Allt er fertugum fært

Þegar ég vaknaði í morgun, spratt ég fram úr rúminu og skaust inn á bað. Ég leit í spegilinn. Bjóst við að sjá virðulegt andlit þroskaðrar konu, en eina sem ég sá var sama stelpuskottið og var í speglinum í gær. Það hljómar furðulega, en í gær var ég þrjátíu og eitthvað en í dag er ég komin á fimmtugsaldurinn GetLost Sumir sem ég þekki hafa verið afskaplega viðkvæmir fyrir því að verða fertugir. Því er eiginlega þveröfugt farið með mig. Mér finnst frábært að eldast. Lífið hefur kennt mér það, að meðan við eldumst, þá fáum við að lifa. Og það er gaman að vera til og fá að njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég ætla ekki að halda neina formlega veislu í tilefni dagsins. En ég ætla að vera heima og það verður bara opið hús fyrir þá sem vilja líta inn og fá sér kannski tertusneið og eitthvað gúmmulaði. Afmælisgjafir eru alveg óþarfar en ég þigg alveg knús og kreist og fullt af kossum og faðmlögum Smile

7156775-lg

Ég verð ekkert í felum í dag. Ætla bara að hafa það kósí. Knús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með þennan merka áfanga.  Megi gæfa og gott gengi einkenna framtíð þína.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Kærar þakkir Jóhann

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Innilega til hamingju með þennan áfanga. Ég er svo innilega sammála þér með þetta að fá leyfi til að eldast. Lífið er yndislegt.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.10.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir!!! Auðvitað er bara betra að verða eldri og svo er "allt fertugum fært"

Til lukku og njóttu dagsins! ég sendi þér afmælisknús rafrænt

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar, Matthilda og Ragnhildur. Rafrænt knús móttekið  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín þú átt langt í land, ég er komin á sjötugsaldurinn og enn á uppleið  fertug, þá ertu rétt að verða þroskað stelpuskott hehehe... Innilega til hamingju með afmælið og knús og kram

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þroskað stelpuskott, hehe, allavega eitthvað í áttina. Takk Ásthildur mín, ég stefni að því að verða jafn spræk og þú þegar ég verð komin á sjötugsaldurinn  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Tiger

 Hey sko .. til hamingju með þennan áfanga! Ég er sammála þér - elska að eldast og þroskast. Mér finnst æði að fara yfir hvert aldursárið fyrir sig og gleðst ætíð þegar ég hugsa um það - Yeah - mér tókst það - enn eitt árið að baki og ég lifandi og heilbrigður, get labbað og hlaupið - sé ennþá og er enn með sama hárið - mínus tvö hár - og þannig hlutir ...

Fullt af ammmælis knúsum og kreistum ...

Tiger, 21.10.2008 kl. 16:26

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk TíCí minn. Svo fer það að verða þannig, að í staðinn fyrir þessi tvö sem hverfa af höfðinu vaxa önnur fjögur út úr eyrunum  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband