Komin út í horn

Þá er ég í bókstaflegri merkingu búin að mála mig út í horn! Ja, að minnsta kosti fram á gang. Ég kemst þó í forstofuherbergið og þvottahúsið. En ólíkt ástandinu í þjóðfélaginu þessa dagana, þá mun ég samt komast út úr horninu á næstu klukkutímum. Við tókum nefnilega þá ákvörðun, að fyrst við stóðum frammi fyrir því að þurfa að skipta um parketið í stofunni, þá ákváðum við að taka burt flísarnar fyrir framan stofuna og inn svefnherbergisganginn og setja parket þar líka. Ég sá alltaf eftir því að hafa ekki gert það á sínum tíma þegar við settum hitt parketið á. Þá var Þórdís nýfædd og við bara vorum ekki að nenna því þá. Þannig að vitandi það, þá gátum við ekki sleppt því núna. Ætlum sko ekki að þurfa að skipta eina ferðina enn um gólfefni svo það er now or never! Það var því heilmikill hamagangur um helgina að brjóta allt og bramla. Steini fékk það skemmtilega hlutverk. Hann kom svo heim í hádeginu áðan og tók restina sem var upp við skápana. Það er ekkert smá ógeðsryk og drulla um allt sem fylgir þessu. Ég var svo að enda við það að mála yfir gólfið til að rykbinda. Fann til þess gamla málningu svo nú er gólfið fagurbleikt á litinn. Ætli prinsessurnar vilji nokkuð fá parket yfir það LoL Næsta mál er svo að bretta upp ermarnar og fara að þrífa. Þetta er svo mikið, ætli ég verði ekki bara að fara úr bolnum líka W00t 

IMG 0199

Svona leit þetta út á laugardaginn

IMG 0201

En Eydís, litla skottið mitt, fékk eyrnabólgu um helgina. Hún svaf ekkert og grét bara af verkjum. Ég fór með hana á barnalæknavaktina og hún fékk sýklalyf. Hún fór því ekki á leikskólann í gær og Þórdís fékk að vera í fríi líka. En þar sem Eydís hafði lítið sofið, þá svaf hún lengur og Þórdís gat varla beðið eftir að hún vaknaði. Hér faðmast þær þegar Eydís loksins vaknaði.

IMG 0203

Þórdís bað um leyfi til að kyssa Eydísi meðan hún svaf. Svo fór hún og kyssti systur sína ofurvarlega InLove Þær eru svo samrýmdar þessar elskur

IMG 0206

Knúsusystur Smile 

IMG 0212

Eydís fékk að fara smá stund út. Hún hefur verið alveg hitalaus í sólarhring og fannst súrt að bara Þórdís færi út

IMG 0211

Simbi fylgist með. Held stundum að hann haldi að hann sé hundur Sideways Hann labbar alltaf með þegar ég fer með stelpurnar á leikskólann. Hann á það líka til að bíða fyrir utan leikskólann meðan þær eru þar. Hann græðir líka fullt af klappi þar og það finnst honum ekkert leiðinlegt Grin Svo finnst krökkunum merkilegt að skoða kisu sem hefur bara þrjár lappir.

IMG 0234

Stelpurnar elska að fá að taka þátt í öllu. Hér er Þórdís í gærkvöldi að ryksuga flísaryk og hún vandaði sig ekkert smá Smile 

IMG 0250

Á meðan var Eydís að hjálpa mömmu sinni að setja hreint á rúmin. Það er ekki gott að sofa í steypuryki Shocking samt voru hurðir lokaðar og teipað fyrir. Eydís er orðin mjög spræk, var ekki lengi að hrista þetta af sér. Hún hefur tvisvar áður fengið eyrnabólgu og tvö ár síðan síðast, svo vonandi er hún laus við þetta.

Svo segi ég ykkur bráðum frá leyni-gæluverkefninu mínu sem ég var að klára. Bíð bara eftir að vinur minn standi við eitt loforð, þá er allt klárt. Munið svo að það er aldrei kreppa í ástinni, knús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þið standið í ströngu. Gangi ykkur vel.

Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Helga mín. Þetta er nú aðeins meira en til stóð að framkvæma þessa dagana. En það hefur bara sinn gang. Þetta klárast allt í rólegheitum  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þær eru svo duglegar dætur ykkar Steina og flottar stelpur líka...það gengur greinilega mikið á út í enda sé það að ég verð að koma og kíkja á framkvæmdir...

Kveðja til ykkar inn eftir götunni.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.10.2008 kl. 09:36

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þið eruð svo algjörlega yndisleg öll sömul! Dásamlegar prinsessurnar þína

Stórt knús á ykkur

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Tiger

 Grrrr ... okok ... ef þú ferð úr bolnum ... þá vil ég myndir af hamagangnum á bloggið! Neinei ... sagði ég þetta? Sko ég meina auðvitað ekkert slæmt samt ... hahaha!

Endalaust skemmtilegar myndir - og frábærar systurnar! Alltaf gott þegar systkyn eru samrýnd og góð saman. En, passa uppá ryksugukappann - svo ekki hverfi Simbi litli ... eða þannig!

Knús í hamaganginn á þínum heimavelli...

Tiger, 15.10.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Heiður: Jamm, heilmikill hamagangur hér í botninum! Farðu að kíkja áður en allt verður svo breytt að þú ratar ekki lengur...

Ragnhildur: Takk fyrir það  Knús á þig líka

Tiger: Hahaha, þú verður bara að hringja í Steina og semja við hann um myndatökuna, því það er alltaf ég sem er á kamerunni. Ég veðja alveg á að hann væri til  Já eins gott að fylgjast vel með að Simbi lendi ekki í ryksugunni, ja eða eitthvað annað sem gæti verið spennandi að ryksuga! Knús á þig ljúfastur.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá allt að verða flott og fínt. Leitt með eyrnabólguna, leiðindapest það.  Yndislegar myndir mín kæra.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 21:17

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín. Hún er orðin hress eftir eyrnabólguna. Vona bara að hún komi ekki aftur. Það smá kemur mynd á þetta hérna. Var reyndar orðin svo þreytt í dag að ég var alveg komin út á tún  Fór þá í fimleikakennsluna og hresstist við það, börnin eru svo skemmtileg að það jafnast á við vítamínsprautu að sprikla með þeim  Knús á þig mín elskulega.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: gudni.is

Jæja gamla geitin mín. Ég vona að þú hafir notið vel síðasta dagsins sem þrjátíu-og-eitthvað gömul stelpa því á morgun verður þú orðin frú á fimmtugsaldri..... Hahahahah    Að ég skuli eiga svona "gamla" systur.....

gudni.is, 18.10.2008 kl. 21:28

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hehe, já ég naut dagsins, eins og alla aðra daga  Knús á þig elsku brói, sem átt svona gamla systur  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband