Sundkonan - kærleikssaga

Þegar ég gekk með Þórdísi, eldri dóttur mína, þá fylgdust ættingjar mínir og vinir grannt með meðgöngunni. Þegar ég varð ófrísk, þá voru aðeins liðnir tíu mánuðir frá því ég lauk við krabbameinsmeðferð. Ég var með krabbamein í eggjastokkum og töldu læknar útilokað að ég mundi nokkurn tíman eignast barn. Það var búið að fjarlægja annan eggjastokkinn og hinn átti að hafa eyðilagst í lyfjameðferðinni, allar rannsóknir sýndu það. En kraftaverkin gerast, og ég fór af stað Smile Ein af þeim sem fylgdist vel með var Valla frænka, föðursystir mín. Hún fer alla morgna í Árbæjarlaugina og syndir þar. Eftir sundið fer hún í heita pottinn. Þar hittist alltaf sama fólkið, sem spjallar og er náttúrulega farið að þekkjast dálítið. Þeirra á meðal var kona sem var farin að fylgjast með meðgöngunni líka. Ég var gengin viku framyfir. Valla hafði ekki komist í sund í þrjá daga, fimmtudag, föstudag og laugardag, en það er sjaldgæft að hún missi af sundsprettinum. "Sundkonan" hringdi heim til hennar á sunnudeginum til að vita hvort allt væri í lagi, með mig og barnið, því hún var farin að hafa áhyggjur af "skrópinu" hennar Völlu. Ég hafði aðfararnótt laugardagsins lent í bráðakeisara og það var allt í himnalagi með mig og Þórdísi. Skömmu síðar færði Valla mér sængurgjöf frá Sundkonunni og það var fyrst þá sem ég vissi af henni.

Þessi saga finnst mér alveg lýsa því, hvað við getum borið mikinn kærleika til náungans, alveg óháð því hvort við þekkjum viðkomandi eða ekki. Og hvort sem það er kreppa eða ekki.

IMG 2499

Hér er Þórdís í Sundkonu-gallanum með Berglind systur minni og Lúkasi, manninum hennar

IMG 5329

Þessi mynd er svo tekin ári seinna, en þá er Eydís í gallanum Smile 

IMG 2742

Þessa mynd fann ég svo þegar ég var að gramsa í myndum og set hana hér handa Ásthildi bloggvinkonu og einu sinni tengdamömmu. Hér eru Hanna Sól og Þórdís saman að kúra.

IMG 2743

Nú eru þessar sætu stelpur orðnar stórar prinsessur, bleikar í gegn Grin 

IMG 4816

Mér finnst eins og þetta hafi verið í gær! Þessi stelling var mjög algeng hjá mér LoL Þórdís hætti á brjósti rétt áður en Eydís fæddist. Svo hún mundi ekki verða spæld yfir því að ég væri að halda á Eydísi og gefa henni brjóst, þá fékk hún mjólk í glas og sat með okkur og annað hvort kroppaði í handlegginn á mér eða bringuna. Þessi stund heitir "stelpuknús" og varð að vana hjá okkur. Við förum ennþá saman í stelpuknús alla daga InLove 

"Sundkonan" heitir Erla og á afmæli á morgun og óska ég henni til hamingju með það. Ég fæ svo að hitta hana í fyrsta sinn á mánudaginn, en þá ætla ég með Völlu frænku til hennar að versla hjá henni. Ég get þá þakkað fyrir mig í eigin persónu.

Heart Munum að vera góð við hvort annað. Kærleiksknús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð og falleg færsla og myndirnar líka

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Jónína mín  Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg frásögn Sigrún mín.  Og það er rétt sem þú segir kærleikurinn á sér enginn takmörk.  Mikið er það gleðilegt að þú skyldir storka framtíðinni svona, og eiga þessar fallegu prinsessur þvert ofan í allar spár.  Takk fyrir myndirnar af Hönnu Sól prinsessu og Þórdísi.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín. Ef maður er nógu jákvæður og trúir á eitthvað, þá munu ótrúlegustu óskir geta ræst   Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Tiger

Já, það er satt sem þú og Ásthildur mín segir - kærleikurinn á sér engin takmörk og sannarlega getur maður gert gott út um allt. Myndirnar eru yndislegar og börnin eru svo rosalega mikil krútt - yndisleg bara!

Það er sannarlega satt hjá þér að ótrúlegustu hlutir geta gerst ef maður trúir nógu heitt á þá, vonin er alltaf góð og uppskeran ætíð yndisleg ef allt lukkast á besta veg eins og hjá þér mín kæra!

Knús og kram á ykkur öll - og til hamingju sundkona með daginn!

Tiger, 5.11.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Tiger minn. Það er alltaf von og vonina er ekki hægt að taka frá manni. Jákvæðni, von og trú, það skilar manni árangri. Knús á þig elskulegur ;)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:20

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndisleg færsla af fallegri sögu. Það er svo sannarlega satt að kærleikurinn skiptir öllu máli og hefur svo sannarlega áhrif. Bestu kveðjur og knús til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband