6.11.2008 | 00:54
Burt með spillingarliðið!
Það held ég að þeir sitji sveittir á næturnar, ráðamenn hjá Svik og prettir ehf, sem er dótturfélag Ráðabrugg ehf, við að moka upp skítinn eftir sjálfa sig. Ég held að þetta sé bara byrjunin á skítnum sem við eigum eftir að sjá koma upp næstu mánuði. Við fáum þetta í smá skömmtum á meðan þeir reyna að breiða yfir restina sem þeir hafa stolið af okkur vesalingunum.
Ég ætlaði samt ekkert að blogga mikið um kreppufréttir. Tiger bloggvinur minn benti á bloggið hennar Ólínu Þorvarðar, þar sem þessi hugmynd kemur fram:
"Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!
Þannig að þegar ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er. (Feitletrað er tekið af síðu Tigers)
Ég gæti skrifað langan reiðipistil hér en læt þetta duga í bili. Læt þetta siðspillta lið ekki ræna mig öllu, ætla að eiga einhverja orku eftir handa sjálfri mér.
Við áttum okkar vanalega fjölskyldukvöld um helgina. Þórdís vill ekki kalla það kósýkvöld, henni er mikið í mun að þetta heiti fjölskyldukvöld, svo hún fær að ráða því. Hér erum við stelpurnar búnar að setja kræsingar á borðið, grænmeti, ávexti, snakk og súkkulaði.
Svo horfðum við á bíómynd saman. Það er svo gaman að vera með þeim og horfa á einhverja fyndna fjölskyldumynd. Þær hlæja sig alveg máttlausar.
Svo varð Eydís öll flekkótt í andlitinu. Þetta gerist öðru hvoru án þess að ég hafi getað fundið skýringu á því. Svo er hún svo mikill nagli þessi elska, hún kvartar aldrei. Ég spurði hana hvort hana klæjaði eða sviði í andlitið. "Nei nei" sagði hún og um leið klóraði hún næstum af sér andlitið Við drifum okkur með hana í bæinn til barnalæknis, sem gaf henni áburð. Svo pöntum við okkur ofnæmispróf til að reyna að átta okkur betur á þessu.
Ég var að skipta á rúmum. Simbi var ekki lengi að finna sér góðan stað til að kúra á..
Svo þegar við komum aftur heim úr bænum þá var þessi "kisi" búinn að planta sér á góðan stað og var að horfa á formúluna. Þeir eru svona þessir dekurprinsar, finna sér alltaf góðan stað Ég var nefnilega búin að bjóða Guðna bróður í mat og var hálfnuð að elda hrygginn þegar við fórum til læknisins.
En hann kveikti á ofninum fyrir mig þegar ég var á heimleið, svo hann fékk nú eitthvað að borða
En dætur mínar sáu til þess að hann var næstum því búinn að skila matnum aftur
Það er sko gaman að sprella með Guðna frænda
Svo þurfti Eydís að taka mynd af frænda sínum líka, alveg eins og mamma.
Stelpurnar sáu svo um desertinn sem að þessu sinni voru vínber. Þær áttu að skola vínberin en Eydís vildi heldur sápuþvo þau
Þórdís er mikið að spá í Guði þessa dagana. "Guð er andi" segir hún og spyr mig síðan hvernig hann líti út. Ég sagði henni að hann liti út eins og hún sæi hann fyrir sér. Og þar sem hún er svo mikil myndlistarkona, þá ákvað hún að teikna Guð eins og hún sér hann.
Hér er myndin. Guð er greinilega kvenkyns í hennar augum, brosandi inni í sólinni á himninum.
Að lokum set ég inn þessa setningu sem ég fékk líka lánaða hjá Tiger vini mínum:
Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! "
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegar dúllur, takk fyrir að leyfa mér að kíkjaSvik og Prettir ehf og Ráðabrugg ehf vel og skemmtilega orðað og segir allt sem þarfEigðu góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 05:32
Jónína mín, það er best að orða bara hlutina eins og þeir eru... ! Vertu alltaf velkomin í innlit Knús í daginn þinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:55
Yndisleg lesning og myndir eins og alltaf hjá þér Þórdís er greinilega mikil myndlistarkona og þær báðar duglegar að hjálpa til í eldhúsinu.
Bestu kveðjur til ykkar
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:13
Takk Ragnhildur mín. Já hér eru framleidd listaverk í stórum stíl. Hún getur alltaf komið mér á óvart þessi elska. Og jamm, þær eru liðtækar í eldhúsinu, svo mikið að stundum er ekki pláss fyrir mig þar Þetta eru sjálfstæðar stelpur. Knús á þig mín kæra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.