5.12.2008 | 00:29
Haltur leiðir blindan
Það er búið að vera frekar erfitt heimilisástandið þessa vikuna. Steini skakklappast með sínar hækjur og ég krækti mér í enn eina pestina. Er búin að vera mjög slöpp og með hita, en ekki fengið frið til að vera veik. Ég er sjálfskipaður bílstjóri fyrir Steina og hleyp undan sænginni til að skutla honum og sækja hingað og þangað. Það þarf að halda áfram að þjálfa fimleikana, ekki hægt að senda 150 krakka heim í jólafrí alveg strax.
En það er spurning hvort stelpurnar geti ekki bara skutlað pabba sínum á næstunni Frændsystkini þeirra, Atli og Sandra, komu hingað um síðustu helgi og gáfu stelpunum þennan fína rafmagns sport jeppa.
Það er ofsalega gaman að rúnta um á nýja bílnum. Og stelpurnar eru líka fínir bílstjórar, mjög flinkar að keyra og voru fljótar að læra
Og Steini fylgist með. Kominn í nýja jólasokkinn sinn sem ég hannaði og prjónaði handa honum.
Og hér er engin miskunn. Engin afsökun að vera fótbrotinn
Og þar sem smáfólkið er, þar er alltaf nóg að sýsla. Hér erum við að mála piparkökur. Hafþór vinur í heimsókn og málar með.
Hér er Hilmir ofurkrútt, bróðir Hafþórs. Hann og Eydís eru voða miklir vinir.
Og svo Eydís. Einbeitingin leynir sér ekki Svo nörtum við í piparkökur þessa dagana.
Stelpurnar ætla svo að gleðja ömmu sína og afa um helgina með nærveru sinni. Mamma ætlar að sækja þær á morgun. Þá gefst smá næði til að jafna sig betur. Svona eru mömmur, koma manni endalaust til bjargar Svo vona ég að mér hafi tekist að segja upp áskriftinni að öllum þessum pestum. Knús í aðventuna til ykkar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús í aðventuna þína líka ljúfan mín, þú losnar við pestina ef þú færð að hvíla þig smá... Það er nefnilega þekkt fyrirbæri að hversu yndisleg sem börnin okkar eru, þá fylgir þeim yfirleitt ekki mikil hvíld
Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 06:51
Jónína mín; ég ætla að hugsa um þetta þegar ég fæ móral yfir því að senda þær burt yfir helgina. Ég fer nefnilega alltaf að sakna þeirra áður en þær fara Ég ætla að safna orku yfir helgina
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.12.2008 kl. 09:54
Flottur bíll og ennþá flottari bílstjórar Þær geta örugglega skutlað pabba sínum fram og til baka. Hann duglegur að ryksuga svona haltur og fótbrotinn. Og krakkarnir krútt í kökuskreytingunum. Þú ættir að fá einkaleyfi á sokknum, og fara að selja hann, þetta er þarfaþing fyrir fólk sem svona er ástatt fyrir, og sannarlega vel fundið upp á Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:30
Ásthildur mín; já, hann bjargar sér ótrúlega með ryksuguna, enda ágætt, annars gæti orkan breyst í fúlt skap yfir aðgerðaleysi Satt segirðu, gifs-sokkurinn er bara ágætis viðskiptahugmynd svona á hálku og jólaskreytingatímabilinu. Það er ekki hægt að láta tærnar frjósa ef maður kemst ekki í skó eða sokka! Knús í helgina þína
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.12.2008 kl. 17:11
Vonandi ferðu að hressast. Hef sjálf ekki fengið eina einustu pest. 7-9-13. En mér finnst aldeilis dugnaður í ykkur hjónum þrátt fyrir slys og pestir.
Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:36
Takk Helga mín. Ég geri bara eins og alkarnir, tek einn dag í einu. Ég er eitthvað hressari en passa mig að vera samt í rólegheitum. Ekkert stress svo verð ég orðin spræk fyrir jólin ;)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:18
Hahaha .. já nú lýst mér á þig stelpuskott! Notaðu karlinn til að sjá um húsverkin - á öðrum fæti - því ekki dugar að hann bara njóti þess að vera í "fríi" þó hálfur sé...
Myndirnar þínar eru glæsilegar, flottar skotturnar á bílnum! Yndslegt af frændsystkynunum að gefa þeim bílinn! Og endalaust hvað það er gaman að mála piparkökur sko ... það finnst krökkunum alltaf jafn spennandi - og mér reyndar líka sko .. hahaha!
Knús og kram á ykkur öll .. muna að fara vel með sig sko! Ljótu pestarnar alltaf á ferðinni og engum hlífa. Vonandi losnar þú við þína/r sem fyrst skottið mitt!
Tiger, 8.12.2008 kl. 15:53
Greyið Steini þorir ekki annað en að ryksuga fótbrotinn. Ég vissi nú alveg að systir mín væri svolítil gribba, en ekki alveg svona rosalega mikil samt hélt ég Hahahahahahah
gudni.is, 8.12.2008 kl. 16:16
Tiger minn; Ég trúi því sko vel að þér finnist gaman að mála piparkökur. Það væri jafnvel hægt að mála kanelsnúða líka.. Sjáðu til sko, það þýðir ekkert að hafa kaddlinn bara uppí sófa eins og skraut, jafnvel þótt hann sé nú skrautlegur. Hann fær nú samt aðeins að setjast þar svona til að veita kettinum selskap...
Guðni minn; Hahaha ég hélt þú þekktir mig svo vel
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.