14.11.2008 | 00:00
Gæluverkefnið
Ég ákvað fyrir löngu að henda eldhúsinnréttingunni út og fá mér nýja. En alltaf þegar við vorum búin að safna okkur í sjóð, þá notuðum við hann í eitthvað annað. En það er svo sem ágætt. Fyrir vikið erum við búin að láta smíða nýja fataskápa og ýmislegt annað sem var kærkomið. Ég vil eiga fyrir því sem ég framkvæmi og hugmyndir mínar um nýtt eldhús munu kosta talsvert, því ég er með stórtækar breytingar í huga. Því var það saltað í bili og verður bara gert seinna, þegar sparigrísinn verður orðinn nógu feitur. Ef það verður þá hægt að safna, það kannski verður bara étið upp af verðbólgu En að gæluverkefninu...
Þótt það hafi verið fjör í eldhúsinu og gaman að elda, þá var ég fyrir löngu búin að fá "grænar" fyrir innréttingunni Handónýtt lakk og vonlaust að þrífa..
Svona leit eldhúsið út í septemberbyrjun. Þá byrjaði ég að rífa og tæta skrældi niður skápana, þreif og pússaði, spaslaði og pússaði meira... og að lokum þá lakkaði ég fjórar umferðir. Ég verð að viðurkenna að ég fór of geist í byrjun, það er bara gallinn minn að kunna ekki að stoppa og ég lá í bælinu í tvær vikur með hita. Þriðju vikuna passaði ég mig að vera voða stillt og gera ekkert Það vantaði ekki, að Steini bauðst til að klára þetta fyrir mig, en þvermóðskan í mér (úpps þar kom annar galli í ljós) var búin að ákveða að þetta væri gæluverkefnið mitt og enginn nema ég mætti koma nálægt því.
Nema Dóri vinur okkar. Hann "fékk" að mála veggina og loftið. Ég fattaði aldrei hvað það er mikill lúxus að fá málara fyrr en hann málaði fyrir okkur stofuna í fyrra.
Ég valdi svona brjálæðislegan lit á eldhúsið
Hann er nú samt ekki svo svakalegur. Þetta er bara svona suðrænt og seiðandi. Og ég lakkaði líka hurðina á búrinu.
Nýtt eldhús fyrir tíu þúsund kall Og það sem meira er, mig langar ekkert í nýja innréttingu. Er bara alsæl með þessa Ég hefði aldrei trúað því fyrir tveimur mánuðum að það væri hægt að gera innréttinguna eins og nýja! En ég á smávegis eftir til að fullkomna verkið. Ég á eftir að setja nokkrar flísar fyrir ofan eldavélina og klára að sauma nýjar gardínur. Og það er eins með það eins og hitt, enginn fær að koma nálægt því nema ég. Ég virðist vera á sama stigi og Eydís fór á tveggja ára; ég sjálf!
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stórglæsilegt hjá þérSkil vel að þú hafir verið komin með grænar Þrjóska og þvermóðska eru ekkert endilega slæmir gallar mín kæra, þetta eru eiginleikar sem geta fleytt manni assgoti langt
Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 05:44
Jónína mín; takk fyrir Satt segirðu, þrjóskan og þvermóðskan eru eiginlega annað orð yfir að gefast ekki upp
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.11.2008 kl. 07:19
"Þú sjálf" hefur heldur betur tekið í gegn! Frábært! Það er svo gaman að breyta til og laga og bæta .... já og.... gleyma sér í hasarnum hahaha kannast við það
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:32
Ragnhildur mín; þetta er sko sannarlega gaman og ég sem var alveg búin að afskrifa gömlu innréttinguna en fékk óvænt nýja Og einmitt í miðjum klíðum við þetta bras skemmdist stofugólfið...svo það var unnið á öllum vígstöðvum í einu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:33
Þetta er alveg æðislegt hjá þér. Þú ert alveg frábærlega góð í að vera þú sjálf!
gudni.is, 15.11.2008 kl. 00:54
Guðni minn; takk sæti elska þig í ræmur kúturinn minn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:44
Ekkert smá flott hjá þér. Og vertu þú sjálf áfram
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.11.2008 kl. 14:58
Matthilda mín; takk fyrir. Já já, ég held áfram að vera ég sjálf, engin hætta á öðru
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:35
Vá, en glæsilegur munur - og ótrúlega æpandi og fallegur litur!
Reyndar finnst mér gamli hlutinn vera svolítið skemmtilegur og svoltið svona ... heimilislega mildur og hlýlegur. En, nýja eldhúsið þitt er bara æðsilega flott!
Þó mér finnist liturinn æpandi - þá er hann virkilega fallegur á eldhúsið og ég er viss um að það er rosalega glaðlegt að sitja og drekka kaffisopann hjá þér! Til hamingju með breytingarnar .. og satt - merkilegt hvað hægt er að gera flotta hluti með lítið brot af því fé sem færi annars í tilbúnar innréttingar.
En, glæsilegt - til lukku með þetta. Knús og kram dúllan mín - og vonandi slakar þú núna aðeins á - svo flensan leggji þig ekki endanlega í aðventunni!
Tiger, 16.11.2008 kl. 01:05
Tiger minn; ég held barasta að það sem þér finnst svona skemmtilegt og heimilislegt við gömlu myndina er það að þar dansa ég við eldamennskuna Ef ég færi núna og dansaði í nýja eldhúsinu væri það orðið jafn heimilislegt, hahaha *glott* Nágrannakona mín segir að það sé eins og að horfa inn í sólina, að horfa inn um gluggann minn. Þetta er samt ekki eins brjálæðislegt og það lítur út á mynd. Og já, það er kósý að sitja og fá sér kaffisopa. Þú kemur kannski og færð þér kaffi og piparkökur, eða viltu kannski bara kanelsnúða? Ég lofa því hér með að ég er farin í afslöppun. Ligg bara í jólagjögg og leti fram að jólum --- sure, thats me--- NOT--- fæ mér kannski nokkrar piparkökur og mjólk. Knús á þig tölvunördinn minn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 01:29
Vá hvað þetta er flott. Ég ætti ef til vill að huga að svona andlitslyftingu, því ekki verður sett nýtt eldhús hjá mér á næstunni. Litirnir eru líka rosalega hlýlegir og skemmtilegir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2008 kl. 15:24
Ásthildur mín; takk takk. Ég mæli alveg með þessu ef þig langar að fá andlitslyftingu á eldhúsið þitt. Kostar ekki mikinn pening, bara vinnu þegar maður hefur tíma Og eins og ég var búin að segja, þá kom það mér á óvart hvað þetta er flott!
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:01
Þetta er flott hjá þér. Dugnaðurinn í þér, manneskja.
Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:43
Helga mín; takk
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:57
dugnaðarforkur alltaf hreint! viltu ekki að ég saumi fyrir þig gardínur?
Aurora (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 06:31
Aurora mín; takk fyrir. Ehemm...þakka hlýjan hug..en ég held ég segi sama og þegið Sko bara af því að ég er á "ég sjálf" skeiði núna
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.11.2008 kl. 10:16
he he he sure :)
aurora (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.