Beðið eftir jólunum

Jólin nálgast óðum og nú fer spennan að gera vart við sig hjá litlum stubbum. Ég var eiginlega bara að fatta það áðan hvað það er stutt í jólin, þegar stelpurnar fóru að sofa og settu skóinn út í glugga. Ég ætlaði að vera löngu búin að kaupa allar jólagjafir en í staðinn er ég búin að vera lasin meira og minna síðasta mánuðinn. Ég fór í blóðprufu í síðustu viku og þar kom fram að ég væri algjört gæðablóð. Læknirinn sagði að ég væri bara eins og fjórtán ára, svo ekki láta ykkur bregða þótt ég verði með einhverja gelgjutakta hérna Tounge Svo ég hlýt bara að fara að verða alveg hress. Ætla að leyfa helginni að líða áður en ég veð af stað í jólastúss. Ætla samt ekkert að fara neinum hamförum í búðum. Er líka búin að bauka ýmisleg leyndarmál, kru, en það finnst mér vera eitt það skemmtilegasta við jólaundirbúninginn Halo 

Svo er heilmikið um að vera á leikskólanum fyrir jólin

IMG 1253

Ég fór í jólakaffi á Haga í gær, en Hagi er heimastofan hennar Þórdísar. Hér er þessi fallegi kór að syngja fyrir foreldra. Þórdís stóð sig vel og leiddi sönginn. Hún er algjör söngfugl og var ekkert feimin.

IMG 1258

Svo spiluður krakkarnir á "gólftrommu" og sungu fyrir okkur. Tónlistartímar með Stínu á leikskólanum eru mjög vinsælir og gleðin skein úr öllum andlitum Smile 

IMG 1322

Í dag var jólakaffi hjá Hlíð, en Hlíð er heimastofan hennar Eydísar. Mér finnst miklu skemmtilegra þegar hver heimastofa hefur sitt foreldrakaffi, því áður vorum við á hlaupum á milli stofa til að vera með alls staðar. Nú fær hvert barn "sinn" dag með foreldrunum. Eydís stóð bara með í söngnum en var of feimin við að syngja fyrir framan allt fólkið. Svo spiluðu þau á hljóðfæri og þá var hún með.

IMG 1326

Svo var að sjálfsögðu boðið uppá kaffi, mjólk og smákökur sem börnin bökuðu. Eydísi fannst voða fínn bollinn sem hún fékk, með haldi. Hún var eins og fínasta frú að drekka te Joyful 

IMG 1268

Við fórum á Rossini í jólaklippinguna í gær. Þetta er eitt það almesta dekur sem mínar stelpur upplifa. Á tímabili þegar Þórdís var tveggja ára, þá bað hún um það nánast daglega að fara í klippingu Grin Hér er Eydís dama í klippingu, örugglega stilltasta barn sem hefur setið í þessum stól W00t

IMG 1269

Hér er Eydís svo að fá hjartafléttu í hárið, það er alltaf beðið um það. Þórdís fylgist vel með og heldur uppi samræðum eins og þær gerast bestar á hárgreiðslustofum.

IMG 1273

Eydís nýklippt og fín og Þórdís komin í stólinn hjá nöfnu sinni. Þær eru flottar þessar litlu hefðardömur Joyful 

IMG 1334

Steini er kominn með nýtt gifs sem hann þarf að hafa fram yfir áramót. Hann er hér að bjástra við ofninn í eldhúsinu sem hefur ekki hitnað nóg undanfarið. Ég fæ að skondrast eftir verkfærum útí bílskúr og snúast eitthvað í kringum hann.

Ég skrapp svo aðeins út að hlaupa áðan. Ekki samt heilsubótarhlaup þótt það hafi nú verið ágæt heilsubót líka. Ég var að hlaupa á eftir ruslatunnunni minni sem stakk af út á götu í rokinu sem var hér áðan W00t Það er eitthvað farið að lægja núna.

IMG 1331

Eydís fór snemma að sofa og skórinn kominn á sinn stað í gluggann Wink 

IMG 1328

"Sjáðu mamma" sagði Þórdís þegar hún var búin að stilla sér upp í rúminu svo jólasveinninn mundi sjá hvað hún væri stillt og góð Smile svo sofnaði hún strax. En það þýðir ekki mikið að plata hana, hún tekur vel eftir öllu. Við sáum Stekkjastaur í rúvfréttum í kvöld þar sem var tekið viðtal við hann. Þórdís var fljót að sjá í gegnum það að þetta væri ekkert Stekkjastaur. "Mamma, þessi þarna er ekki með staurfót!"

Vona að þið eigið öll ljúfa helgi framundan. Knús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegt

Jónína Dúadóttir, 12.12.2008 kl. 06:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það er gaman að fá að fylgjast með jólastússi barnanna, þau eru svo flott með jólasveinahúfur og alles.  Auðvitað eru þær þægar og góðar til að fá í skóinn  Ásthildur var svo óþekk í gær að við Úlfur sögðum að hún fengi örugglega kartöflu í skóinn, en hún hefur átt eitthvað inni hjá jólasveininum, þvi´hún fékk sama og Hanna Sól.  En hún var snoðuð í gær, er er bara sæt og fín núna.  En ég á eftir að láta snyrta Hönnu Sól og Úlf fyrir jólin, það má víst ekki klippa þau hvorugt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jónína mín;

Ásthildur mín; Jólasveinninn er með svo stórt hjarta, hann hefur ekki getað fengið af sér að gefa Ásthildi kartöflu  Annað gegnir um mig, ég fékk kartöflu í skóinn. Ætlaði að reyna að svindla á sveinka en hann fattaði allt saman, stelpunum til mikillar gleði  Hva, þurftirðu að fara með Ásthildi í klippingu? Ég hélt að stóra systir hefði séð um þetta. Vona að þú sért orðin hressari, ég er loksins orðin eðlileg aftur. 

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég fæ algjört nostalgíukast við að lesa þetta hjá þér. Man hvað það var gaman að öllu laumuspilinu með skóinn og svona þegar mínir strákar voru litlir.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Helga mín; já þetta er bara gaman  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.12.2008 kl. 10:15

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er alveg meiriháttar skemmtilegt. Allir með jólasveinahúfur og stemning. Skórinn, já, nú er þetta að byrja aftur á heimilinu, Embla Sólin mín vaknar snemma til að tékka hvað hún fékk í jólaskóinn sinn.

Bestu kveðjur og knús

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband