29.10.2008 | 01:02
Verðmerkingar og kuldakúr
Ég hef tekið eftir því undanfarið, að í næstum því hvert sinn sem ég er að versla matvöru, þá lendi ég í því að verð á einhverri vöru er hærra á kassanum heldur en gefið er upp á hillunni. Mér finnst þetta óþolandi og gjörsamlega óviðunandi. Ég hef alltaf fylgst vel með verði á matvöru og þetta er eiginlega orðið innbyggt í mig að lesa yfir kassakvittunina áður en ég fer úr búðinni. En svo er fullt af fólki sem er ekkert að spá í þetta og borgar svo bara miklu hærra verð. Við eigum bara að geta treyst því að farið sé að lögum og rétt verð séu á kassa og hillu. Þetta eru ekkert endilega miklar upphæðir sem munar, en molarnir eru líka brauð. Svo eru líka vörur sem eru ekkert verðmerktar í hillum. Það er bara prinsipp hjá mér að kaupa ekki þær vörur, því einungis þannig getum við sent skilaboð um að við verslum ekki blindandi.
En að öðru. Síðan nýja parketið kom á, og þar sem gömlu flísarnar voru fyrir framan herbergin, hafa stelpurnar fundið sér nýtt leiksvæði. Þær finna greinilega mun á gólfinu og alla daga koma þær með dót fram að leika.
Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum. Eydís er litla barnið og Þórdís mamman í voða skemmtilegum mömmuleik
Svo er sængin oft dregin fram á kvöldin líka...það verður nú að hafa það kósý líka Hér er Þórdís að lesa fyrir Eydísi.
Þessi mynd var svo tekin í dag. Það góða við þetta er að það er miklu styttra að fara með dótið inn í herbergið héðan heldur en úr stofunni En mér finnst voða kósí að hafa þær í kringum mig að leika sér. Það er líka óendanlega gaman að hlusta á leikinn hjá þeim
En flottar prinsessur vilja hafa herbergið sitt fínt. Hér er Þórdís að sækja dót sem hefur farið undir rúmið. Hehe, þetta minnti mig á eitthvað þegar ég var lítil...maður ýtti nú stundum draslinu undir rúm og hélt maður kæmist upp með það en ég held nú samt að hún hafi ekki ennþá uppgötvað þetta þjóðráð...
Hér er Þórdís ánægð með tiltektina sína
Á meðan er Eydís skott að teikna í sínu herbergi
En kisi hefur engar áhyggjur af draslinu. Hann hefur bara áhyggjur af matardallinum sínum og hvenær hann kemst út á kattaþing. En það verður ekki í kvöld þar sem veðrið er svo leiðinlegt.
En þá er gott að fá sér lúr hjá pabba. Þessi köttur er svo mikið dekraður hér á heimilinu. Steini sagði við mig einn morguninn um daginn að hann vildi vera köttur hér!
Ég var að blanda nuddolíur í kvöld. Þórdís var ekki lengi að fara með olíu til pabba og fá nudd í staðinn
Og Eydís fékk nudd líka
Úti er slydda og rok, svo það er voða gott að kósa sig bara inni. Og nú fer ég og skríð undir sængina mína Góða nótt elskurnar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndiislear litlar prinsessur
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 05:52
... YNDISLEGAR... stundum að flýta mér aðeins of mikið...
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 05:53
Takk Jónína mín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:27
Ohh mæææ .. stundum vildi ég líka óska að ég væri köttur en ekki kaddlur!
Kettir fá allt uppí loppurnar - og þeir hafa engar áhyggjur af því hvernig maður fer að því að veiða í matinn handa þeim...
Flottar skvísurnar þarna hjá þér - greinilega ekkert nema gaman hjá þeim og auðvitað sjálfsagt að leyfa þeim að hertaka nýja parketið - svo framalega sem það verður svo auðvitað gengið frá öllu á eftir sko ..
Frábærar myndir og bara gaman að sjá .. knús á ykkkur öll!
Tiger, 29.10.2008 kl. 15:47
Sætar stelpur og flottur köttur. Þú veist að hundar hafa húsbændur en kettir hafa þjóna.
Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:13
Helga mín, hahaha, ég hef sko tekið eftir því. Ég á engan kött, það er hann sem á mig
Tiger minn, ég held nú stundum að kisinn minn haldi að ég sé í vandræðum með að veiða fyrir hann... allavega sér hann stundum ástæðu til að bera björg í bú Ehemm, tiltekt sko... það er ekki alltaf eins auðvelt að ganga frá eftir leikinn eins og að stofna til hans. "Ég á ekkert að gera þetta ein" er setning sem heyrist oft, hmm, og ég bráðna nú bara við það og hjálpa þeim þá. Knús á þig ofurkappi ;)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:58
En hvað þær eru flottar skotturnar þínar. Og taka til og allt. Hehehe ég skil alveg þetta með nuddið, ekkert er betra og notalegra en einmitt nudd, með olíu og alles. Takk fyrir þessar yndislegu myndir Sigrún mín, knús á þig inn í helgina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2008 kl. 09:38
Takk Ásthildur mín. Hehe, já rétt er það, að nuddið svíkur mann aldrei og er alltaf jafn notalegt. Knús á þig.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.