Stelpudagur

Þórdís hefur verið eitthvað lítil í sér síðustu daga á leikskólanum. Hún brestur í grát upp úr þurru og vill bara fá mömmu sína. Ég er að reyna að átta mig á því hvað er að hrjá hana. Mér dettur helst í hug að hún sé með áhyggjur af mömmu sinni, því ég er búin að vera lasin alla vikuna og hún tekur það nærri sér. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan ég kláraði síðustu lyfjameðferðina og hún er ekkert búin að gleyma því hvernig ég var. Ég ákvað því í morgun að hafa hana heima, svona stelpuknúsadag, bara við tvær saman. Ég geri þetta öðru hvoru, hef þær til skiptis í fríi með mér, þá fá þær meira mömmuekstra, bara einar með mér.

IMG 0993

En hér er Simbi dekurprins í morgun. Hann er stundum að reyna að troða sér í fataskápana hjá stelpunum. Forvitnin alveg að fara með hann, svo verður hann að prófa að kúra þar.

Ég þurfti að hitta lækninn minn í morgun og á meðan fékk Þórdís að vera sundlaugarstjóri, ekkert smá upphefð í því Smile Steini er að leysa af þar í hálfan mánuð og hafði hana hjá sér í smástund.

IMG 0997

Við fórum svo í bakaríið hjá Hérastubbi og fengum okkur snúða með morgunkaffinu Tounge Svo kenndi hún mömmu sinni tákn með tali, alveg ótrúlegt hvað hún er klár að muna þetta. Svo spiluðum við jólalög og sungum og dönsuðum. Föndruðum líka smávegis og lögðum á ráðin um eitt og annað Wink 

Við höfðum báðar gott af þessu. Ég hresstist við og er vonandi laus við kommúnistana sem hrjáðu mig síðustu daga og Þórdísi líður betur í hjartanu eftir daginn InLove

IMG 1002

Svo kom Elísabeth í heimsókn. Hún hafði saknað vinkonu sinnar í leikskólanum. Þær léku sér saman og fóru svo saman á fimleikaæfingu Smile 

HIK%20 %20DaffydALMIGHTY

 Ég ætlaði svo að leigja mér mynd í kvöld en þá var búið að skipta út öllum myndunum á leigunni...Devil 

HeartHeartHeartKnús í nóttina ykkar og megi morgundagurinn verða ykkur góðurHeartHeartHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kisi góður í fataskápnum   En hve ég skil hana Þórdísi vel.  Svona lagað situr í manni lengi.  Gott að þið skylduð eiga góðan dag saman.  Snúðar eru nú allra meina bót sko !

Vonandi fer þér að batna Sigrún mín.  Og hehehehe þessi mynd af Dabba kóng, ekki hefði ég áhuga á að horfa á hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já, kisi kall vill vera í einhverju hlýju og mjúku  Ég held að börnin skynji mann mjög vel. Þær voru alltaf voða ljúfar og góðar við mig þegar ég var sem mest veik. Það var lengi á eftir sem þær grétu og grétu þegar ég fór í eftirlit á Lsp því þær vildu ekki að mamma færi á spítalann  En þeim fannst alltaf mamma sín vera cool með ekkert hár þó þær séu fegnar því í dag að það sé komið aftur  Mig langar heldur ekkert að sjá þessa mynd með Dabba

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.11.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jamm.. ég er alveg sammála Ásthildi - glæsilegur prinsinn í skápnum! Alveg eins og drottningin mín - sem er svo skrýtin að það má ekki opna skáp þegar hún er nálæg - því þá vill hún troða sér þar inn - og helst kúra þar líka.

En já - ég segi það líka að það er yndislegt að þið gátuð átt saman góðan dag - það er börnunum nauðsynlegt að fá stórafólkið sitt í svona einkadaga af og til - sér í lagi ef veikindi foreldra eru annars vegar. Þau finna miklu meira fyrir þessu en við áttum okkur stundum á ...

Kreppugrínið er alltaf flott - sá einmitt einhverjar svona "myndir" hjá JEG bloggvinkonu um daginn - bara flottar sko!

Knús og kram á þig Sigrún mín og vona að heilsan fari að skila sér í hús fljótt og vel. Muna bara að fara varlega í kuldanum sem smýgur inn í beinin ...

Tiger, 23.11.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Kisur sko! Hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta eru merkileg og skemmtileg dýr og alveg útpæld. Hef átt hund, en fékk mér kött af því ég var alltaf smeyk við ketti og vildi gefa þessari tegund séns. Hélt áður að kettir væru skrautpúðar í sófum en hef komist að því hvað þeir eru dásamlegir og gæddir miklum persónutöfrum.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa svona einkadaga. Það eru 15 mánuðir á milli þeirra systra svo það er ekkert hægt að vera einn með annarri þeirra nema gera þetta svona. Mér finnst þessir stelpudagar jafn æðislegir eins og þeim. Þær skynjuðu alveg hvað ég var veik meðan ég var í lyfjameðferðinni, þó ég reyndi að sinna þeim eins mikið og ég gat. Það er ekki hægt að "fela" neitt fyrir börnum..

Heilsan mín er fín núna og ég er búin að læra að fara varlega í kuldanum...er meira að segja hætt að hlaupa út með ruslið hálf ber. Knús á þig ljúfurinn minn ;)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra hérna í síðasta kommentinu að þér er að batna. Maður fréttir af þvílíkt hundleiðinlegum og langvinnum pestum í gangi.

Þú ert nú alveg dásamleg mamma. Þið hafið átt góðan dag saman mæðgurnar þó að kisi steli auðvitað sínum augnablikum þær eru góðar í því þessar ferfættu krúttur. 

Bestu kveðjur til ykkar Grindjánanna

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Þakka þér fyrir Ragnhildur mín. Þessir dagar eru gulls ígildi. Og auðvitað er kisi partur af okkur og á sín augnablik. Stelpurnar eru búnar að skoða kettlingamyndirnar og vilja endilega sjá þessi kríli  Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband