Afmælisdagar

Það er bara fullt af afmælum hjá okkur þessa dagana Wizard Við fórum í afmæli til pabba í síðustu viku. Ég veit ekki hvort ég kann að telja nógu hátt til að vita hvað hann varð gamall W00t eða þannig sko... reyndar er hann svo mikill unglingur, ekki nema 63 sko Grin 

IMG 0728

Stelpurnar fengu að pakka inn afmælisgjöfinni. Enginn smá spenningur sko Grin

IMG 0733

Eydís er alveg límbandsóð þessa dagana. Hún var búin að klára allt límbandið og það átti eftir að klára innpökkunina... svo mín bara fór á hurðina sína og sótti límband þar sem hún hafði límt!

IMG 0743

Hér erum við svo komin til afa. Hér er afi að lesa kortið sem þær bjuggu til. Þær höfðu klippt út myndir úr blaði af graskeri, hauskúpu (til að hræða afa) og bílum. Greinilega búnar að fatta áhugamálin hans afa Grin

IMG 0748

Svo hjálpuðu þær afa að opna pakkann. Um leið og það var komin smá rifa á pappírinn þá skríkti Eydís "veiiiiii það er taska!!!" Hér springur afi úr hlátri, enda var hann ekki enn farinn að sjá nýju sundtöskuna sem var í pakkanum LoL Þær voru svo mikið búnar að vanda sig að segja alls ekki hvað væri í pakkanum.

IMG 0757

Svo er náttla alls konar dót hjá ömmu og afa sem er gaman að leika með

IMG 0755

Þórdís var smá efins um að afi gæti bakað pönnukökur. Hún nefnilega veit að afi kann bara að baka vandræði Tounge Svo var amma líka búin að baka kökur.

IMG 0772

Hér eru stelpurnar að sprella með Gunna langa.

IMG 0766

Ég lét fara vel um mig og tók aðeins í prjóna. Er að gera jólasveinahúfur handa stelpunum.

IMG 0774

Hér er afi prakkari búinn að klæða stelpurnar öfugt í úlpurnar þegar við vorum að fara, og það fannst þeim náttúrulega voða fyndið og sniðugt Tounge 

Ég var að lita hárið á vinkonu minni í dag. Ætla svo til hennar á eftir og athuga hvort hárið sé ekki örugglega ennþá á hausnum á henni W00t Nei nei, hún varð að sjálfsögðu bara glæsileg, ekki við öðru að búast. Ég ætla með henni til systur hennar og við ætlum að jólast smávegis Halo 

Og eitt að lokum. Þú getur ekki breytt því sem var, en þú getur eyðilagt það sem er, með því að hafa áhyggjur af því sem verður. Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 05:57

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 á þig líka Jónína mín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.11.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að fá að kíkja í heimsókn Sigrún mín.  Stelpurnar flottar að venju.  Þú tekur þig vel út með prjónana elskuleg mín.  Knús á þig og fjölkylduna þína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hehe, jamm, prjónarnir svíkja aldrei. Þetta er besta afslöppunin mín, svo verður alltaf eitthvað skemmtilegt til í leiðinni. Knús á þig elskuleg

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband