28.11.2008 | 00:01
Fall er fararheill
Eins og ég var búin að segja, þá treysti ég mér ekki upp í stiga til að hengja upp útiseríuna, eftir byltuna frægu í hittifyrra. Steini setti upp útiseríuna um síðustu helgi og einhver fór að gantast hvort það væri þá í lagi að hann mundi detta úr stiganum og ég hélt það nú. Þetta var auðvitað allt í gríni sagt, en ég var samt ekki að meina að hann ætti að detta... Það hafa sprungið einhverjar perur, því það slökknaði á smá hluta af seríunni. Steini var að laga þetta í gær...uppi í stiganum...þegar stiginn sökk í jarðveginn og fór fram af þakskegginu. Hann flaug því niður með stiganum og fótbrotnaði
Hann hélt fyrst að hann hefði tognað illa, var að drepast í fætinum, en vildi ekki með nokkru móti fara og láta líta á fótinn. Í morgun gat hann ekki enn stigið í fótinn svo þá var ekkert annað en að drösla honum uppá slysó. Svo nú er minn bara kominn í gifs og má ekki tylla niður fætinum í 6-8 vikur
Þetta tók allt langan tíma og ég sá fram á að ná ekki að sækja stelpurnar á leikskólann á réttum tíma. Eva vinkona sótti þær og passaði þangað til við komum heim. Þegar ég sótti þær til hennar fékk ég spurningaflóð yfir mig. Þórdís spurði hvort fóturinn hans pabba væri þá dottinn af
Hvað á hún annað að halda, þegar Simbi fótbrotnaði missti hann fótinn sinn. Eydís hafði áhyggjur af því hvar pabbi hennar væri.
Eydís var grafalvarleg í langan tíma og sagði varla orð. Við keyptum tilbúinn kjúkling á leiðinni heim og stelpurnar vildu báðar sitja hjá pabba sínum við borðið
Hér er húsbandið komið í sófann, með fjarstýringuna og prjón til að klóra sér inní gifsið. Hér á hann eftir að skjóta rótum þar til á næsta ári Og já, ég er strax byrjuð að dekra hann extra. Bakaði handa honum súkkulaðibitasmákökur áðan.
Ég býst við því að fá góða aðstoð við dekrið
Það á þó eftir að aukast fjörið hjá mér, því skvísurnar mínar eru kraftmiklar. Hér er Eydís í fótbolta í stofunni í kvöld
En ég ætti ekki að vera í vandræðum með að velja hagstæða jólagjöf handa húsbandinu. Þegar Guðni bróðir var 12-13 ára var mamma að skoða spariskó handa honum í einhverri búð. Þar var hilla og stórt skilti fyrir ofan "STÖK PÖR á lægra verði" Þegar mamma fór að skoða í hilluna fór Guðni alveg í kerfi og dauðskammaðist sín fyrir mömmu sína og reyndi að draga hana í burtu frá hillunni. Mamma skildi ekkert í þessu þar til hún heyrði Guðna muldra því út um annað munnvikið að hann færi ekki að ganga í stökum pörum Það var einn skór af hverri sort í hillunni og hann hélt að hún mundi kaupa sitt hvora sortina af skóm handa sér. Ég get sem sagt farið í skóbúðaleiðangur og athugað hvort ég finni ekki "stök pör" einhvers staðar. Kannski að ég dragi bara Guðna með mér
En nú er ég orðin þreytt og lúin og eins gott fyrir mig að fara að safna orku fyrir næstu vikur. Spurning hver verður næsti stigamaður hér á heimilinu..? Kærleiksknús á ykkur öll og farið varlega í jólabröltinu
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
omg ég var nú bara að djóka á facebookinu.... grunaði ekki að hann hefði dottið úr jólaseríustiganum.....
aurora (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 04:31
Jamm. Spurning hverjum verður "fórnað" í stigann næst. A.m.k. þori ég ekki núna. Væri ekki vænlegt að hafa mig á hækjum líka...
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.11.2008 kl. 17:38
...kannski bara lækka seríuna...gera hana dettaravæna hm... :D
aurora (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 06:31
Ja hérna hér! Það getur verið hættulegt að jólaskreyta!
Bestu knús og kveðjur með stórum huggskammti til ykkar allra
Ragnhildur Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:43
Votta ykkur samúð, ekki gaman að vera með fatlafól á jólunum.
Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:05
Ragnhildur mín; Takk fyrir. Huggskammtur móttekinn
Knús á þig.
Helga mín; Takk fyrir. Það væri auðvitað skemmtilegra að hafa kallinn í heilu lagi, en ég segi nú samt, þetta hefði getað verið verra..
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:26
En, góðar batakveðjur og knús í aðventuna. Hafðu það ljúft - þrátt fyrir aukin verkefni sko ...
Tiger, 2.12.2008 kl. 02:19
Brake-a-leg....
gudni.is, 2.12.2008 kl. 08:44
Stök pör
En skæmt að húsbandið skyldi detta svona illa, Sigrún mín. En gott að ekki fór verr, og hann getur verið heima í faðmi fjölskyldunnar. Auðvitað hjálpast þær að systurnar að hlú að pabba sínum, svona duglegar stúlkur og kraftmiklar. Knús á ykkur öll. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:56
Tiger minn; Því miður, þá var þetta ekkert grín. Svona er raunveruleikinn bara í dag. Og já, ég veit alveg hvað ég hef að gera á næstunni
er farin að finna fyrir því að þurfa að gera alla hluti sjálf. Get ekki lengur skipað húsbandinu fyrir
Jólasvein í kranabíl, líst vel á þessa hugmynd þína ;) Knús í aðventuna og passaðu þig í jólaskreytingunum.
Guðni minn; je ræt, í orðsins fyllstu

Ásthildur mín; Stök pör já, svona reddar maður sér í kreppunni
Það góða við þetta er að það er mun auðveldara að fá stelpurnar til að taka upp leikföng af gólfinu. Þórdís er sérlega passasöm, þegar hún gleymir sér ekki í hasarnum, þá hleypur hún um og passar að ekkert sé á gólfum sem pabbi gæti dottið um. Knús á þig mín kæra. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.