22.10.2008 | 00:07
Peningarnir vaxa á trjánum!
Þar sem ég var búin að standa á haus í steypuryki og alls konar standi (eða ástandi..) í síðustu viku, þá ætlaði ég ekki að standa í neinu afmælisveislustússi á sunnudaginn. Steini pantaði uppáhalds tertuna mína hjá Hérastubbi bakara og ég bjóst kannski við að mamma og pabbi kæmu í kaffi, og systkini mín. En rétt eftir hádegi birtust Berglind systir og Lúkas maðurinn hennar, með fullt fangið af tertum og góssi sem mamma hafði bakað. Svo bara birtust yfir þrjátíu manns, svo hér var óvænt fullt hús fram að miðnætti. Aldeilis óvænt það
Eydís hjálpar pabba sínum að leggja parketið á laugardagskvöldið. Ekki vantar áhugann! Síðasta spýtan fór svo niður rétt eftir að Berglind og Lúkas birtust á sunnudaginn.
Hér koma mamma, pabbi og Guðni bróðir og færa mér gjöf sem mamma hannaði og þeir feðgar smíðuðu og pökkuðu inn sjálfir...
Ég alveg bilaðist úr hlátri þegar ég opnaði pakkann. Ekki vantar hugmyndaflugið né prakkaraskapinn í þau mömmu, pabba og Guðna Hef aldrei séð jafn snilldarlega uppfinningu...
Pabba og mömmu fannst ómögulegt að gefa mér peninga í umslagi...svo pabbi fann gamlan kúst, og þeir röspuðu af honum ysta lagið og boruðu síðan göt í hann og bjuggu til þetta fína peningatré
Margir góðir gestir mættu óvænt, meðal annars systkini hans Steina sem eru hér með mökum.
Kiddi, Haukur og Alda
Mínir kæru nágrannar og vinir mættu líka. Hér er Dóri, trommari með meiru
Hér eru Guðni, minn heittelskaði bróðir, Fanný, hinn helmingurinn hans Dóra, og Logi sonur þeirra sem var eitthvað feiminn við myndavélina.
Ég fékk margar fallegar gjafir og fékk líka góða aðstoð við að taka upp pakkana
Krakkarnir héldu að þessi vasi væri glas. Því var ákveðið að héðan í frá fengi ég mér bara eitt glas á kvöldin sem er eins gott, því ég er ekki mikið fyrir áfengi
Afastelpur
Þórdís blómarós komin í náttfötin. Stelpurnar fengu að vaka meðan gestirnir voru, svo var frí í leikskólanum á mánudaginn.
Eydís fékk sér brúntertu í kvöldsnarl, voða ánægð.
Peningatréð er merkt "SÞ BANKI" Ætli ég eigi þá ekki verðmætasta bankann í dag... Það fylgdi kvöð með trénu, ég þarf að eyða hlutabréfunum í sjálfa mig. Ég veit ekki hvort ég tími að skemma það...
Stelpunum fannst þetta alveg magnað. Hér eru þær komnar með buddurnar sínar, til að bæta við tréð. Seinna um kvöldið, þegar fleiri gestir komu, þá hljóp Þórdís til dyra og sagði "mamma mín er rík, mamma mín er rík". Segiði svo að peningarnir vaxi ekki á trjánum, og víst er að mörgum langaði í afleggjara af trénu með sér heim
Nýja parketið komið á. Ég er rosa ánægð með það og sérstaklega ánægð með að við skildum hafa tekið flísarnar burt og sett parket alla leið. Þetta er eins og nýtt hús. Mér fannst gamla parketið alltaf fínt, en þetta er mun betra.
Þórdís skó-skotta prófar nýju skóna sem ég fékk í afmælisgjöf. Vinir mínir sem gáfu mér þá, vilja meina að ég sé algjör leikhúsrotta, og þurfi því að eiga fína leikhússkó. Ég ætti því að geta farið flott í leikhús á næstunni, því ég fékk líka leikhúsmiða, gjafabréf á Lækjarbrekku, hálsmen, aðra skó, peysu og ýmislegt fleira. Ég fékk líka símtal frá Afganistan, þar sem Gísli frændi er hermaður og annað símtal frá Cambridge, þar sem Ragnheiður frænka er í heimsókn. Henni fannst ekki vera liðin 40 ár síðan hún var að passa mig nýfædda, hehe. Hjartans þakkir fyrir mig, elsku vinir mínir og fjölskylda Þið eruð ótrúleg, og líka ótrúlegir prakkarar, hehe
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið áttu þetta skilið elskuleg mín. Hehehehe þetta hefur aldeilis verið gaman, og flott peningatréð. Mamma þín og pabbi eru greinilega aljört æði. Og veislan flott. svona á að gera þetta. Enn og aftur til hamingju elsku Sigrún mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 21:12
Wooowww .. ég er á leiðinni - mig vantar nebbla sonna lítinn afleggjara af eins og einu peningatré!
Geggjuð hugmynd hjá þeim að gera þetta - handviss um að það er enginn á klakanum sem á slíkt tré! Eins gott að passa vel uppá það svo vondi skógarhöggsmaðurinn komist ekki í það...
Parketið er rosalega flott - lýst vel á það - og myndirnar þínar alltaf jafn skemmtilegar og lifandi skottið mitt.
Enn og aftur til hamingju með allt tilstandið - afmælið og parkið og alles! Knús á ykkur öll ..
Tiger, 23.10.2008 kl. 22:03
Takk Ásthildur mín. Þetta var voða gaman. Og mamma og pabbi eru bara flottust. Mamma var búin að vera í tvo daga á haus með mér að þrífa allt, og þá er ég að tala um ALLT! Hvert einasta leikfang var skrúbbað. Ég veit ekki hvenær hún hefur bakað, hlýtur að hafa gert það á nóttunni. En svona eru mömmur, einstakar.
Takk TíCí minn. Já, komdu bara og fáðu afleggjara, ég reikna með að þetta tré sé eins og önnur, vex bara nýtt þar sem klipið er af því Ég passa sko vel uppá tréð, enginn skógarhöggsmaður fær að koma hér nálægt! Parkið er náttla bara æði, er enn að dást að því Knús á þig ljúfur..
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.10.2008 kl. 22:59
Hjartanlegar hamingjuóskir aftur Sigrún. Rosalega hefur þetta verið gaman, óvænt skemmtilegt og krúttulega fyndin og snjöll hugmynd með tréð! hahahha
Líst vel á parketið hjá ykkur. Er þetta ekki málið? það skemmist undirstaðan vegna utanaðkomandi aðstæðna, þá bara er málinu reddað og gert enn betra en áður!
Þið eruð æði, knús á ykkur öll og þrífætta kisan meðtalin
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:03
Ég óska þér alveg svakalega til hamingju með afmælið.
Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 19:22
Takk fyrir, Helga og Ragnhildur. Jú, það er nú bara þannig, að maður reynir að gera betur þegar maður lendir í svona, sérstaklega ef maður var búinn að sjá eftir að hafa ekki gert þetta síðast! Þá sleppir maður því ekki aftur Knús á ykkur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.10.2008 kl. 19:46
Frábært tré, glæsileg hugmyndÉg þigg bloggvináttu þína með ánægju
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 17:43
Takk fyrir Jónína
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.