnunum sínum að heiman. Hún liggur bara hérna hjá mér núna í stofunni
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:20
Já, og Sigrún, takk fyrir heimsóknina í gærkvöldi. Það var virkilega gaman! Þessar dætur þínar tvær eru algjörar prinsessudísir
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:21
Jónína mín;
Matthilda mín; gott að fá smá reynslusögur það var smá hvæs í morgun. Það má alltaf reyna að lengja aðeins í jólunum
Ragnhildur mín; Takk fyrir okkur. Litlu prinsessudísirnar eru í fullu starfi við að dekstra við "Mýslu" litlu. Hún fékk dúkkurúm undir sig í gærkvöldi, og svo var dúkkusæng breidd yfir hana áðan Svo er búið að útbúa skemmtileg leikföng. Simbi varð ekkert fúll, hann bara flutti útí bílskúr Annars held ég að hann sé nú bara á vaktinni þar, svona til öryggis ef það skyldi koma önnur mús þangað. Fannst eins og hann væri pínu abbó... Þau eru búin að hvæsa á hvort annað en enginn hasar. Ég býst við að þau nái nú sáttum fljótt Gott að vita að Lady Alex sé róleg, ég var að hugsa til hennar í morgun Ég set kannski inn myndir í dag.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.