Daglegt líf og ósætti

Þá er hið daglega líf að taka við af jólasælunni. Þetta er líka orðin alveg passleg afslöppun. Nú þarf bara að snúa sólarhringnum við aftur. Þórdís sofnaði snemma í kvöld, en Eydís prakkarast yfirleitt lengur. Hún er kvöldmanneskja og vill helst sofa lengi á morgnana. Þórdís er hins vegar morgunmanneskja og vaknar alltaf snemma. Líka þótt hún vaki frameftir. Ég fæ samt náðarsamlegast að sofa til níu á tyllidögum, en fæ þá að heyra það að nú sé klukkan orðin níu og kominn nýr dagur Tounge

IMG 9493

Við vorum hjá mömmu og pabba á gamlárskvöld. Það er sem sagt liðinn sá tími að ég kaupi ekki flugelda W00t Stelpurnar eru alveg óðar í þetta. Ég fékk skammir þegar við vorum búin með okkar sprengjur, sem var samt bara eitthvað smávegis sem pabbi var með.

IMG 9505

Eydís var ekkert alveg á því að halda á stjörnuljósunum, en svo var þetta bara spennandi þegar hún var búin að prófa Smile 

IMG 1877

Jamm, við erum bara búin að hafa það fínt. Pússlið búið og annað komið í gang... Þetta er skemmtileg samvera sem allir eru með í.

En svo er ég líka hundfúl og ósátt við þessar nýju leikreglur á moggablogginu, að loka á þá sem skrifa ekki undir eigin nafni. Fólk bloggar af ýmsum ástæðum og mér finnst bara allt í lagi að virða það ef fólk vill ekki koma fram undir nafni. Ég hef til dæmis átt heilmikil og góð samskipti hér inni. Kynnst nýju og skemmtilegu fólki sem ég hefði ekki kynnst annars og endurnýjað kynni mín við aðra. Við fórum til dæmis í gær í heimsókn til minnar yndislegu bloggvinkonu Ragnhildar og hennar fjölskyldu, eða Englakonunnar eins og Þórdís kallar hana. Hún er með fullt hús (í orðsins fyllstu merkingu) af kettlingum og fannst stelpunum voða gaman að skoða þá og knúsa. Stórhættulegt reyndar InLove Whistling Takk fyrir okkur Ragga mín Smile

IMG 1882 

Skiptir einhverju máli hvort maður kallar sig Kermit..?

IMG 1886

Eða Tiger..? Það er manneskjan á bak við "grímuna" sem skiptir máli. Það hefur gefið mér miklu meira að lesa skoðanir og pistla míns kæra bloggvinar Tigers, heldur en margra nafngreindra bloggara á moggablogginu. Óþolandi skoðanastýring sem mér líkar ekki, moggamenn!

IMG 1863

Svo er það þrettándinn á morgun (eða í kvöld, það er víst kominn nýr dagur..) Það verður spennandi. Við ætlum á álfabrennuna í Mosó eins og alltaf á þrettándanum. Þar eigum við eftir að hitta álfa og tröll og fullt af fólki. Afi er jafn spenntur og stelpurnar, búinn að fjárfesta í fleiri stjörnuljósum og einhverju spennandi. Svo verða fleiri hjá mömmu og pabba, Hjalti frændi hinn sprengjuóði ásamt fleirum svo það verður gaman Wizard 

Gleðilegt ár elsku vinir og kærar þakkir fyrir yndislega og dýrmæta bloggvináttu á árinu. Megi nýtt ár færa ykkur kærleika, hamingju og góða heilsu. HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 06:39

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt ár og ég verð að taka heilshugar undir með þér í sambandi við að kynnast bloggvinum. Það er mér mjög dýrmætt að hafa kynnst ykkur öllum Sigrún mín í gegnum bloggið Við vorum einmitt að ræða það hérna heima, að kynnast þér og Steina (aftur:-) og elsku dásamlegu prinsessunum ykkar Eydísi og Þórdísi og svo bróður þín honum Guðna og mömmu þinni!!! Þvílíkur fjársjóður af nýjum vinum

Þakka ykkur innilega fyrir komuna, það var virkilega gaman að sjá ykkur. Sjáumst aftur við tækifæri, nú fer ég á fullt að klára saumamyndir

kisuknúskveðjur úr Firðinum og góða skemmtun í kvöld. Við ætlum að halda partý með "fólkinu" sem býr hérna á móti....

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér með bloggvinina og nafnleysingjana.  Það er ekki nafnleysið sem skiptir máli heldur manneskjan sjálf bak við nafn eða tökunafn.  Og ég vildi ekki hafa misst af því fólki sem ég hef kynnst hér.

Aldeilis púsl þarna á ferðinni.  Þetta er sko alvöru fjölskyldupúsl Sigrún mín.  Gott að hittast fjölskyldan og eiga saman góða stund á gamlársdag, skjóta saman upp flugeldum og svoleiðis. 

Gleðilegt ár og megi allir góðir vættir vaka með þér og þínum elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gleðilegt ár til þín og þinna. Skil ekki heldur þetta með nafnleysið, ef færslur eru mjög óviðeigandi á bara að stroka þær út. Málið leyst.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gleðilegt ár og takk fyrir bloggvinskapinn.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 7.1.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;

Ragnhildur mín; það hefur verið gaman í partýinu á móti  Hehe, ekki nóg að kynnast bara einum, heldur fékkst þú heilan ættlið í vinahópinn  Sjáumst vonandi fljótt aftur.

Ásthildur mín; Alveg sammála, ég hefði ekki viljað missa af neinum kynnum sem ég hef átt hér. Ekki síst að endurnýja vinskapinn við gömlu tengdó  Hér er sannkallað púsl-æði þessa dagana, enda frábær samvera. Knús á þig elskuleg.

Helga mín; ég vildi að þú sæir um leikreglurnar hjá þeim. Þú gengur hreint í verkin án þess að skapa neitt vesen yfir því

Matthilda mín; Sömuleiðis og kærar þakkir fyrir vinskapinn.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband