Prinsessuafmæli

Það var merkisdagur hjá okkur í gær. Þórdís, litla kraftaverkið okkar, varð fimm ára í gær. Og það var að sjálfsögðu afmælisveisla í tilefni dagsins Wizard

IMG 0834

Afmæliskórónan var sett upp strax um morguninn Smile

IMG 0821

Svo sungum við afmælissönginn fyrir hana og færðum henni gjafir. Hún fékk ljós til að setja fyrir ofan rúmið sitt, sem hún hefur lengi látið sig dreyma um. Eydís naut líka góðs af þessu og fékk líka pakka Smile

IMG 0844

Svo byrjaði veislan klukkan tvö og þá hrönnuðust upp gjafirnar svo Þórdís hafði varla undan að opna og skoða. Eydísi finnst svo gaman að taka upp pakka, að áður en nokkur varð var við, þá var hún byrjuð að taka upp pakkana fyrir systur sína LoL Henni er alveg sama hver á pakkann, hvort það er hún eða einhver annar, hún elskar að opna þá. Þórdísi var alveg sama, en þegar allir fóru að hlæja að litla dýrinu, þá tók hún það eitthvað til sín og varð hálf sár Blush en minntist ekki á það fyrr en um kvöldið.

IMG 0850

Allir spenntir að skoða

IMG 0865

Prinsessan og afmælisgestirnir sestir til borðs

IMG 0869

Svo var sungið og blásið á kertin. Ég bakaði prinsessuköku að ósk prinsessunnar Grin 

IMG 0880

Ein afmælisgjöfin var prinsessuútbúnaður sem sló í gegn hjá minni, það eru kóróna, veski, veldissproti og hælaskór

IMG 0886

Hún ljómaði eins og sólin þegar hún var komin í þetta Smile Og hún var ekki í vandræðum með hælaskóna, gekk um á þeim eins og hún hefði gert það alla daga. Þetta er eitthvað í genunum...W00t 

IMG 0890

Svo fóru nokkrar af stelpunum út á verönd að leika, voða gaman hjá þeim

IMG 0899

Svo var farið í leiki inni. Það hefur aldrei verið jafn "þögult" barnaafmæli á mínu heimili áður. Þau voru ótrúlega góð að leika saman þrátt fyrir að þau væru tólf undir 6 ára aldri.

IMG 0892

Guðni og Biggi saddir og sælir

IMG 0897

Eins og ég sagði, þá var ótrúlega róleg og þægileg stemmingin. Hér er gestunum farið að fækka og þeir láta fara vel um sig, Benni og Rabbi.

IMG 0904

Þórdís fékk náttföt í afmælisgjöf, merkt "nurse", en hún ætlar greinilega ekki að verða hjúkka, "þetta eru læknisföt" segir hún alveg harðákveðin. Mér finnst skondið að sjá muninn á tímanum sem er núna eða þegar ég var smástelpa. Mér hefði sennilega aldrei dottið í hug að verða læknir, hefði örugglega haldið að það væri bara fyrir stráka!

IMG 0913

Hér er svo læknirinn á leið í rúmið sitt, ánægð með daginn sinn Smile 

IMG 0914

Lögst undir nýju stóru sængina sem hún fékk frá ömmu og afa. Ég er farin að öfunda dætur mínar af sængunum þeirra, hehe, mamma er algjör snillingur í að velja gæðasængur. Ætla sko örugglega að fá mér eins sæng við tækifæri.

IMG 0928

En svo var hún fljót að sparka fínu sænginni af sér þegar hún var sofnuð Tounge Hér sefur hún svo með læknahamarinn og sprautuna í höndunum, og með dót hjá sér sem hún fékk í afmælisgjöf Grin Ég var svo syfjuð í morgun þegar hún vakti mig. Hún vildi endilega fá mig inn í herbergi að leika með allt nýja dótið sitt. Ég fékk því flotta Hollywood meðferð hjá henni, förðun, hárgreiðslu og fína læknisþjónustu Wink Og enn eitt árið þá bakaði ég sautján tertum of mikið, eða þannig. (þeir hafa örugglega haldið í búðinni að ég væri að fara í eggjakast, þegar ég keypti 50 eggin) En ég sit allavega uppi með fullan ísskáp af tertum. Færði nágrönnum tertur í gærkvöldi og bauð þeim í kaffi í dag, dagur tvö í afmælisáti. Restin fer í frystinn, verður fínt að eiga það í aðventunni.

Knús og kram á ykkur HeartHeartHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með litlu fallegu prinsessuna þína mín kæra

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 05:43

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir það Jónína mín  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju litla prinsessa, en hvað ég kannast við sumt þarna, eins og að hafa gaman af að taka upp pakka og svoleiðis  Skemmtilegar myndir, og það hefur aldeilis verið fjör, Hanna Sól hefði verið aldeilis sæl með að fá svona prinsessuföt, skó og alles.  En hún er búin að panta þetta allt fyrir afmælið sitt og gott betur.  Ég fæ ef til vill uppskriftina að prinsessukökunni, hún vill nefnilega 7 bleikar prinsessukökur  En hún gerir sig örugglega ánægða með eina ef hún er vel skreytt. 

Takk fyrir að leyfa okkur að koma í afmælið Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ásthildur mín og það er bara gaman að "fá" ykkur með í afmælið  Það er ekkert annað! Bara 7 bleikar prinsessukökur, hahaha. Er það kannski ein fyrir hvern hvolp sem hún vill fá?  Það er minnsta mál að gefa þér uppskriftina. Og þetta með pakkana, það var algjört bíó að fylgjast með Eydísi um síðustu jól. Hún var í akkorði og hljóp á milli allra og bauð fram aðstoð sína  Gaman að þessu krílum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir! mikið hefur þetta verið gaman. Það skín hamingja úr öllum andlitunum á öllum myndunum hjá þér

Knús og kveðjur til ykkur grindjánafjölskylda

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:05

6 Smámynd: Tiger

Frábærar myndir eins og alltaf! Það er greinilega gaman hjá prinsessunni og öllum hinum - enda bara gaman að eiga afmæli og fá ósköpin öll af kökum og gúmmilaði, tala nú ekki um gjafirnar sko!

Til hamingju með stúlkuskottið þitt ljúfust ..

Knús og kram á ykkur öll og góða viku framundan!

Tiger, 10.11.2008 kl. 16:51

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur og Tiger; Kærar þakkir. Það er bara fjör og gleði í prinsessuafmælum  Knús og kram á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:07

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með prinsessuna.

Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:01

9 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Til hamingju með litla kraftaverkið þitt.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 11.11.2008 kl. 14:38

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Helga og Matthilda; þakka ykkur kærlega fyrir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband